Heim skrifaðar úr skóla þessar vísur Árna Jónssyni til | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heim skrifaðar úr skóla þessar vísur Árna Jónssyni til

Fyrsta ljóðlína:Þótt mér langsöm þyki nú
bls.44–46
Bragarháttur:Gagaraljóð – óbreytt
Viðm.ártal:≈ 1650
Tímasetning:um 1639
Flokkur:Ljóðabréf

Skýringar

Sjá einnig Stefán Ólafsson: Kvæði I, bls. 10–11.
1.
Þótt mér langsöm þyki nú
þessi á dottin vetrarstund
þá meina ég samt að sjálfur þú
sjaldan berir hryggva lund
2.
á meðan nokkuru miðlar þér
matseljan í lyndi dæl
og á þrotum ekki er
það áður fékkst af dönskum þræl.
3.
Þú Árni gleymir öllum leik,
einninn fræða góðum söng,
meðan tóbaks römmum reyk
þú rennir um nasa liðug göng.
4.
Þinn var brytinn býsna trúr,
ber eg honum því lítinn prís.
Hans eg náði ei hendi úr
nema hörmulega litlum pís.
5.
Eg vel um hann í buddu bjó
svo bíða skyldi nokkra stund.
Hann alvöknaði allur þó
því essið mitt fór klárt á sund.
6.
Hans fær eimur heilarann
hér fyrir ekki vínglas par
og stytta því ei stirðar kann
stórlegt vetrartíðirnar.
7.
Og fyrir þann skuld eg eg fæ ei neitt
eða finn af þínum tóbaksþef
þá vil eð fyrsta eflaust eitt
öðlast frá þér kímið bréf.
8.
Sparaðu hvorki blek né blað
en brjót upp frétta kíminn sjóð,
svo meir en písinn megi það
mína kæta hyggjuslóð.
9.
Leyfist ekki að lengja nú
ljóðin meir í þetta sinn.
Sigri gæddur og sannri trú
sértu jafnan, Árni minn.