Íslands kvennalof | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Íslands kvennalof

Fyrsta ljóðlína:Lifni dáð um lífsins æðar
Heimild:Rask 87.
bls.Blað 1–10
Bragarháttur:Hrynhent
Viðm.ártal:≈ 1750
1.
Lifni dáð um lífsins æðar,
ljómi sólar yndis blómi,
allir kraftar hamingju hollir
hjartað prýði dýrsta skarti
meðan ljóst eg mæri bestar
menja jarðir Hólma Garðars
fríðar gæða forkláraðar
flest þar hjálpi til hið besta.
2.
Heilar séuð hefrings bála
hrundir dýrstu Ísa grundar,
heimsins mörgum hærri að sóma
hlíðum falda norðurlýða,
dyggðum fylldar fremstu nægða
fegri perlum glansalegu,
líkar sól í heiði heilu,
hreinum betri eðalsteinum.
3.
Hrósa eg fyrst á handar eisu
hlíðum þeim sem allt gott prýðir
norðurálfu ættar verða
æðstu taldar í hefðar valdi.
Fólknárungar fyrri vorir
fylldir mestu prýði snilldar,
komnir voru af kóngum dýrstu
kníar randa er námu landið.
4.
Konur þeirra kunna að sýna
kvæðin forn og sögur bæði,
vóru sumar buðlung bornar,
besta slektis nærri flestar,
tiginbornar falda freyjur
fyrst á landi margar gistu.
Auður var af ættum stóru
ein með fremstu moturs reinum.
5.
Álit höfðu, auðlegð, sælu
og kvendyggða nægstu tryggðir,
löstum fjærri, leyndar kostir
ljóst upp runnu í náttúrunni,
miklu framar mun sá blómi
mistum bauga fylgja kristnum
vegligustu á vorum dögum
að vísu jafnan það auglýsist.
6.
Áslaug verður allmjög prísuð
ein sú dýrsta af lindum víra,
Ragnars drottning grams hin gegna
gnótt bar lista Sigurðardóttir,
vor formóðir kostakjörin
kyns Völsunga og fleiri hinar
sólir banda til sem telja
tign berandi á voru landi.
7.
Allt tilsafnað er kann nefnast
Ísa grundar dýrleg sprundin
prýðir, dáðir gleðja, gæða
gagnhreinar und sólarmagni;
yður hlýða bráðla beiði
bragarmynd um elju rindar,
stef svo vanda vill sem hæfir
viður klæða dýrstum yður.
Lofsælastar linda sólir,
lofið gnæfi fjöllum ofar
yðar verðugt Ísa jarðar
eins um geim og norðurheiminn.
8.
Fæðist eðla mær af móður
mikið fríð sem öllum þykir,
haglega strax í helgri laugu
hreinfágast af syndameinum.
Meybarns reifastranga stífan
strjúka og faðma höndum mjúkum
heldur geðjast hlýtur skáldi
en hreinum oft að dilla sveini.
9.
Sama gott eg segi um frómra
Snæs á veldi börn foreldra
en þó stóra auðlegð vanti
er manndyggð er sem hreinu kerin
vel ráðsvinnir víst upp ala
og vandir sóma sinn ungdóminn,
löstum fjærri líkjast kvistir
í léni sæmda, aðaltrénu.
10.
Minnunst eg á fingra fanna
foldir litlar ofar moldu,
sund með stokkum hljóta að henda
og hjala gott sem læra talað,
innrætt drottins orðið sanna
innst í hjarta fær að skarta,
bænir lesa og sálma sína
sólir smáar linna bóla.
11.
Líkt sem fagrar liljur blakta
ljómandi hjá víóls blóma
lengi á sumrum taka tingun
til sem fellur Guðs að vilja,
þróast ungar, merkis meyjar
mettast náð af drottins ráði,
góðu unnandi mál og minni
með neytasta lærdóm veitist.
12.
Umvöndun frá solli synda
sörva heiðir ungar leiðir
líða fram sem ljómar í heiði
ljósið himna, fagrar drósir,
orð sín vanda ljúfar í lyndi
ljóst sem hæfir stunda gæfu,
koma sér vel með sæmd og sóma
svo má kalla þær við alla.
13.
Orðstír hljóta vífa og virða
vandaðan í besta standi;
svinnir hugar ástum unna,
æskja góðs um fjörð og mæski;
flýgur lof um frónið drjúgum
festar því af lindum bestu;
loðir kerið leirsins viður
lengi hinn fyrsti smekkur fenginn.
14.
Fögrum nær þá tveimur tigum
taldur gjörist vífa aldur
kvenna íþróttir kunna nettar,
kærar að sönnu guði og mönnum:
hugvit stunda og helgar sögur,
hirða drottins boð og virða,
uppfræddar með geði glöddu,
gott rækjandi, lifnað vanda.
