Síraks rímur –– Þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 3

Síraks rímur –– Þriðja ríma

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Þriðja verður þáttar háttinn þjóð að heyra
bls.368
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur

Skýringar

Ríman er undir braghendum hætti samrímuðum óbreyttum nema fyrsta vísan sem er frumaðalhend (með alrím í þriðju og fjórðu kveðu frumlínu).
Þriðja ríma
1.
Þriðja verður þáttar háttinn þjóð að heyra,
vera kann þeim veitist meira
sem vilja ljá til heyrnar eyra.
2.
Enginn hati efnið gott fyrir orðgnótt stirða,
þeim er gáfur herrans hirða
hæfir slíkt til góðs að virða.
3.
Ráði Drottinn ræðu og heyrn með ríkri mildi,
læri börnin lærdóms gildi
er ljúfur faðirinn kenna vildi.
Sjöundi kapituli
4.
Gjör ei illt svo annað slíkt þig ekki hendi,
þeim er órétt aldrei kenndi
óhamingjan fjærri lendi.
5.
Rangindum þú hafna helst því höldar finna
á svika akri, ef sáning vinna,
sjöföld launin verka sinna.
6.
Til iðju Drottins innþrengstu ei ókallaður,
hjá kóngi vertu varla hraður
að verða fólksins stjórnarmaður.
7.
Þeygi skaltu þykjast góður í þanka sléttum
né vel fallinn í vanda stéttum
af visku þinnar mætti réttum.
8.
Ófús vertu yfirdómari illra þegna,
öll rangindi máttu ei megna
að mýkja rétt sem best kann gegna.
9.
Höfðingsmanninn hræðast kynnir hann að styggja
og réttinn niðri láta liggja
en lastyrði af mönnum þiggja.
10.
Upphlaups valdur vertu ei með vondskaps hætti.
Samdráttur sá sjaldan bætti
en synd þín tveföld verða mætti.
11.
Óhegndur mun enginn sá sem illsku hvetur.
Æðstur Guð ei aktar betur
offur hans né dýrra metur.
12.
Í bænum vertu óefaður og ástúðlegur,
til ölmösu ekki tregur,
er það hvörjum giftu vegur.
13.
Hæð ei þann sem hryggðir ber um hjartans setur,
sá er einn sem öllum betur
upphafið og lækkað getur.
14.
Lygi skaltu ljúfum vin ei ljósta á móti,
vömmin sú með verstu hóti
vináttu góða hygg eg brjóti.
15.
Hjá þeim gömlu hjala margt er heimsku siður,
né þrámálugur þá þú biður,
það má hinum líka miður.
16.
Þó þér verði bágt um brauð og björgin þver
lát það ekki lynda ver
sem lifanda Drottins skikkan er.
17.
Fulltreyst ei á fjölda liðs né færleik handa,
þeirra er með þér góðu granda
því guðleg hefnd mun nærri standa.
18.
Af hjarta þú þig lítillæt og lækka heldur
því ormabit og eisueldur
óguðrækum hefndir geldur.
19.
Fróman vin þú forlegg ei fyrir fégirnd neina
né trúan bróður í táli reyna,
þó takir á móti gullið hreina.
20.
Húsfrú góðri hafna ekki hvað sem veldur.
Skynsöm kvinna kostar heldur
en kynja góss og ægis eldur.
21.
Haltu vel þinn hollan þjón sem hlýðinn vinnur,
unn þú honum ekki að minnur
alúð hans ef við þig finnur.
22.
Gæt þú vel þíns fengins fjár og föllum ver.
Ávöxt góðan ef það ber
eiga skaltu og nýta þér.
23.
Láttu hvörn þinn ljúfan soninn lærdóm fá,
börnum hálsinn beygðu á
best á meðan þau eru smá.
24.
Lifnað dætra líka geym og lát ei granda,
ven þær öngvum illum vanda
en æru og dyggð til munns og handa.
25.
Þeirra ráð skalt festa fús og freistni svifta,
hvað Guð vill þeim velja og skipta
og vel skynsömum manni gifta.
26.
Hafir þú kvinnu kæra þér af kostum beggja
skaltu ei fyrir óðal leggja
ef á það vill þig nökkur eggja.
27.
Hollan föður heiðra vel í hjartans inni,
minnstu hvörsu móður þinni
mjög varst þungur nökkru sinni.
28.
Af foreldrunum mun þú fyrst þig fæddan vera,
kanntu jafnt þeim gott að gjöra
er gjarnan fyrir þér hugsun bera.
29.
Til herrans ótta haf þú girnd af huga mestum
og presta hans með háttum flestum
í heiðri þeim þú kynnir bestum.
30.
Skapara þinn þú elska einn af öllum mætti
og yfirgef þann með öngvum hætti
sem orði Drottins þjóna ætti.
31.
Kennimenn þú akta átt en aldrei reita,
boðnar skyldur viljugur veita
og verkalaun þeim ekki neita.
32.
Aumum réttu hjálparhönd af hvörs kyns gróða,
nægðar blessun Guðs ens góða
gefst þér bæði og vingan þjóða.
33.
Velgjörð þína votta þeim er veikir deyja,
hugga þá í harmi þreyja
og hryggst með þeim er sorgir beygja.
34.
Sjúkramanni víst að vitja vertu hraður,
sá mun þjóðum þekkur maður
til þessa verks er aldrei staður.
35.
