Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Síraks rímur 13

Þrettánda ríma [Jesús Síraksbók í rímur snúin]

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Yrk eg brag með annað slag þó erfitt vinni
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Rímur

Skýringar

Rím stundum aaa
1.
Yrk eg brag með annað slag þó erfitt vinni.
Í þrettánda þessu sinni,
þjóðum být ég ása minni.
2.
Safnast hvað sem er mann að og iðkar þrátt,
mun svo kornið margt og smátt
mælir stóran fylla brátt.
3.
Yggjar fengur áfram gengur ekki að síður,
lengist þeim er bragsins bíður,
byrjar smátt en tíminn líður.
4.
Orðum ráði eilíf náð en annar enginn,
ljóðamálsins stilli strengi
er stirðar gáfu raddir lengi.
Þrítugasti og þriðji kapituli
5.
Hvör sem nemur og til sig temur tállaust vinna,
að óttast Guð og ætíð sinna
æðsta náð mun gjarnan finna.
6.
Hvör sem stundar glöggt og grundar Guðs orð hreina
saðning fær og sviptir meina
en sviksamlegir spilling eina.
7.
Vel guðhræddur verður fræddur um vísdóms parta,
lýsir ríkt í reyndu hjarta,
réttlætið sem ljósið bjarta.
8.
Við ávítanir illa unir óguðhræddur,
þykist vel til varna bræddur
vondra manna dæmum klæddur.
9.
Ráðin gegn einn góður þegn vill gjarnan þiggja,
ei kann dárinn að sér hyggja
í ódáðum þó gjöri að liggja.
10.
Að sé gáð fyr utan ráð þó ekkert vinnir,
svo öngva síðar iðran finnir
unnins verks er kenndu svinnir.
11.
Vík þér frá þann veg að gá sem von er falla,
steinum hjá með stilling alla
stöðvir þig en hlaupir valla.
12.
Treystu síst þó vegurinn víst sé vænn að sjá,
brautin slétta bregðast má
börnum líka seiðtu hjá.
13.
Hvað sem beint í brjósti hreint að byrjar þú
treystu Guði af góðri trú
gæfusöm er hlýðnin sú.
14.
Hvör sitt traust vill hættulaust á herrann festa
og honum sýnir hlýðni mesta,
hann mun gott í öngvu bresta.
15.
Skaðlegt bann er hendir hann sem hræðist Guð,
í freistingunni finnur lið
því fullting Drottins hjálpar við.
16.
Hugvits skýr sér hvörgi snýr frá herrans orði,
öðrum hræsni í hrinda þorði
hafs sem bylgjan snekkju borði.
17.
Fyrri sjá þú efnið á en um það ræðir,
undirvísun ef þig fræðir
andsvör betur greiða næðir.
18.
Fávíss manns er hjarta hans sem hjól á vagni,
hleypur í kring af heimsku magni,
hugrenningin fjærri gagni.
19.
Hestur graður hneggjar hraður hrossum móti
og hræsnarinn í hvörju hóti
háðsmanna vill kallast nóti.
20.
Soddan ráð og sagna háð þeir saman bera.
Hvað má daginn helgan gjöra?
Heldur einn en annan vera?
21.
Viskan stærsta herrans hæsta hefur slétt
aðgreiningar á þeim sett,
ártíðir svo standi rétt.
22.
Hann hefur völd um helgihöld og heilög fræði,
árs daga fyr orðsins sæði
útvalið og helgað bæði.
23.
Eins og mold er Adams hold og allra manna,
á þeim að gjöra greining sanna
Guði mátti enginn banna.
24.
Hann hefur dáð og nægðar náð þeim nökkrum býtt,
helgað, blessað, hafið og prýtt,
til hollra þjóna kjörið og nýtt.
25.
Suma í bann og bölvan hann með bræði seldi,
stéttum frá og stóru veldi
stolta menn hann ofan felldi.
26.
Öll er þjóðin ill og góð í herrans hendi,
leirsmiður svo límið renndi
sem lystir hann og menntin kenndi.
27.
Skepnan manns er skapara hans í skæru valdi,
hvörjum trúi eg hann gefi og gjaldi
sem gegnir best og vill að haldi.
28.
Guð hefur rétt hið góða sett í gegn því illa,
dýrðlegt líf má dauðann stilla,
dyggur bæta en vondur spilla.
29.
Drjúgum merk þú dýrðarverkin Drottins sæta,
eiga tvö sem að má gæta