Lofsælastar linda sólir,
lofið gnæfi fjöllum ofar
yðar verðugt Ísa jarðar
eins um geim og norðurheiminn.
15.
Frumvaxta með fegurðar blóma,
Freyjur seima þreyja heima,
handverks listir læra bestar,
líka að skrifa, menntaríkar;
klæðin vönduð kunna að sníða,
kallast tíðki sauma alla,
vefnað eins svo virðar lofa
verkin þeirra og prýði merka.
16.
Helga skrift af hæstu kröftum
hrundir linda fríðar stunda,
næsta og aðrar bækur bestar,
blessan guðs þær gjörir hressar.
Sálma góða silkihlíðir
syngja jafnan, öðrum hafna
heims hégóma á hverjum tíma,
hreinferðugar í öllum greinum.
17.
Syngja fagurt líka löngum
ljósum fegri skrúða rósir
sem meistari á tækum tíma
temprar lengi víols strengi.
Það hálfdauðan heyra gleður,
hjartans nærast innri partar.
Íslands falda eru hnossir
öllum betri í veraldartetri.
18.
Sumar handar ljósa lindir
læknirsdóma stunda frómar,
ytri líkt sem innri bæta
alls kyns meinin hjartahreinar.
Enginn læknir eins kann þvingan
alla bæta og snjallar sætur,
eyða meinum innlifaðar
æðstum guði, dyggða stærstar.
19.
Aumt ef líta gjarnan gráta
góðar í hjarta linda tróður,
miskunn geðsins fríðar ferska
fínum strjálar ljóma sínum,
voluðum veita hjúkran heila,
hressa veika *lífga og blessa,
græða særða gullvírs hlíðir
gæða líkar englum hæða.
20.
Hagleiksmenntir hafa gnógar,
hér þó lítt á slíku beri,
mörgum *framur málma geymir
mundar ljósa dýrstar hrundir.
Verður manni öreigð orða
allt hið besta telja um flestar,
gjafarinn allra gæða lofist
góðar fyrir menja tróður.
21.
Langspil, víol, hörpu hringa
hrundir nokkrar bæra mundum,
simphon, fiðlu, gígju að gamni
geta leikið sumar og vetur,
skáktafl einninn blíðar brúka,
bestu menntir eru þeim hentar.
Yðar prýði og hæsti heiður
hljóma skal með sætum rómi.
Lofsælastar linda sólir,
lofið gnæfi fjöllum ofar
yðar verðugt Ísa jarðar
eins um geim og norðurheiminn.
22.
Fullnuma í flestu öllu
Freyjur bandalista standi
gefast heiman, greini eg, sumar
góðkenndustu seima bjóðum.
Gleður, styrkir, guð er í verki,
gæfan best og meinin sæfir,
bænagjörðir blessan léna
blóma lífs og hæstan sóma.
23.
Enginn getur ort svo löngum
ein manns tunga til þó reyni
í tali slíku happi að hæla
sem hreina eignast silkireinu.
Blessan fylgir hæsta hnossi,
hamingja, prýði, sæld og frami,
sólarljós í heilu húsi,
hún og prýði má útþýðast.
24.
Þess að sönnu þarf eg minnast
þegar í veislum blómalegar
skrýðast sínu skarti brúðir,
skína á klæðum ljósin Rínar,
ljómameiri andlit eru,
yfirlitur boðar vitrum
innri dyggðasafn að sönnu,
svipur besti prýðir flestar.
25.
Í brúðgangi bjarkir skoða
bráins dýnu ekki fáar,
það er að merkja líkt sem líði
ljós um græna Yggjar drósu,
haglega fyrir hugskots augum
hreinar standa silkireinar
öllu fremur glóanda gulli,
gott um slíkar jafnan vottast.
26.
Baug af gulli bera hollar
bjarkir giftar linna markar,
tryggðapant með hollri hegðan
hljóta en ástir aldrei þrjóti,
fríðleiks blóma fyrir öðrum
fyrirmyndan, góðar í lyndi,
best svo mega drjúgum dást að
dróttir nær sem varir bæra.
27.
Velsemd tíðum vandi fylgir,
vanda ráð í sínu standi
ráðsvinnastar hringa heiðir,
heiður þeirra skal útbreiðast,
breiðist yfir gæfan góða,
gæfan mein og hryggð vill sæfa,
mein fyrir drottins miskunn linast,
meinabót hann veitir fljóta.
28.
Margar heima í sældar sóma
sætur lifa þær ágætu
heldur mótgang hljóta á foldu
hjónabands í merku standi.
Ævin sorgum oft er vafin,
angrið meður blandast gleði,
þolinmóðar þreyja og líða
það sem fer að höndum bera.
Lofsælastar linda sólir,
lofið gnæfi fjöllum ofar
yðar verðugt Ísa jarðar
eins um geim og norðurheiminn.
