Adamsóður. Afgamalt kvæði um mannsins sköpun og fall. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Adamsóður. Afgamalt kvæði um mannsins sköpun og fall.

Fyrsta ljóðlína:Allra hlutanna er upphaf
bls.218–221
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1500

Skýringar

Tvær síðustu línur eru viðlag.
Nokkuð er um forliði og þríliði í Adamsóði.
1.
Allra hlutanna er upphaf
orð með krafti sínum.
Lof sé þeim sem ljósið gaf
og leysti oss frá pínum,
þó viti eg þar lítið vesall af
vafinn í synda línum.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
2.
Eftir skapaða englasveit
var einn af þeim enn fyrsti
Lucifer sem l‡ðurinn veit
ljóssins þessa missti,
því ofmetnaður og öfundin heit
of mjög hjá hönum gisti.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
3.
Ræsir himna rak hann sér frá
í rár helvítis sveita
og svo með hönum alla þá
sem ofmetnaðarins leita.
Hvör mann skyldi hugsa á
heiðran Guði að veita.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
4.
Af fjórum hlutum enn fyrsta mann
faðir himna upp vakti,
Adam lét Guð heita hann
sem hann sjálfur skapti.
Eva út af rifi hans rann
með ríkum guðdóms krafti.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
5.
Hjónin þessi í hæsta vald
himnakóngurinn setti,
hann bauð þeim einninn boðorðahald
og bregða ei sínum rétti,
dálegt lá við dauðans gjald
er Drottinn sjálfur setti.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
6.
Bannaði Guð það skyldi ske
sem skaði var þeirra barna,
að bergja af því blómsturtré
sem bar þann fróðleiks kjarna,
gjörvallt annað góss og fé
gjörði þeim einskis varna.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
7.
Satan öfundar sælu þá
sem sér hann Adam setta,
kostgæfir þann krók að fá
með klókskap sinna pretta,
að virðing þeirri hann velti frá
sem voðalegast að detta.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
8.
Skrafar hann þá sem talist við tveir:
Trautt má eg ei það líða,
að maðurinn skaptur af mold og leir
megi þá sælu bíða.
Eg skal því kosta og keppa meir
um koll þann ofan að ríða.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
9.
Evu skal eg, að andinn kvað,
orms í líking finna,
hana mun hægra og hygg eg það
heldur en Adam ginna,
ef bóndann léti hún bregða af
og boðorðum ekki sinna.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
10.
Brynjar sig með systrum sjö
svikarinn allra alda,
heift og reiði, hatur og spé,
hjónin munu þess gjalda.
Fengi eg unnið hin fyrstu tvö
í fjötrum skal eg þeim halda.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
11.
Ormurinn frá eg að Evu fann
og orðum gjörir svo víkja:
Sæl ertu og svo þinn mann,
sett í virðing slíka,
sé yður ekkert sett fyrir bann
af sæmdum himnaríkja.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
12.
Eva svarar og segir svo sé
ef sannlega verður kannað:
Eplið af einu aldintré
er okkur þverlega bannað,
dauðinn er vís ef skal svo ske
skjótur, en ekki annað.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
13.
Hafir þú mér eð sanna sagt
af sæmdum ykkar fleira,
það l‡st mér vera hin minnsta magt
og mun ykkur þetta eira.
Þið hafið þá alla heimsins frakt,
heiður og vísdóm meira.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
14.
Óráð líst mér, að Eva kvað,
út af þessu að breyta,
utan eg sjái þér eiri það,
ef þú vogar að þreyta,
og ef þig skaðar um ekki par
eplis mun eg þá neyta.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
15.
Ormurinn svarar með andans mök,
að eplinu gjörir að víkja:
Eta skal eg því illsku tök
í öllu má eg mig líkja.
Eg er fallinn áður í sök
við föður himna ríkja.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
16.
Svo sviksamlega sem sagt er af
Satan gjörði að spjalla.
Át hann eplið en annað gaf
Evu, að skyldi hún falla.
