Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ólafur Einarsson Hjaltesteð

Fyrsta ljóðlína:Hirslulögð hér er ein
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt ababcdcd
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:1797
Flokkur:Eftirmæli

Skýringar

Texti undir fyrirsögn kvæðis:
„Sonur Einars Hjaltesteðs á Akureyri; hann andaðist úngur 1797. Eptir tveim handritum.
Lag: upp hef eg augun mín.“
1.
Hirslulögð hér er ein
herrans gersemi dýr,
óflekkuð, eðlishrein,
ungbarns líkami skír.
Þar inni blessuð bjó
brúður Krists, helguð önd,
hver, þegar duftið dó,
Drottins varð flutt í hönd.
2.
Ólafur Einarsson,
andvana, Hjaltesteð
hér sefur, vafinn von,
værum á hvíldarbeð,
aldurssmár, yndisstór,
ættjörðum skipti tveim,
á hæð til föður fór,
fyrirlét þennan heim.
3.
Fæddur á fagran dag
frelsarans getnaðar,
í leiddur englahag
ágústí fyrsta var
nær átján hundruð á
ár Kristí skorti þrjú.
Barna var blómi sá
blómligri þá en nú.
4.
Almáttkur Guð hann gaf,
geymir og líka best,
heimi svo illum af
aldregi fordjarfist;
foreldrar fagran mög
fá munu séð á ný,
dýrð prýddan meiri mjög,
og missa ei upp frá því.