29.
Húss-stjórn vanda hnossir linda,
heiðarlega svo fram leiðast.
Öngvar mega manna tungur
Menjur lasta korna Fenju.
Þrifnað, iðni æfa jafnan,
allt er best hjá seljum festa
hvað sem þankinn hugsa býður
og hamingjan veit til nokkurs frama.
30.
Drýgist góss fyrir drottins blessan
dáðfylldustu silkiláðum,
ektamönnum alltíð kunna
æru sýna dyggðaskærar,
börn upp ala gæskugjarnar
guðs að vilja í lífsfögnuði,
þjónum hjúkran hér með sýna
hjartagóðar skallats tróður.
31.
Allt bætandi af elsku lyndi,
allt græðandi mein þó blæði,
allt læknandi allt til líknar
allar stundir veita snjallar,
allt byggjandi er ýta huggar,
allt vinnandi gott hvað minnunst,
allt stunda sem eyðir grandi
allra hvör má þeim til falla.
32.
Þær mega heita djásn hin dýrstu,
dýrðin manna og sól í ranni,
ljómi, skart og lífsins frami,
linan meina, bestu vinir,
aura nægðir, æðstu tryggðir,
yndi, heiður og bót í lyndi,
gleði og lífsins gjöf hálfdauðum
gott allt fremur en ég kann votta.
33.
Snilldum þaktar Freyjur falda,
í feldi sæmda margar eldast,
ellin lætur álit *halla,
allmjög fölna svo má kalla,
dyggðir samt með *hreinnri hegðan
hugðar í sinni aldrei brugðust,
þær víðfrægar alltíð eru
og ævarandi hvar sem fara.
34.
Sumar deyja í besta blóma
brúðir manna lyndisprúðar,
mörgum hefur menja hreyfir
megn sú nauðin þrengt til dauða,
meina ég fyrir manna sjónum,
mjög svo nærri á harmadögum
gengið hjarta að slíkt angur
enginn leit um frónsins reita.
35.
Lifa drottni í lífsins gæfu
líf-blómlegust Íslands vífin,
lifa þó í drottni deyi
dáðfylldustu silkiláðir
fagrar hér en fegurð nægri
fá í sælu meir en tjáist,
gæða hljómar orðstír yðar
alla stund um heimsins grundir.
Lofsælastar linda sólir,
lofið gnæfi fjöllum ofar
yðar verðugt Ísa jarðar
eins um geim og norðurheiminn.
36.
Nokkrar seima bjarkir í blóma
bíða ógiftar ævitíðir
guði unnandi og góðum mönnum
gagnhollu sem dyggðum fagna.
Þær með snilldum ala aldur
öllum besta gjöra hið flesta,
lifa svo og líka deyja,
list rækjandi í náð hjá Kristi.
37.
Fel eg dýrstar falda þiljur
faðmi Kristi gæskulystum
Ísa fróns með æðsta hrósi
alla stund í vöku og blundi.
Öllu frelsist frá hinu illa,
festin gæfu og allt hið besta
yfir þær leggist og um vefjist,
aldrei grandi meinið kalda.
38.
Verðugt er ég vandi orðin
víra spöngum Íslands dýrum,
konum, já, sem mætum meyjum
meiri háttar í fjórum áttum
fyrir gnóttar velgjörð veitta,
að vísu marga, skal auglýsa,
er þó síður öllu en bæri
orðasnilld í vísum skorðuð.
39.
Margar reyndar mér auðsýndu
merkisgæði orða og verka
göfugar seljur gamma bóla,
gæðin koma öll frá hæðum.
Minni ann eg menja sunnu,
móður líka átta eg góða,
skáld því færir efra aldurs
óðar sönginn linda slóðum.
40.
Kveð eg góðum kyrtils heiðum
kvæða skráða stirða ræðu,
aðrar leiðar ekki níði
eða meiði í ljóðum téðum,
bið sig prýði, burt frá sneiði
boðum skaða sér til stoðar,
dáðum fríðum safni séðum
og sáði heiðurs hamingju láða.
41.
Gjörið nú fyrir gæsku dýra
og gæði þegin yðar af hæðum
lasta hreinar lindir festa
á landi hér í besta standi,
takið stirð mín einföld orðin
öllu betur en samið get eg
yður og hér með einlægð kveðin
óðar vess af huga hressum.
42.
Glæður orni geðs í arni
góðkenndustu vorrar þjóðar
og dyggðanna álitsfögrum
æfðum lista bands *Týrristum.
Mín söngvala þögn vill þéna,
þrengir svefn að hjartans engi.
Alltíð lifir yðvart stefið
innilega í fersku minni.
Lofsælastar linda sólir,
lofið gnæfi fjöllum ofar
yðar verðugt Ísa jarðar
eins um geim og norðurheiminn.