Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Bænarorð

Fyrsta ljóðlína:Þig guð Jesú, grátandi eg bið
Bragarháttur:Ellefu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBBccDDeeffO
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1600

Skýringar

Með lag: Ó, Guð minn herra, aumka mig
1.
Þig Guð Jesú, grátandi eg bið,
greiðlega veit minni öndu frið,
af því að ertu eini
æðst bót við öllu meini.
Syndin er stór, því situr stygg
sálin mín aum og yfrið hrygg,
lækning kann líf ei finna,
lát ei vægð þína linna.
Þú hefur heitið hlífðum mér,
hæsti Jesú Kristí, lof sér þér,
þyrstir mig eftir þinni náð.
Þú ert mitt heilla hjálpar ráð,
það er mín traustust trúa.
2.
Ómöguleg er eymdin mín,
ætíð eykst mínu holdi pín
Satan því sorg mér bruggar,
sálina enginn huggar.
Flýt þér Jesú, frelsarinn minn,
fyrir miskunnar kraftinn þinn,
út tak öndu frá heli
og úr kvalanna éli.
Helvítis gin mér horfir mót,
hrellir mig og svo syndin ljót.
Himnavist hef eg hraktur misst,
hér finnst í heimi engin lyst
er mig kann auman kæta.
3.
Rétt fæ eg ekki ráðið neitt
við raun er hjartað pínir heitt
hér undir himins hjóli,
hauðurs á víðum stóli,
utan það eg með ást og trú
inn flýi til þíns dauða nú
sem þú, signaður bróðir,
sárt leiðst fyr heims þjóðir.
Þar fæ eg lækning þýðlega
við þungum hugarins trega,
ljúfa því að þíns líkams sár
lykja úti allt andarfár,
það fyrr eg forþént hafði.
4.
Blóð þitt, Jesú, kann bæta allt,
banvænlegt stríð og angrið kalt,
hel er það hörðum dauða
en hjálp mektug þeim snauða.
Syndin kann það svipta makt,
svo hefur þú, Jesús, sjálfur sagt,
blóð mitt er borgun besta,
beint mátt þar trú á festa.
Mín sál, mín sál, þar minnstu á,
muntu þar stóra huggun fá,
þetta skrifa með þarfri tryggð
á þína hjartans innri byggð,
svo skaltu sælu finna.
5.
Eg vil þig biðja af innstum grunn
innis hlíðar og mínum munn,
útskúfa ei þínum þræli,
þú herrann Jesús sæli.
En þó eg hafi mikið og margt
móti þér brotið og gjört óvart,
eg mig samt þar upp á reiði,
að náð yfir mig breiðir.
Af því forléstu aldrei neinn
er þig iðrandi í hjarta hreinn
hefur beðið með hraustri trú,
heldur þér við honum snerir þú,
mér er það mesta gleði.
6.
Rétt er þín náðin ríkuglig,
reikna eg barn þitt vera mig,
því sjálfs þíns sárust pína,
syndina hylur mína.
Einninn þitt dýrsta dreyra blóð,
aðreifing minni sálu er góð
og samviskunni af sviptir,
syndarinnar helskriftir.
Af því ef hreinsaði áður vel
af öllum saurleik Ísrael,
askan kvígunnar á þann stökkt,
öllu betur fær glæpa krökkt,
hjartað mitt blóð þitt hreinsað.
7.
Guð faðir, fyrir gæsku þín
gæt eigi syndar illsku mín,
sem eg með heimskuhóti
hefi þér gjört á móti.
Heldur sjá hvað minn hjálpari
hefur borgað á krossins tré,
sjá það úr sárum flóði,
signuðu hans af blóði,
rennandi lækja rauður foss,
rétt er það skeð til hjálpar oss,
svo að vér fengum frið og náð
er fyrstu hjónin höfðu forsmáð,
Guð minn því gremst mér eigi.
8.
Vík ei frá þínum vesla þjón,
veit mér heldur góða umsjón,
gæt þess að get eg eigi
grandlaus á einum degi
lifað eða um litla stund,
leið mig aftur af heljar grund,
miskunnin þín og mildi
mér verði að hlífðar skildi.
Kem eg nú herra kraminn sárt,
kærlegasta þitt orðið klárt
bevísar að þú bjóðir mér
besta næring að þiggja af þér,
hafi eg synd þunga á herðum.
9.
Reynd er þín, Drottinn, réttvís náð,
ríkuglegast og hjálparráð,
öllum þeim á þig trúa,
annstu með þér að búa.
Sé þér því ætíð sætust dýrð,
sögð af öllum tungum og skýrð,
meðan að máls er máttur
og minnis slitnar ei þáttur.
Víki þeim aldrei vegi frá
virðar sem lifa jörðu á,
nýjan söng Guði að syngja brátt
sjálfviljandi daginn sem nátt,
sé þér, Jesú, sönn æra.