Síraks rímur – Fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 1

Síraks rímur – Fyrsta ríma

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Háttarlist með hljóðagrein
bls.361
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
Jesús Síraks bók.
Snúin í rímur.
Síra Jón Bjarnarson.

Fyrsta ríma

1.
Háttarlist með hljóða grein
hefur um stundir lengi
kallast mennt og íþrótt ein,
öktuð vel hjá mengi.
2.
Áður hefur sú Edda þént
Amors ljóða greinum,
því skal héðan af þessi mennt
þjóna Guði hreinum.
3.
Sómi er það sérhvörs manns,
þar soddan gáfur búa,
til æru Guði og orði hans
öllum kvæðum snúa.
4.
Vilda eg nökkur vísnaljóð
velja af orðasafni
og heilagt fræði þylja þjóð,
þó í Drottins nafni.
5.
Himneska ljósið hjartaranns
hjálpi gáfu minni,
svo að íbygging anda hans
öldin hjá mér finni.
6.
Siðgæðis þá sönnu rót
Síraks bók eg kenni,
ýtum veitir eðlisbót
andi Guðs í henni.
7.
Heilræðin sem henta best
hvörjum manni að læra
heilagur andi í henni flest
hefur oss viljað færa.
8.
Látum soddan Síraks þátt
sjást oss oft í hendi
er mjög loflegan lífsins hátt
ljúfum syni kenndi.
9.
Boðorð hans og barnaráð
býst eg fram að tína,
heilags anda helltur náð
hóf svo ræðu sína.
Fyrsti kapituli.
10.
Vísdómurinn allur er
af einum Guði sönnum,
eilíf viskan öllum hér
ógrípanleg mönnum.
11.
Sandkorn sjávar tína og tjá
trú eg það enginn megni,
dagana heims og dropa smá
sem detta í hvörju regni.
12.
Vel sá þetta viskan klár
og verða hvörsu skyldi,
jörðin víð og himinninn hár
og hafið í sínu gildi.
13.
Mannleg viska valin og hrein
vinnst þó hvörgi nærri
því speki Guðs er eilíf ein,
öllum hlutum hærri.
14.
Hennar brunnur orð Guðs er,
uppsprettan sú góða,
af himnum send í heiminn hér
til hjálpar aumra þjóða.
15.
Spekina vottar loft og láð,
lögur og hölda sveitir,
ástgjöf þessa eilíf náð
elskurum sínum veitir.
16.
Ótti Drottins er til sanns
upphefðin sú hæsta,
heiðursprýði höfði manns
og hjartans værðin stærsta.
17.
Hvör hann geymir sæll er sá
og sigri fær að hrósa,
í hættum dauðans hjálp mun fá
og herrans blessan kjósa.
18.
Ótti Drottins einka dýr,
upphaf vísdóms parta,
hjá völdum kvinnum viskan býr
og veltrúuðum í hjarta.
19.
Herrans ótti hefur í sér
hans þjónustu sanna,
unaðsemd í brjósi ber
og bætir hjörtun manna.
20.
Ótti Guðs er hvörs kyns hægð
og huggun sæt í raunum,
gætir manns í góssins nægð
svo góð sé von á launum.
21.
Hvör þann vísdóm höndla kann
hygginn vel má kalla,
lofsamlega lyktar hann
lífsins ævi alla.
22.
Rótin visku reiknast hér
rækni Guðs að fanga,
hennar kvistur blóma ber
best um eilífð langa.
23.
Sagður ótti syndum ver
og soddan hægir byrði,
Guði þekkur enginn er
sá án hans fundinn yrði.
24.
Óttalausum allan tíð
eftir fylgir sneypa,
metnaðurinn mun um síð
manni slíkum steypa.
25.
Lítillátum huggun hent
heppnast mörgu sinni,
ræmist vel hans visku mennt
þó vonir þætti minni.
26.
Orðið Guðs er illum þegn
andstyggð hjarta ranni,
dýrrar visku dyggða megn
dylst fyrir slíkum manni.
27.
Ef viltu, son minn, vísdóm fá
og vitur maður að heita
herrans boðorð hlýttu á
en hann mun skilning veita.
28.
Æðsta speki er ótti hans
og allra best siðgæði,
hugnast Guði hrein trú manns
og heilög þolinmæði.
29.
Herrans ótta ef hefur þú
með hræsni skalt ei blanda,
falslaust hjarta, heiður og trú
honum áttu að vanda.
30.
Orða og gjörða athöfn hrein
og átrúnað þinn vakta,
hygg svo vel fyr hvörri grein
en hræsnis lof ei akta.
31.
Hreyk þér ei með hræsni þá
svo hrósun megir þú hljóta,
Drottinn kann þig djarfan slá
og drambsemi þína brjóta.
32.
Hneyking þér er sönnust sú
ef svik þín augljós yrði,
fer svo þeim með falskri trú
föðurnum þjóna þyrði.
Annar kapituli.
33.
Ef gjörðum þínum girnist þú
til Guðs þjónustu snúa
þarftu frekt með fastri trú
við freistni þig að búa.
34.
Hugprýði og hófsemd góð
hygg eg ráð þér kenni,
veiklast eigi þó vilji þjóð
víkja þér frá henni.
35.
Hald þér fast við herrans dyggð,
herkinn munt þá vera,
alla þraut og þunga hryggð
þolugur skaltu bera.
36.
Gullið reynt í eldi er,
eins fer það um slíka,
þekkan Guði hvörn mann hér
