Syndugs manns dagreisa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Syndugs manns dagreisa

Fyrsta ljóðlína:Á ungdóms æsku skeiði
Heimild:JS 133 8vo.
bls.231v–235r
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þríkvætt AbAbOcc
Viðm.ártal:≈ 1550–1750

Skýringar

Með lag sem Gátuvísur.
1.
Á ungdóms æsku skeiði
eg reikandi einn
uppá hárri heiði,
hugðist vegurinn beinn.
Gekk eg fram á foldu,
fældist ekkert mein.
Mig hryggðe ei hætta nein.
2.
Eikur og aldinkvisti
og ylmagrösin væn,
sá eg svo mig lysti
á soddan þingin græn.
Mér virtist allt til yndis,
ekki hryggði neitt.
Þar fór eg fram svo greitt.
3.
Vissa eg á þeim vegi
voru illsku dyr,
eg hugða um það eigi
því annað í geðinu býr.
Hættur og heljar pytti
eg hræddist ekki par.
Allt jafnt áfram bar.
4.
Eg heyrði einn hana gala
þá hljóp eg götuna:
Mest sjáðu við kaunum kvala,
kjós hvað þér er best,
vakta þig þeim vegi
sem víður og opinn stár.
Sá múr er mætur og klár.
5.
Hann [?] fæsta [?] fékk mér þetta,
eg fór sem hugurinn bað.
Eg hugði, hvað kann pretta
í hollum þessum stað?
Sá víði er vegurinn greiður,
veit eg hann margur fer.
Eins mig að honum ber.
6.
Hljóp eg hraður á fæti,
hugði um enginn grið.
Þó sá eg að soddan stræti
snöggt bar ofan á við.
Áður en aftann kemur,
ekki eg þess dyl,
fellur fleira til.
7.
Eg sá hvar móður maður
á mesta skeiði rann.
Einhyrningur hraður
í hættu elti hann.
Fram af breiðu bjargi
hann barst á þeirri leið.
Eg hugði hann hlyti deyð.
8.
Mig fýsti að fá hið sanna
að fregna um þennan mann.
Eg gjördi klungrin kanna
og kom þar sá eg hann
hanga í háu bergi
á hríslu litlum kvist.
Í hættu hann var víst.
9.
Hans fljótu studdust fætur
við furðu lítinn stein.
Eg gaf og að því gætur
að gjá var under ein.
Þar gapte i grimmur dreki
og girntist manninn þann
sem i hættu hänga vann.
10.
Téð er í sannleik sönnum
eg sá hvar mýsnar tvær
með grimmum grógatönnum
gengu að báðar þær,
hvít og svört þær slíta
sjálfan kvistinn þann
á hverjum hanger hann.
11.
Sá eg og fjóra slanga
við sagðan körtustein.
Allir á hann stanga,
eykst af þessu mein.
Þeir vildu undan velta
veikri körtu þá.
Mun eg enn meira tjá.
12.
Þá í þungum kaunum
þjáði maðurinn gekk,
þakinn þessum raunum,
þegar líta fékk
úr aldinkvisti einum
og ofan detta fann
hunangs dropa hann.
13.
Mitt í munninn honum
mjúki dropinn rann
svo gleymdi greindum raunum,
gáði ei sorgar hann.
Eg láði honum losta þennan,
hann lét svo villa sig.
Eg sá ei sialfann mig.
14.
Þá eg í soddan sinni
sjálfur áfram fór
á reisu mætri minni
mektug kvinna stóð.
Adrei eg augum slíka
á æfi minni leit
í víðum veraldar reit.
15.
Hún ylmaði af balsam besta
med bjartast hárið frítt,
með gull og geðsemd mesta
og giæða klæðið sítt.
Faldur af fögru silki,
fræg og dýr i lund.
Mig furðaði hið fríða sprund.
16.
Mig vann svo vænleikur hennar
eg virti hana dýrstu snót.
Hugur í hjarta brennur
við hennar blíðu mót.
Fár míns fyrra granna
fljótt úr geðinu brá
medan eg meyna sá.
17.
Hún bauð mér fylgi og frama
í ferð vera með sér.
Við settum þennan saman,
snót vík góðu mér.
Allt hvað eftir beiddi
átti [!] eg á því völ
fyr utan alla dvöl.
18.
Eg fór svo ferða minna
fram á sömu leið.
Mig æskan gjörði ginna,
hún gáði ad öngri neyð.
Vegurinn tók að versna,
vorkynntist eg þá
þegar eg þetta sá.
19.
Óvina illur fjöldi
æddi á móti mér
leon mig löngum [!]
á leiðinni þetta sker,
þá brúðurin sá eg særðist,
í soddan mædi og pín
hún breytti [!] brögðum sín.