öðrum tveimur jafnan mæta.
30.
Stoltum býð eg stjórnar lýð í starfi sínu
vel að hlýði máli mínu
meðan eg þýði þarfa línu.
31.
Ektakvon, þinn eigin son og ástmenn góða
öngva lát þú yfir þig bjóða
uns þú heldur lífsins gróða.
32.
Fé þitt allt þú öngvum skalt til eignar veita,
eftir á fær þú iðran heita
ef til þeirra þarft að leita.
33.
Uns að máttur og andardráttur endist þér
öngvum manni ef auðna lér
undir gef þig sjálfur hér.
34.
Betur þarfar þín að arfar þurfi við
heldur en þú af þínum nið
þiggja verðir hjálparlið.
35.
Auk þér byr og orðlofs styr af auði þínum,
volaður margur vefst í pínum
er villtur sleppir heiðri sínum.
36.
En sem hallar hel og kallar höldinn á
ríkdómi að rýma frá
réttvíslega skiptu þá.
37.
Asna heyrir knappa keyri, klyf og fóður,
þrælnum brauð er þreytist móður,
þarfastarf og aginn góður.
38.
Fylg þú að við þrælinn það er þjóna skyldi,
ónáða þig ella vildi
og aktar sig í stóru gildi.
39.
Hálsinn sveigja bönd og beygja bernsku hót,
en stafur og keyri styrfinn þrjót
starfi kjörinn en öngri bót.
40.
Verkafausi vinnulaus ei vil eg að geysi,
illt margt kennir iðjuleysi,
ólán trú eg svo margur reisi.
41.
En þó sekt og ofboð frekt skalt öngvum setja,
forgengur hin harða hetja,
hófið ofsann láttu letja.
42.
Þjón þinn ver og vernda hér sem verða kann,
seggja hvör sem særir þann
sjálfs þíns lífið meinar hann.
43.
Halt hann rétt sem hæfir slétt og hans er lið.
Aðstoð slík þér eflir frið
eins og lífsins þarftu við.
44.
Hitt svo fer ef hófi verr er haldinn drengur,
hann bregður vist og burtu gengur,
byrstur vill ei þjóna lengur.
Þrítugasti og fjórði kapituli
45.
Heimskuríkur sjálfur svíkur sálar hreysti,
dárleg von frá Drottni leysti
á drauma hvör sem gjarnan treysti.
46.
Hvör sem auma heimsku drauma hugsar á,
skuggann greitt vill grípa sá
og geystum vindi hyggst að ná.
47.
Sinni blindu sannleiksmynd í svefni gjöra,
logið saurugt sjónum bera
er satt kann ei né hreint að vera.
48.
Drauma spá er spottleg þrá og spillir ró,
hugsun gjörir þunga þó
þar sem nökkuð undir bjó.
49.
Öngva akt né visku vakt þeim veita ber
ef þeir koma ekki þér
af innblæstri þeim helgur er.
50.
Ei er dyggð við drauma lygð að drýgja ást,
er margan sveik og seggjum brást
að svefnórum er vildu dást.
51.
Guðs orð kennt og lýðnum lént er leiðsögn rétt,
sé því fylgt sem fram er sett
en forsmá draum og lyganna prett.
52.
Reyndur mest mun ráða flest og rekka fræða,
vel lærður til vísdóms gæða
viturlega kann að ræða.
53.
Skammsýnn maður skilningsstaður skynjar fátt,
villu andar vekja þrátt
vandræði á margan hátt.
54.
Forðum þar eg villtur var frá visku brunni,
fánýtt flutt eg margt af munni,
meira nám en segja kunni.
55.
Sé eg nú um sannleiks trú að síst má blanda,
guðhræddir hafa góðan anda
á grundvallaðri visku standa.
56.
Helgir festa hugsun besta í hyggju rann,
sína von að setja á þann
er sannarlega hjálpa kann.
57.
Guðrækinn sá gjarnan vinnur góðsemd eina,
ei þarf skelfing óttast neina
því einn er Guð hans traustið hreina.
58.
Vel guðhræddur sælu saddur segjast má,
Drottins augu yfir hann sjá
og öflug vernd er slíkum hjá.
59.
Hita í gegn er herrans megn þeim hulning fest,
svali og tjaldbúð mæddra mest
á móti föllum stuðning best.
60.
Gleðinnar hægð hann gefur af nægð sem girnd til stæði,
andlit glatt og bragðið bæði,
blessun, líf og heilsugæði.
61.
Eilíf dýrð af öllum skýrð sé æðstum Drottni.
Loðins skeið í lesning brotni,
lýði menn þó kvæðið þrotni.