hryggðin prófar líka.
37.
Treystu Guði, hjálp vill hann
hallkvæma þér senda,
sá hans götur ganga kann,
gott mun slíkan henda.
38.
Útvaldir munu allir þér
sem óttast Guð með sanni,
hins besta von yður búin er,
bregst sú öngvum manni.
39.
Af veldis náð og vilja hans
væntið alls hins góða,
hann vill reynast hjástoð manns
og huggun aumra þjóða.
40.
Langfeðganna leittu fram
ljósleg dæmin flestu,
ef hafa þeir nökkrir hitt í skamm
á herrann trúnað festu.
41.
Ellegar sá í eymdarpín
yfirgefinn væri
sem helgastan í hjarta sín
herrans óttann bæri.
42.
Forsmáð hefur hann aldrei einn
þann á hann gjörði að kalla,
ríkur af náð, til reiði seinn,
í raunum huggar alla.
43.
Illt er þeim er á Guðs náð
öngvan trúnað setti,
veltur svo það veika ráð
að verndarlaus hann detti.
44.
Laustrúaðir líta fá
lækning sálar meina,
hvör mun þeirra hjálpin þá
er herrann vill þá reyna?
45.
Ástmenn Guðs þeir eru til sanns
sem orðinu vilja trúa,
verkum eftir vilja hans
vanda rétt að snúa.
46.
Hræddir þeir sem heyra má
hjörtun lægja og beygja,
auðmýkt sanna einninn tjá
af öllum hug og segja:
47.
Í herrans kjósum hendur vér
heldur en manna að falla
því mikil svo hans miskunn er
sem menn hann sjálfan kalla.
Þriðji kapituli.
48.
Kæru synir, kristin börn,
kenning heyrið mína.
Hún er þeim ljúf og lukkugjörn
sem ljá til hlýðni sína.
49.
Vill það Guð og býður beint
að börnin jafnan skyldi
föðurinn heiðra ljóst og leynt
og láta í besta gildi.
50.
Einn veg skipar skaparinn þýður,
skýrt í allan máta,
hvað þeim maðurinn hlýða býður
halda vill hann láta.
51.
Hvör sem föður heiðra vill,
herrann mun þeim hlífa,
synda refsing engin ill
yfir hann kann að drífa.
52.
Gengur maður á giftuslóð
Guðs ef ráðin hirðir,
góðum mun sá safna sjóð
er sína móður virðir.
53.
Sá föðurinn heiðrar huggun má
heimta í bænum sínum,
Guð lætur þig giftu fá
og gleði af börnum þínum.
54.
Lífs von á hann langa hér,
lukka er ei að minni,
sá herrans vegna hlýðinn er,
hugnast móður sinni.
55.
Ótti Guðs í góðri stétt
gjörir oss þar til fróða
feðgin vor að virða rétt
og verðugan heiður bjóða.
56.
Aktaðu þau með orð og verk
og allri þolinmæði
svo þeirra bæn og blessan sterk
beggja hjá þér stæði.
57.
Blessan föðurs byggir rétt
börnum hús á jörðu.
Bölvan móðir brýtur slétt
þá banni mætir hörðu.
58.
Föðursins vamm og veikan mátt
varast skaltu að hæða,
heiður er meiri að hafa um fátt,
hylja slíkt og græða.
59.
Ef veitist föðurnum virðing sú
vegur er þinn að hærri,
móður ef ekki aktar þú
er það skömmin stærri.
60.
Heyrðu sonur, heilög boð
sem hef eg í ræðu minni,
föður þínum forlags stoð
fá þú í elli sinni.
61.
Hvörki veittu háð né styggð
honum á ævi sinni,
bættu fyr og ber með dyggð
þó bernslegt nökkuð vinni.
62.
Forðast þú þó frægri sért
að forsmá hann né styggja.
Hvað honum var til góða gjört
gleymt mun aldrei liggja.
63.
Mun þín verða minnst í þraut
og miskunn áttu vísa
en syndum þínum svipt á braut
sem sólin bræðir ísa.
64.
Hvör sem föðurnum einskis ann
og angrar móður sína
honum er dæmt af Drottni bann,
dauðlegt straff og pína.
65.
Son minn lát þér lynda best
í lágri stétt að standa.
Heimsins önnur fordild flest
færir mann í vanda.
66.
Minnstu þig við hafning há
helst að lítillæta,
herrann mun þér hollur þá
og heilsu þinnar gæta.
67.
Heilög Drottins höndin sterk
er hæstan allir játa,
mikil vinnur máttarverk,
mest fyrir lítilláta.
68.
Hugsa þú ei á hefðarstétt,
sem hærri er þínu megni,
stunda þá sem þér var sett,
það trú eg bestu gegni.
69.
Hvað skal þar að þenkja upp á
sem þér vill enginn vísa?
og embætti er öllu frá,
um það skalt ei hnýsa.
70.
Því öllu meiri er þín stétt
en orkir þú að vinna,
metnaður kann marga slétt
menn til falls að ginna.
71.
Hvör sá maður er hættir þrátt
í háskann sig að leggja
forgengur og fellur brátt
sem finnast dæmin seggja.
72.
Metnaðurinn manni vinnur
marga neyð að líða,
eina eftir aðra finnur
eymdarplágu stríða.
73.
Drambið ætla eg öllum valt
og afdrif verstu finni,
stuðlamálið stirt og kalt
standi hér að sinni.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 360–364)