Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Enn huggunarorð í mótganginum

Fyrsta ljóðlína:Aleina traust fyrir utan ef
Bragarháttur:Ellefu línur (tvíliður) fer,- tví- og þríkvætt aaBccBdedeB
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1600

Skýringar

Með lag: Má eg ólukku ei móti stá.
1.
Alleina traust fyrir utan ef
á Guði eg hef,
hvörnin sem helst vill ganga.
Byggð hef í honum búið mér,
bölið þá hér
mig vill mæða og stanga.
Hann er alltíð
hjálpin mín blíð,
grimmd djöfuls í gegn
Guð er mitt megn.
Hvör skal mig hræðsla fanga?
2.
Syndir, lestir og svikaráð,
sveipa allt láð
heims nú um hvörja reita.
En tryggð og dyggð með trúleiks rétt
til baka er sett,
allfáir að æru leita.
Sá þetta séð fær
sér í hug hlær,
Guð hugsar hann víst
sín gæti síst,
að lifi svo í lastasveita.
3.
Vin minn, ei dæm með þér svo þú,
þenk heldur nú
að það sé Guðs þolinmæði.
Nær oss hann hirtir ekki hast
en þó vort last
sjái og syndsamt æði.
Því þá honum lýst
þig slær hann víst,
þeim er óspar
þrjóskur sem var
harðlega hegna í bræði.
4.
Þó gefi þér ekki Guð svo snart
hvað girnist þú margt,
það lát samt þig ei þreyta.
Líknar tregur þó lítist hér
ljúfþýður er,
ei vill hann þó ætíð neita.
Hans bíð í trú,
halt svo fram þú,
hreinferðugan
forlætur ei hann,
hjálp mun Guð hræddum veita.
5.
Nær sem þig mæðir hryggðar hret,
hop þitt allt set
á herrann þinn himna tiggja.
Hönum þína forhugsun fá,
fullvel mun sá
allt sjá það á kann liggja.
Oss nærir hann best
og hvörs þörf girnist,
veitir oss þar
því hann vantar ei par,
af öngvum lán þarf að þiggja.
6.
Út er mín liðin ungdóms tíð
en nú um síð
ellinnar ann eg degi.
Um borgir og lönd
hef eg riðið og rennt
rétt margan kennt,
fékk þó fornumið eigi,
að á vonarvöl
víki með böl
biðjandi um brauð,
né börn hans snauð,
sá rann á réttlátum vegi.
7.
Enn það hef eg reynt og vitað víst
að vondum síst
hlífa vill herrann ríkur.
Upp þó renni sem urtin ein
allfögur og hrein
blómstri liljunnar líkur.
Guðs hefndar slags
höggið því strax
ríður á þann
rangláta mann
fljótt svo í visnan víkur.
8.
En sá sem ætíð óttast kann
einn Guð og mann
og er hans elskuginn stærsti.
Með handtéran sinni heiðrar Guð,
hans stundar boð
traust á lausnarann læsti.
Hörmungin þá
hann stríðir á,
honum með prís
hjálp Guðs er vís
og sigurinn sóma hæsti.
9.
Guð minn, af hjarta þakka eg þér,
þú hefur mér
lífs næring nóga umgengið.
Þess sem að gjörðist þörfin mín,
það gaf náð þín
hvað girntist hef eg fengið.
Því ríkdómur kann
að ranglæta mann,
fordæma og með
ef fús við féð
hjartað sterklega strengir.
10.
Hvað skal eg auðs með hefðargjöld
hér í veröld
hvörja snart hlýt forláta,
og grimma dauðans ganga á veg,
gull þó hefði eg
enginn þar er til gáta.
Ofþurfð,
ofnægð,
ei er góð hægð.
Önnur forsmár,
ein dramblát stár,
Guð því allt gef í máta.
11.
Á orðið þitt sem er leið glæst
í ríkið þitt hæst,
hjartað mitt helst nú langar.
Hell því þess vegna í það inn,
ó, herra minn,
lát mig þá lífs kynning fanga.
Svo að efalaust
þér trúi eg traust,
pín firrtur og þrá
fái eg þig að sjá,
og í eilíft líf með þér inn ganga.


Athugagreinar

Amen