Á uppstigningardag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 41

Á uppstigningardag

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Sem þeir ellefu sátu nú
bls.45–46
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBoCoC
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Á uppstigningardag
Evangelíum Mark. xvj (14–20)
Með lag: Náttúran öll og eðli manns
1.
Sem þeir ellefu sátu nú
sveinar Kristí að borði,
hann birtist þeim og vill vantrú
víta með líknarorði
og harðúð með þeim höfðu’ hann séð
hvörjum þeir ekki trúa,
og býður þeim um allan heim
á lífs veg lýð að snúa.
2.
Predikið hreint mín ástarorð
allri mannkind á jörðu;
hvör sem trúir rétt, skepnan skírð,
á skaparann hólpin verður;
sá ei trúir mun týna sér,
teikn fylgja þeim eð trúa;
fyrir nafn þitt flýr Satan sitt
setur og burt skal snúa.
3.
Nýjar tungur þeir tala og hreint
taka höggorma líka;
af eitri verður þeim ekki meint,
enginn drykkur má svíkja;
yfir sjúka menn, svo marga senn
mega þeir hendur leggja;
gjöra svo hrein öll hættleg mein,
hittist trú hvörutveggja.
4.
Eftir það herrann hafði svá
heilnæm orð lint að flytja
hann var uppnuminn í himininn blá
á hægra veg Guðs að sitja.
Þeir gengu út með öngva sút
um allan heim guðspjöll kenna
með Drottins styrk og dýrðar verk
sem lífgaði lærdóm þennan.
5.
Þú situr á himnum, herra minn,
hægra veg Guðs í ríki:
Styrktu mig veikan, þrælinn þinn,
að þjóna svo þér líki;
aflausn og skírn þú, Jesús, einn
oss til staðfestu veitir
þó lýðum hér höfum hjá þér
heimvon sem engla sveitir.
Vísan
1.
Áður til himna hæða
herrann sté, bræðrum téði
að læra skuli og skíra
skepnur allar Guðs heppnar,
hvör með skærri trú skírist
skal öðlast hjálp sálar;
hinir trúlausu týnast,
teikn frómra mörg reiknast.
2.
Þú hefur oss, herrann ljúfi,
í himinferð gefið menn lærða,
hirðara hvörjir eð skírðu
og heilnæm teikn útdeila;
gef að alleins þeim hlýðum
af álfu Guðs sem þér sjálfum;
fyllist á oss með öllu
allt það sem þú mæltir.