Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ein fögur bænarvísa

Fyrsta ljóðlína:Byrja skal hér bragsmíð eina
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Með lag: Sjá hér tíma

1.
Byrja skal hér bragsmíð eina
um blíðan Jesúm Kristum hreina,
er hann lækning allra meina,
einn og þrennur Drottinn Guð.

2.
Allir skulum vér Jesúm prísa,
oss vill hann til lífsins lýsa,
lát mig ætíð lýðum vísa
að lofa og dýrka sannan Guð.

3.
Brjóst mitt hreinsa, blíður herra,
bráðlega munu þá kvalirnar þverra.
Á himnum vilda eg hjá þér vera,
hjálp mér þar til sannur Guð.

4.
Fyrir þitt blóð og bitran dauða
bjarga þú mér frá andar voða,
eilífa náð munt öllum bjóða
sem elska vilja þig, sannur Guð.

5.
Kærleiksverk mér kenn að veita
og klárlega við minn náung breyta.
Til þín vilda eg líknar leita,
hinn loflegasti herra Guð.

6.
Heyr mig Jesús, herrann góði,
hörðum létt mér synda móði.
Þó að eg ljóta bragsmíð bjóði,
bæta má það sannur Guð.

7.
Gef mér náð og gæsku að kanna,
göfugur skaparinn allra manna
og vísa oss á veginn sanna,
voldugasti Drottinn Guð.

8.
Heilags anda hjálpin skæra,
hún mun mig til lífsins færa,
Drottinn, sé þér dýrð og æra,
dagsins ljómi er sannur Guð.

9.
Frelsa þú mig frá fári og pínu,
faðirinn skær með valdi þínu,
svo að eg forðist lastalínu,
lífsins brunnur, sannur Guð.

10.
Læt eg þanninn ljóðin standa
og lofum ætíð helgan anda,
sannan föður og son að vanda,
sú þrenning er sjálfur Guð.

(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 313–314)