Kvæði um pálmaviðinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði um pálmaviðinn

Fyrsta ljóðlína:Af pálmaviðinum Davið dregur
bls.354
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer,- þrí- og fimmkvætt aaaBB
Viðm.ártal:≈ 1600

Skýringar

Síðasta lína er viðlag.
Síðasta orðið viðrist vanta aftan á aðra línu fyrstu vísu ef hætti á að vera fylgt.
1.
Af pálmaviðinum Davíð dregr
dæmin góðum manni [–],
ávallt blómgast æskulegr,
þó illskan jarðar banni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
2.
Í mýrar leiri sá viðurinn vex,
vil eg hans telja dyggðir sex,
oss til næmis náttúrlegs
og nytsamt hvörjum manni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
3.
Sagt er hann blómgist sumar og vetr
í saurlendi sem greinir letr,
Davíð slíkt í diktinn setr
af dyggða ríkum manni,
að linist hann ei þó langar þrautir kanni.
4.
Þó beygður sé hann hann bendist víst,
brotna náir þó allra síst,
þolugur aldrei í þrautum lýst
þó hann sé ekki að manni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
5.
Verður ei hamlað vexti hans,
vér höfum þetta frétt til sanns,
hnekkt fær enginn heiðri hans,
hvör einn trú eg það sanni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
6.
Örðugur reisist upp á mót
þó á hann raunar borið sé grjót,
linast hann ei við hörku hót
nema hamingjan þetta banni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
7.
Góður maður með sæmdarsið
sannlega líkist pálmavið
sem þolinmæði, frægð og frið
festir í hjartaranni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
8.
Saurland kalla eg heimsins hátt
sem hinn guðhræddi berst við þrátt,
að því gefur sig oftast fátt
þó angurstundir kanni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
9.
Þó ýmist veltist aftur og fram,
ei finnst með honum last né skamm,
vill hann ekki vita sitt vamm,
svo virðist sæmdar manni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
10.
Sumarið máttu merkja hér
meðlætis að tíminn er,
hrokast hann ei né hreyfir sér,
þó hefð og æru kanni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
11.
Vetrartíminn mótgangs manns
merkja skal hér rétt til sanns,
sölnar ekki sóminn hans,
þó sút og nauðir kanni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.
12.
Þó heimurinn vilji þrykkja þann
og þvingan stranga líði hann
innan stundar uppreist fann,
allir trú eg það sanni;
linast hann ei þó langar þrautir kanni.