Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ein huggunarsamleg játning og bæn

Fyrsta ljóðlína:Ó Jesú Kriste Guðs einkason
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Með lag: Jesú Kristí, þig kalla eg á

1.
Ó, Jesú Kristí, Guðs einka son,
eilíf góðgirnd þig hræri
mína að heyra mjúka bón,
mildi þín svo mig næri.
Miskunnar brunnur einn þú ert
og náð fljótandi kelda,
um aldir alda.
Ó, Jesú, ei af horfinn sért
yfir mig náð að tjalda.

2.
Aldrei muntu einn forsmá
aumra, sem til þín leita,
og sína von þig setja á,
síst mér nú náðar neita,
yfir mig líknar augum renn.
Eg mig syndugan játa
í margan máta.
Fyr blóðið þitt bið eg enn
blíðlega að mér gæta.

3.
Yfir Petrum sem áður vann
andlit þitt klárt að skína,
þegar gekk út af höllu hann
harmandi afneitan sína,
og sem þá kvinnu er nam þvo,
ástar með táraflóði,
óh, Guð minn góði,
þínar fætur, mig sjáðu nú svo
sárum lúðan í móði.

4.
Og sem ræningjann aumkaðir þú
á krossi þá réð hanga,
álíka Jesú að mér snú,
að náð megi þá fanga.
Með Pétri mína syrgja synd
og sannar þér ástir færa,
sem kvinnan kæra,
ræningjans og að réttri mynd
í ríki þín sál að næra.

(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 328)