Önnur ríma [Jesús Síraksbók snúin í rímur] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 2

Önnur ríma [Jesús Síraksbók snúin í rímur]

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Annan fer eg að efna í brag
bls.365
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sums staðar er rímið aaBB
Önnur ríma
1.
Annan fer eg að efna brag,
orð mín Drottinn færi í lag,
góð svo verði á greinum skil,
gefi þeim náð er hlýða til.
2.
Efni vort er andleg kurt,
Amors kvæðin drífur burt
verkun þessa vinnulags,
vík eg því til bókar strax.
Fjórði kapituli
3.
Guðs orð lærir gjarnan sá
er girnist sannan vísdóm fá,
skynsemd góð og gagnsamlig
glöggt svo lætur merkja sig.
4.
Eins og vatn í eldinn stökkt,
allan fær um síðir slökkt,
ölmusan með einnri grein
afmáir svo synda mein.
5.
Á mildleik þinn og miðlað fé,
minnist Guð þó síðar sé,
umbunari alls um heim
frá ólukku mun hjálpa þeim.
6.
Arfi kær, ef áttu brauð
auman lát ei líða nauð,
illviljaður vertu ei
voluðum manni að segja nei.
7.
Angra þann og auka styggð
sem armóð ber og hvörs kyns hryggð,
soddan skaltu sjá þig við
og seinka ei að veita lið.
8.
Þá neyðstaddur um næring biður
neitaðu ei að hjálpa viður;
harðúð þína kæra kann,
Kristur mun þá heyra hann.
9.
Varastu þó værir framur
að vera í rétti þrætusamur,
af dyggð þú heiðra dómarann
því Drottinn bauð að akta hann.
10.
Fátækum skalt leggja lið,
ljúfur hlýða og styðja við,
vinsamlega veita ans
viljagóður máli hans.
11.
Ofríki ef einhvör líður
árna góðs og gleymi þó síður,
einarður sem er þér sett
allra mál að dæma rétt.
12.
Föðurlausra faðir sért,
feðgin þeirra ræk þú bert,
kæran hefur þá herrann þig
heldur en móðir eiginlig.
13.
Upphefð veitir viskan dýr,
við tekur þeim móti snýr,
þar með orkar ein til sanns
að indælt verði lífið manns.
14.
Þeim sem henni fylgdi fast
fremd og heiður aldrei brast,
áform gengur allt í vil
því almáttugur hjálpar til.
15.
Herrans orð sá heiðra kann,
hans þjónustu rétta fann,
hafi hann þau í hjarta kær
hylli Guðs í móti fær.
16.
Visku hvör sem höndlað getur,
hann má fræða fólkið betur
og til hennar heldur sér,
háskalaust mun búa hér.
17.
Fær sá hana er fyrr og síð
falslaus reynist allan tíð,
vel mun löngum láta þeim
lýðum hans sem byggja heim.
18.
Reynir hún hann með refsing fyrst
rétt sem væri þung og byrst,
inntil þess hún allan þann
eflaust finnur falslausan.
19.
Síðan kemur og huggar hann
og heimugleik sinn birta kann
en ef reynist ótrúr sá
yfirgefnum hún gengur frá.
20.
Geym þú tímans ráð og rök,
í rangri vef þig aldrei sök,
skammast ei þó sakaður sért
sannendin að játa bert.
21.
Sem það manni sum hvör blygð
synd er talin en ekki dyggð,
af óeinurð svo maðurinn má
mikla nauð og sæmdir fá.
22.
Á þér vinni enginn svig
til óstaðfestu að fæla þig,
skyldir þú fyr skelfing þá
skaðsemi og sneypu fá.
23.
Réttu fylg þú alltíð að
og einarðlega játa það;
frelsast sá sem saklaus er
þá sannleikur fæst opinber.
24.
Sönnu skaltu ei mæla á mót,
minnkun þó þér verði skjót,
líð þú heldur hneykslið illt,
í hvörri sök sem fórstu villt.
25.
Blygðast ei við þegna þing
þína að kennast ávirðing,
þér mun lítil þekknisbót
þungum straumi að kippa á mót.
26.
Hafðu ei við heimskan mök,
honum að þjóna í rangri sök.
Allt til dauðans elska satt
og mun Guð þig verja hratt.
27.
Líkst ei þeim er löngum kann
lofgjarn vera við sérhvörn mann,
með brúki miklu býðst þar til
en bilar að gjöra nökkur skil.
28.
Vargur hússins vert ei þú,
né víkingur við heimahjú
og þyrstur eigi að þiggja margt,
þar með naumur og veita spart.
Fimmti kapituli
29.
Fulltreyst ei á fjárins nægð,
á föngum þó þú hafir hægð,
girndum vondum gakk ei nær
að gjöra það allt sem beiða þær.
30.
Hugsa þú ei þótt hefðir megn:
Hvör kann mér að standa í gegn?
Hæstum Guði hefnd sú ber,
hann mun sjálfur refsa þér.
31.
Hælst ei um að höldar þeir
hefndarlaust þó syndga meir,
en þó Guð sé gæskuríkur
grandalaus mun enginn slíkur.
32.
Uggandi vert ei að síður
óströffuð ef syndin bíður,
töf þá lát ei tæla þig
að treysta framt á glæpastig.
33.
Hættu ei við hugsun þá:
Herrans náð er nóg að sjá;
hvað sem illt eg hefst að hér
hann mun aldrei refsa mér.