20.
Mig spurði spjaldatróða
spök í lyndi og væn:
Fékkstu mig fram að skoða
með fögur klæðin græn.
Bak mitt bið eg þig líta
hvort balsam ylmar þar
eins og framan var?
21.
Sem sér snótin vendi
snöggliga brá fyr mig
ódaun af illu kvenndi
og andstyggð herfilig.
Öll innyflin flökktu
út af hennar búk,
svo var sætan sjúk.
22.
Gegnum grafið af ormum
get eg að hjartað var,
eins af innstu þörmum
eitur og fýlan bar.
Hvarf mér haturskvenndi
hafandi soddan mál:
eg heiti veraldar brjál.
23.
Kátlega kom mér þetta
kalls og illskuspil.
Brögð voru búin pretta,
bar þó fleira til.
Karl med kylfu stóra
kom og sló mig fast
svo í öllum beinum brast.
24.
Sá kallinn hrakti og hrjáði,
hrökk eg undan þá.
Seint eg að slíku gáði
sem nú kom uppá.
Undir slíku oki
eg eymdarfullur grét;
mest á móti lét.
25.
Í þessum þungu raunum
það heppnaðist mér;
á aldinkvisti einum
eg sé hvar að er
fögur og dægileg dúfa,
dyggðir margar bar,
eg merkta hún mektug var.
26.
Hún söng med sætri raustu:
sé eg mæði þín,
hvað hrelling mikla hlaustu
hlaðinn hættri pín,
snúðu af veginum vonda,
víktu á hina leið,
sú er gatan greið.
27.
Hún vísaði mér vegu
af vondum hættustig
og sagdi af soddan óvegum
sem fángað höfðu mig.
Hún útlagði mér allar
undur og sjónir mín
svo létti ljótri pín.
28.
Því vil eg Ìtum inna
mitt auma ferðalag,
hvað mig gjörði að ginna
giálífis illa plag,
hverninn heimur hættur
hefur mig illa villt
og góðu gagni spillt.
29.
Sjö dagligar syndir
sárt hafa flekkad mig.
Sú illa Adams myndin
á mér sÌndi sig.
Hold vellystingin vonda,
hún vafði mig sér á skaut,
eg rataði ei rétta braut.
30.
Sá hani eg heyrði kalla
þá hljóp eg götuna mest,
má hann merkja alla
mér kenndu ráðin best,
foreldra og fleiri
mig fræddu á ungdóms tíð
í æru árl[a] og síð.
31.
Sá maður eg fyrr um mælti
merkir að vísu þann
sem ólmur dauði eltir
einn og sérhvern mann.
Fimur er hann á fæti,
fer sem einshorns dýr,
aldrei er hann kyrr.
32.
Sa dreki djöfulinn þýðir
i djúpri liggur gjá.
Hann girnist gleypa um síðir
þann grandið stríðer á.
Gjáin er grimmt helvíti
sem gapir á móti þeim
sem elska auman heim.
33.
Það litla mannsins lífið
læt eg hríslukvist
umvafið eymdarkífi
ei veit nær burtu skýst.
Nótt og dagar naga
nauma lífsins rót,
hvar er í heimi bót.
34.
Hunangs seimurinn sæti
sem að maðurinn fann
er holdsins hætt sælgæti
sem hindrar sérhvern mann
er ágirnd fylger illri
og elskar hennar ráð
svo fær ei friðar gáð.
35.
Mey sú mannvænliga
mælti eg fyrri af
er veröldin viskutrega
vill oss draga í kaf.
Fögur í fyrir að lýsa,
fellir margan þann
sem áður virðing vann.
36.
Bakið var fullt med fúa,
furðanligt þad er.
Þá veröldin vill sér snúa
veit eg að þetta skér:
Angrið mest vill mæða,
mun hún svikul þá,
bæii fölsk og flá.
37.
Leon sem leit eg hlaupa
ljótur djöfullinn er,
grimmur vill gjarnan steypa
í grand kvalanna mér.
Synda sárlig freistni
og sjálfs míns holdið valt,
mér amaði þetta allt.
38.
Ofan á angrið þetta
annað vildi til,
krossins kylfan þétta
mig keyrði i sorgarhyl.
Hvað margfaldliga hún mæddi
mig i sinnisreit,
það guð minn glöggvast veit.
39.
Þegar eg var svo þjáður
i þungri sorgar lín
andinn guðs míns góður
mig gjörði að svipta pín.
Hann er* heilög dúfa,
mér hjálpaði á rétta leið
úr næsta þungri neyð.
40.
Hann er huggun manna,
hann er ljósið best.
Það munu seggir sanna
sem sorgin mæðir flest.
Ef hann oss ei gleður
einginn vinnst þá bót
sem huggi hyggju rót.
Finis.