Hvört það verk sem helst kann þér í hjarta að byggja
fyr endalokunum áttu að hyggja,
ei mun þig það síðar hryggja.
Áttundi kapituli
36.
Við ofmenni auktu ekki orðarimmu.
Hann er vís í heiftardimmu
að hegna þér með afli grimmu.
37.
Við höldinn ríkan hættu ei að halda kífi,
að hans heift ei á þig drífi
og of þungur sé þínu lífi.
38.
Féð svo tælir margan mann og maktin ríka,
með kappi herðir kempu slíka
og kónga hjörtum bregður líka.
39.
Þrátta ei við málskapsmann svo miður færi,
forsóttur sá varla væri
við sem að hans eldi bæri.
40.
Orða hjali hirtu ei við heimskan býta.
Hann má það af námi nýta
næsta sjálfs þíns ætt að líta.
41.
Bregð þeim ekki um búna synd er betran gjörði,
réttinn ei þó herrann herði,
hvör mann trú eg sakaður verði.
42.
Forsmá þú ei ellina í æskutíð,
hana girnist hvör um síð
hún þó lítist fæstum fríð.
43.
Helförum þíns heiftarmanns þú hlakka eigi,
annar meir þó aldur teygi
allir trú eg um síðir deyi.
44.
Hyggins ræðu hafna eigi í hag þér færa,
þar af máttu mannvit læra
hjá mektugum er hentust æra.
45.
Gömlum skaltu hrósast ei að hyggju hærri,
er mennt af feðrum fengu stærri
fordild þín mun þessu nærri.
46.
Af þeim heldur hugvit nem og háttu góða,
gegndar andsvör greiða og bjóða
ef gunnar nökkrir til sína hljóða.
47.
Heiftar eldinn ómildra skalt ekki kveikja,
soddan kann þér sinni veikja
og sjálfan þig með þeim að steikja.
48.
Hæðinn mann og illskugjarnan ertu eigi
svo ekki snúi hann orða vegi
og efnið þér til vonda sveigi.
49.
Þér voldugra víst að lána vertu þver,
góss það honum greiddir hér
glatað máttu reikna þér.
50.
Í borgun ganga megni meira máttu valla
ella skalt ei heitum halla
og hugsa vel um greiðslu alla.
51.
Við dómarann vekja mál mun varla tjá
því menn leggja úrskurð á
eins og þeir hans viljann sjá.
52.
Með fífldjörfum í för að vera forðast skalt,
svo dirfska hans og dárið valt
dragi þig ekki í klandrið kalt.
53.
Við reiðinn dára deil þú ei né drag til ferða,
bilar hann ekki blóð að skerða,
bjarglaus máttu myrtur verða.
54.
Ráðagjörð við heimskan hal þá hafðu síður,
alhuga þér öngvan býður,
er þér frá þá stundin líður.
55.
Fyrir gestum það ei gjörðu neitt sem girnist leyna,
þeim þú veittir bestan beina
bakmálugan kanntu reyna.
56.
Birt þinn ekki hjartans hug fyrir hvörjum manni
óþökk kann þér gjörða granni
grandvarlega þó hug þinn kanni.
Níundi kapituli
57.
Að vandlæta um húsfrú holla hæfir lítt,
alið hart en ekki blítt
ósamþykki veldur títt.
58.
Eiginkonuna ekki láttu yfir þig bjóða,
halt það ei fyrir hegðun góða
að herra þinn sé bauga tróða.
59.
Lausakonur forðast frekt svo fallir ekki
í snöru þeirra og sneypu hrekki,
snotra þó það stundum blekki.
60.
Ven þig ei til kveðendiskonu kært að láta,
svo á festist í öngvan máta
áreitingum hennar játa.
61.
Sprokset ekki jungfrú frekt en fýsni spara,
helst við hórum vel þig vara
ef vilt ei þínu fyrirfara.
62.
Gættu lítt að giftra kvenna girndar prýði,
hún hefur gabbað löngum lýði
og lostann kveikt þann ekki hlýði.
63.
Öldrykkjur með annars kvinnu elska eigi,
svo hjarta þitt ei víki af vegi
og villtan þig til syndar teygi.
64.
Gef þú ei frá þér góðan vin er geymdir lengi.
Víst er ei að vaxi gengi
við þann nýja er síðar fengi.
65.
Fersku víni vinurinn nýr hann viðlíkst getur,
megi hann eldast margan vetur
mun þér síðan smakkast betur.
66.
Vonda láttu ei víkja þér með vegsemd sinni,
óvíst er hvör afdrif finni
um það síðast lokunum linni.
67.
Langt sé gjörðir guðlausra frá geðinu þínu,
sem inna ei bót á efni sínu
uns þeir fara í heljar pínu.
68.
Hald frá þeim sem hafa til vald í hel að færa,
svo ugglaus megir þig alltíð hræra
og enginn þínu lífi bæra.
69.
En verðir þú að vera við hann með vilja bestum,
varfær sért í verkum flestum,
þar veistu þig í háska mestum.
70.
Lærðu að þekkja þegna hvörn en þeygi ginna,
vanti ráð til verka þinna
vísan spyr og muntu finna.
71.
Fá þér tal við forsóttan er flest alls gáði,
öllu þínu efni á láði
orðin Drottins jafnan ráði.
72.
Glaðvær vertu góðum hjá með guðrækninni.
Herjans verður hróðrar minni
hvílast enn í þriðja sinni.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 368–372)