34.
Eins sem er til gæsku greiður
Guð svo brátt kann verða reiður.
Er sú heiftin ekki góð
og endalaus við vonda þjóð.
35.
Dvel því ekki dægur hér
til Drottins aftur að snúa þér,
furðu bráð er heiftin hans
þá hegna vill hann syndum manns.
36.
Illa fengnum auði og seim,
ekki dugar að treysta þeim,
nær þig fæla freistingar
fullting hans er ekki par.
37.
Vindur hvör ei veifi þér,
volyndum svo háttur er.
Ræðan stöðug standi þín,
staðfesta er gáfan fín.
38.
Hlýttu því þér heyra bar
en hasta ei að greiða svar,
undirvísa um annars sök
ef þú veist til betri rök.
39.
Sakarveg ef sér þú þann
seg þeim til er ekki kann,
en ef skynjað glöggt ei getur
geym þá þögn og fer svo betur.
40.
Ræðan hefur til heiðurs mann,
hún og líka lækkar hann;
tungan er þér eiginlig
en þó sjálfan fellir þig.
41.
Sagna kvisi sjá þú við,
sögvís tungan brýtur frið,
bakmálugur margan mann
meir en þjófur skaða kann.
42.
Áeggjun þá forðast fast
að finna um vin þinn lygð og last.
Mælgi sú er vonsku vegur
til vanvirðu sem manninn dregur.
Sjötti kapituli
43.
Þykjast vís og velfallinn,
víta og straffa aðra menn.
Vammir slíkar varast skaltú,
völt er manni hrósun sú.
44.
Eitraður sá illur þegn
ólukku sér fær í gegn,
af ofsa þessum allmjög herður
óvinum að spotti verður.
45.
Hins er athöfn ástsamleg
sem öllu snýr á betra veg,
slíkum manni öldin ann
og allir tala gott um hann.
46.
Hald þig vel sem verða kann
vingjarnlega við sérhvörn mann.
Á hundrað ef þig öngvan brast
einum varla trú þú fast.
47.
Á öngvan setjir trausta trú
tryggvan þann ei reyndir þú;
vinur er margur vel þá gengur
víst í neyð en ekki lengur.
48.
Margur vin ber illa art
og annar kann að verða snart,
viti hann af þér myrtan mann
mundi hann birta gjörning þann.
49.
Matborðsvín bera valta lund
og víkur frá á neyðarstund;
hollur læst og glaðvær gestur
gengið meðan að ekki brestur.
50.
Nær þín makt og matbjörg þver
mótfall veitir gjarnan þér,
minnist lítt á langa ró
en læst í öngvu fundinn þó.
51.
Heiftarmönnum halt þig frá,
hollum við skalt einninn sjá.
Vígi traust er vinurinn góður
og verða mun þér fjárins sjóður.
52.
Vinur trúr, sá vildur er,
verður ei með góssi hér
borgaður þó besta fé
bjóði menn að láta í té.
53.
Hann er þeim er haldið fær
huggun lífsins einkakær,
soddan vinur góður og gegn
guðhræddum mun veitast þegn.
54.
Þeim sem herrann hræðast rétt
hyllin manna fellur slétt,
eins og hann er trúr í tryggð
tállaus verður vina dyggð.
55.
Hlýðinn sonur, heyr þú mig,
heilög viskan fóstri þig,
hennar skóla ef halda mátt
hygginn muntu verða brátt.
56.
Hlýtur þú fyrir hennar fund
að hafa mæðu um litla stund,
síðan eftir þrautir þær
þekkan ávöxt sem aktað fær.
57.
Heimskum beisk er hún að sjá,
hirðulaus þar sneiðir hjá,
margur visku hrósar hátt,
af hennar dyggðum skynjar fátt.
58.
Kæri son, eg kenni þér,
kostgæf þú að hlýða mér,
viskunnar með vegleg bönd
vef þú bæði fót og hönd.
59.
Undir hana beyg þú bak
en böndin ekki af þér tak,
af öllu hjarta haltu til
á hennar vegum greiða skil.
60.
Eftir henni ávallt spyr,
umgang hafðu um hennar dyr,
en þá frægust fengin er
forða því hún sleppi þér.
61.
Um síð af henni huggun hlýst,
hryggð þín öll í fögnuð snýst,
hennar bönd sem barstu hér
að bestum heiðri verða þér.
62.
Dýra húfu á höfði ber,
hennar fegurð veitist þér
og gullkórunan glæsilig,
gersemi þessi prýða þig.
63.
Ef þú henni hallast að
og hjartanlega stundar það
vissulega verður þú
vitur maður í réttri trú.
64.
Gömlum vertu gjarnan hjá,
þar góðan mættir skilning fá,
nær þú hittir hygginn mann
hafðu löngum tal við hann.
65.
Guðs orð heyra gjarnan skalt
sem gagn er sálar öngvum valt,
viskunnar hin góða grein
geymd sé hjá þér hvör og ein.
66.
Skynsaman þá fundið fær
forðast ei að ganga nær;
far með honum út og inn
eins og væri herra þinn.
67.
Um hugsa þú allan tíð
orðið Drottins fyrr og síð.
Hann mun senda í hjarta þér
hvað sem helst að gagnlegt er.
68.
Vísdóm þann sem vildir fá
veita mun þér Drottinn þá.
Þanninn læt eg Fjölnis fund
falla hér um litla stund.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 365–368)