Annan sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 48

Annan sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Einum Gyðingi andsvar gaf
bls.52–53
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer,- tví- og þríkvætt aaBccBooB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Evangelíum Lúk. xiiij (16–24)
Með lag: Má eg ólukku ei móti stá
1.
Einum Gyðingi andsvar gaf
uppá sitt skraf,
Jesús með ástarorði:
Sæmdarmaður að sá var einn,
í hjarta hreinn,
mikla kvöldmáltíð gjörði
og sinn sendi svein, svo var lundin hrein
að sá segði þeim sem hann bauð heim:
Komið, albúið er borðið.
2.
Og þeir neituðu allir þá;
því sagði sá,
sérdeilis einn hinn fyrsti:
Búgarð nýkeyptan einn eg á,
sem eg hlýt sjá,
þar til mig lengi lysti,
eg beiði þig afsaka mig;
um forföll rík svo ræddi slík
að hér fyrir heimboð missti.
3.
Keypta eg og, kvað annar, mér,
sem alloft sker,
arðuruxa fimm, væna,
þegar í stað nú þangað fer
sem það tún er,
þeirra kraft rétt að reyna;
þau forföll mín flyt herra þín,
eg beiði þig afsaka mig,
komi það gjör til greina.
4.
Þriðji sagði: eg festi frú
með fullri trú,
fyr því má eg nú eigi
koma þar inn þó vel sé veitt
svo vanti ei neitt;
þú heyrir nú hvað eg segi.
Sveinninn kom þá og sagði frá,
hermandi allt þeim herra snjallt;
er von hann ýfast megi.
5.
Reiður sagði hann sveinum þá
og svo kvað á:
Farið út um öll stræti
og götur borgar hvar hittið þá
sem þrautir þjá
og þekkið af lítillæti,
heilblinda senn og halta menn
leiðið hingað inn svo hópur fyllist minn,
skipið þeim svo í sæti.
6.
Sveinninn kveður það svo nú gjört
og sé þó skert
röðin því rúm er meira;
út á þjóðbrautir þú skalt gá
og görðum hjá,
draga hér inn hálfu fleira.
Fyrir vísan sann, að sagði hann,
boðsmenn þeir ei mína meir
máltíð fá sjá né heyra.
7.
Í heimboð veglegast, herra minn,
mig, þrælinn þinn,
fyr Guðs orð gjörðir að kalla;
lystuga rétti lagðir fram,
eg læra nam
lífs um dagana alla;
auk mína trú og örva nú
vilja og sinn sem eg veiklegt finn;
lát mig ei frá þér falla.
Vísan
1.
Það heimboð hæst að sóma
heiðarlega til reiðir
húsfaðir hvörn vér prísum;
hann bauð fjölda manna;
boðsmenn undan beiðast,
bústarf þá fordjarfar;
reiður milding sá síðan
sækja lætur fátæka.
2.
Guð lét guðspjalls ræðu
góða Júðum fyrst bjóðast,
hvað þeir helst forsmáðu
en heiðingjar til leiðast;
nú, vér, niðjar þeirra,
njótum Krists og það hljótum.
Drottinn gef meir mættu
menn þar huga til renna.