Eitt kvæðiskorn ... | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eitt kvæðiskorn ...

Fyrsta ljóðlína:Þeim sem nokkra þjáning verað að líða
bls.321
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer,- þrí- og fimmkvætt aaabbaCC
Viðm.ártal:≈ 1600

Skýringar

Fyrsta erindi er 4 línur og lokalína þess(lengd) einhvers konar viðlag.
Eitt kvæðiskorn í hvörju mann huggar sig við Guðs náð í móti synd og lögmálsins bölvan og vondri samvisku
Þeim sem nökkra þjáning verða að líða,
trúlegast það tel eg ráð
að treysta upp á Drottins náð,
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
1.
Hún er besta hugarins bót,
heilnæmari en urt eður rót,
heldur en vængja fugl er fljót
að finna þjáðum líknarráð,
treystum því á Drottins náð.
Ástsamleg eru hennar hót,
hjartað mjúkast þýða;
hvað sem gjörir í heimi á mann að stríða.
2.
Syndin einatt særir mann,
sannlega finn eg kvillann þann,
huggunar gjörir hættlegt bann,
heit er mér sú raun og bráð.
Treystir þó mig Drottins náð,
því hún ein bæta kvöl þá kann
með Kristí blóðinu fríða;
hvað sem gjörir í heimi á mann að stríða.
3.
Einatt þetta tjáir og tér,
til þess Jesús kominn er
syndum burtu svipta af þér.
Sjá þú hann píndist hér á láð.
Treystir svo mig Drottins náð,
aldrei hrekur hann einn frá sér,
aumir ef til hans skríða;
hvör sem gjörir í heimi á mann að stríða.
4.
Svo þér gæska hans sagði fín:
Syndari aumur kom til mín
er glæpa hlaðinn ert gjörðum þín,
gefast skal þér hressing bráð.
Treystir svo mig Drottins náð,
aldrei þessi hans elskan dvín
til allra fyrr og síða;
hvör sem gjörir í heimi á að stríða.
5.
Hressing þessi er blessað blóð
af benjum hans sem út er flóð,
synda þvær af sálum móð,
svo er Jesú líknsöm dáð.
Treystir svo mig Drottins náð,
naktur í dauðans stríði stóð,
stytti hann svo þinn kvíða;
hvað sem gjörir í heimi á mann að stríða.
6.
Í móti þessu hrópar hátt
í hjartanu mínu dag sem nátt
lögmál Guðs af megnum mátt,
mjög þá sturlast öndin þjáð.
Treystir þó mig Drottins náð,
til hennar gjöri eg að hrópa þrátt,
hún er mitt traustið fríða;
hvað sem gjörir í heimi á mann að stríða.
7.
Bölvan hvör sá bíði mann
er boðorð Guðs með réttum sann,
upp að fylla ekki kann.
Er mér lögmáls grein svo tjáð.
Treysti eg upp á Drottins náð,
hvörgi aðra heims um rann
hjálpina finn eg blíða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
8.
Af því nær mín öndin tvist
allri hryggðar raun er nist,
fyrir lögmáls bann í veraldar vist
eg veit mér ekkert gleðinnar sáð.
Treystir þá mig Drottins náð,
sjáðu upp á, segir hún, Krist,
svo mun létta kvíða;
hvað sem gjörir í heimi á mann að stríða.
9.
Hann er sendur af himnum niður,
svo hvörjum manni veitist friður,
er af hjarta um það biður,
athuga þetta guðdóms ráð.
Treystir svo mig Drottins náð,
linna mun þá lögmáls kliður,
líknin gefst hin fríða;
hvað sem gjörir í heiminum á að stríða.
10.
Undir lögmálið lagði hann sig,
sú lausnarfregn er gleðilig.
Alla frelsti og einninn þig,
sem yfir hafði lögmál ráð.
Treystir svo mig Drottins náð,
ei lát vinna á sér svig
angurs hræðslu kvíða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
11.
Lögmáls fyrir þig bölvan bar
þá bundinn, hæddur, strýktur var,
hreinast naglinn holdið skar,
hafið á kross fyr utan náð.
Treystir svo mig Drottins náð,
síðan út af sálaðist þar
sannlega skaltu ei kvíða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
12.
Athuga það hvað Adam braut,
þeirrar eðla gleði ei lengur naut,
burt frá Guði hann ganga hlaut,
gaf sig í ljós þá líknar ráð.
Treystir svo mig Drottins náð,
koma skal þér úr kvöl og þraut
kvinnunnar sæðið fríða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
13.
Gef þar líka gætur að,
Guðs vandlætis orð svo kvað,
fyr Adams synd skal strax í stað
stirðan þyrnir færa láð.
Treystum upp á Drottins náð,
bölvanar er því brjóstið það
þá burt tók Jesús síðar;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
14.
Því að hann af þyrnum bar
þegar á krossinn negldur var,
kórónu hans sem höfuðið skar
svo hrundi blóðið niður á láð.
Treystir því mig Drottins náð,
bölvanina svo burt tók þar
en blessan veitti fríða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
15.
Þess er öllum þjóðum veitt,
þetta skal þig hugga eitt,
en angra og stugga ekki neitt
Abrahams rétt því er hann sáð.
Treystir svo mig Drottins náð,
í friði og blessan fékk þig leitt,
sem fyrirheits orðin hlýða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
16.
Síst að þetta samþykkir
samviskan sem býr í mér,
er hún því rangrar illskuker
til allra lasta fús og bráð.
Enn treystir svo mig Drottins náð,
til huggunar einast haf þú þér
herrans blóðið fríða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
17.
Því betra en hafra blóðið heitt
blóð Guðs sonar hreinast eitt,
hjartað af lasta saurgan sveitt,
sannlega fékk eg að því gáð.
Treystir svo mig Drottins náð,
dauðans fær sig mein ei meitt,
þú mátt vel vera án kvíða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
18.
Hugar þíns svo hreinsaði sjóð
hjartað Krists í gegnum óð.
Undahvesst með æði skóð
er þér besta læknis dáð.
Treystir svo mig Drottins náð,
það rauða sem þar rann út flóð
við rauna fárið hríða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
19.
Hjartað þitt þú hingað að
haf og inn í sárið vað,
sem fugl í vatni fá hér bað
finnast má ei betra ráð.
Treystir svo mig Drottins náð,
alhreinsast muntu við það,
þitt skal mein burt líða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
20.
Hér er brunnur hjálpræðis,
heilagir spámenn geta þess,
alls svo verðir heill og hress,
herrans býður þér það náð.
Treystir svo mig Drottins náð,
syngir Jesú sætt lofvers,
sálin skal fögnuð bíða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
21.
Heiður og lof með hæstri magt,
herrann Jesú, þér sé sagt,
ást hefur þú við auma lagt,
eilíft fannstu líknar ráð.
Treysti eg nú á Drottins náð,
hjartað mitt því hefur nú þakt
þín helgust líknar blíða;
hvað sem gjörir í heimi á að stríða.
22.
Yfir blóðsins hjarta brunninn þinn,
blessaður Guð og skaparinn minn,
gaf mér hönd og sáttmál sinn
að sýna vilja á mér ráð.
Treyst eg nú á Drottins náð,
eg hugsa ei um þó heimurinn mig
hati árla og síða;
því frelsarinn Jesús fyrir mig mun stríða.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls.321–323)