Vísur um limina Kristí á krossins gálga særða | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vísur um limina Kristí á krossins gálga særða

Fyrsta ljóðlína:Faðirinn sæti furðu skær
bls.294
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
1.
Faðirinn sæti furðu skær
sá friður er allra jóða,
til þín, kæri, köllum vær
karla hjálp og fljóða.
Þar af huggun þjóðin fær,
af þínu orði góða,
virstu æ að vera oss nær,
eg vil þér lofsöng bjóða.

2.
Á göfugan Jesúm, Guð og mann,
glaður eg hugsa mundi,
þraut og pínu þoldi hann
þrátt á margar lundir.
Hvað eg aumur aldrei kann
upp að reikna um stundir,
dýr með slíku dauðann vann
og dó svo kvölunum undir.

3.
Höfuðið Jesú, heiðra eg það
með hjarta bæði og munni,
þyrnikóróna þrengd var að,
þvert af öfundar grunni.
Þitt blessað andlit byrgðu í stað
og beygðu kné sem kunni,
spýttu og hræktu, spéarinn kvað,
spá þú af viskubrunni.

4.
Blessuð Jesú hægri hönd
heiðruð sé án enda,
fær sá allur friðarins bönd
flokkur sem þar skal lenda.
Vísa oss á það lukkuland
og lát oss þangað venda
þá að vondum verður grand
og vísað á eldinn brennda.

5.
Hjálparinn manna, heiðra eg þig
og höndina vinstri þína,
með nagla fest en frelsaðir mig,
fárleg var sú pína.
Móðir vor Eva margfaldlig
meinin lét ei dvína,
lifandi Jesús lækkaði sig
og leit á ánauð mína.

6.
Lofað og blessað sé lausnarans sár,
lestur hægra fæti,
Gyðingar frömdu gys og dár,
gabb og heimskleg læti.
Sviptu af oss synda fár,
sannur herrann mæti,
öll vor von að í þér stár,
enginn trú eg þess þræti.

7.
Vinstra fótar var sú pín,
vilda eg þakka bæði,
broddurinn smó en blessan fín
barst yfir Adams sæði.
Kjöri eg helst að koma til þín
kvittur allrar mæði,
líknsamlega þú leist til mín
langt þó eg fjærri stæði.

8.
Heiðra vil eg þá kynstra kvöl,
að kominn var dauðinn skjóti,
opnast síða en orðin föl
ásján Guðs á móti.
Longinus stóð með stríð og böl
og stakk í gegn með spjóti,
vatn og blóð rann svo varð eigi dvöl,
veröldin trú eg þess njóti.

9.
Himins og jarðar eg herra bið,
þú heyr nú bæn svo stranga,
þyrm þú mér, eg þarf þess við,
þrengdur í nauð svo langa.
Veit orði þínu allgott lið
svo áfram mætti ganga
heilaga kristni hreinan frið,
hjálparinn láttu fanga.

10.
Krist bið eg fyrir kvalanna hald,
kross og dreyrann rauða,
send oss hjálplegt hryggðartjald
þá helst horfir til nauða.
Miskunn veittu en minnka gjald
og minnst svo þinna sauða,
að gefunst hér allir Guði í vald
greitt frá andardauða.

11.
Heiðrum Guð af hjarta og trú,
hvörgi má þá granda,
þar með Jesúm þökkum nú
það oss leysti úr vanda.
Voldugum einninn virðing sú
veitist helgum anda,
hin göfuga þrenning geym oss þú,
gæskan allra landa.

(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 294–295)