Gleðilega gast henni að
og gjörði á Adam kalla.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
17.
B‡ður hún hönum að bíta uppá
og b‡st að hönum að rétta.
Adam réð að ansa þá:
Okkur er bannað þetta.
Dauða hét mér Drottinn sá
sem dæmir allt eð rétta.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
18.
Hvört ætlar þú, að Eva kvað,
að þig muni eg vilja pretta;
eta máttu því ekki par
angur gjörir mér þetta.
Adam tók og át í stað
sem að hönum gjörði hún rétta.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
19.
Eftir þetta stundlegt starf
bar stóra neyð til handa.
Úr augs‡n þeirra að ormurinn hvarf
en Adam leit þau standa
hróplega nakin svo hylja þarf.
Hann hugsar um sinn vanda.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
20.
Fara þau nú að fela sig fljótt
því falsarinn hefur þau prettað,
naktra limanna skammast skjótt,
skilja má vel þetta.
Hræðandist þá hefndar gnótt
sem hér fyrir mun þeim detta.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
21.
Drottinn spyr hvar Adam er
og þau hjónin bæði:
Eða fari þið nú að felast fyr mér
að fengið hafi þið gæði.
Því braust þú það sem bauð eg þér
eða ber þú nú meiri fræði?
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
22.
Því dirfðust þið nú, að Drottinn kvað,
um dauðann ekki að sinna?
Adam réð að ansa í stað,
ei er hans brot að minna;
Christí vill nú kenna það
að konu lét hann sig ginna.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
23.
Frá eg að Evu frétti að
faðir himna ríkja,
því boðorði hefði hún brugðið af
og bóndann gjört að svíkja:
Óráði því sem ormurinn gaf
eftir gjörða eg víkja.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
24.
Hinn orðslægi ormurinn sá
sem allt réð skrafa af létta.
Breytt hefða eg hvörgi boðorði frá
né að bónda gjört að rétta,
ef skapað hefðir ei skepnu þá
sem skammlega gjörði mig pretta.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
25.
Eg gaf, Adam, Evu þér
til yndis og góðra náða.
Nú vilji þið kyndug kenna mér
klókskap ykkra ráða,
því verð eg að setja harða hér
hegning ykkur bráða.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
26.
Adam, far þú úr augs‡n mér
og þið hjónin bæði.
Skinnkyrtla tvo skikka eg þér,
skulu það ykkar klæði.
Börn mun Eva bera af sér
bæði með sorg og mæði.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
27.
Í dauða fullan dal Ebron
Drottinn þeim bauð víkja,
fyrir lagabrot sitt og lífsins tjón,
að létu þau sig svíkja.
Flæmdust svo enu fyrstu hjón
frá föður himna ríkja.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
28.
Þau bjuggu nú sem bókin tér
og bar þeim nauð til handa,
að þeirra kyn sem kunnugt er
í kvölum og stórum vanda,
uns himnakóngurinn sjálfur sér
að svo má ekki standa.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
29.
Allur skaði og andartjón
á Adams kyn mun detta.
Vill himna kóngurinn hjálparvon,
huggun veita um þetta,
því sendi hann sinn sæta son
syndum í burt að létta.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
30.
Hann lét berast af Máríu mey
með miskunn heilags anda,
þann píndu á krossi Gyðinga grey,
græðara himins og landa,
fyr vorar syndir hann vildi dey,
svo værum ei hjá fjanda.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
31.
Sonur Máríu sigurinn vann,
Satan batt og meiddi,
allt helvíti eyddi hann
og Adam í burtu leiddi,
það hjálparráð sem faðirinn fann
flókann allan greiddi.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
32.
Hann fór þá upp sem frá var sagt
til föðurs og heilags anda,
einn og þrennur í engla magt
sem ódauðlega mun standa,
manneskjunni hefur lukku lagt
og leyst frá kvölum og vanda.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
33.
Hingað kemur með hvellan róm
herrann himins og landa,
yfir að segja þann ógnadóm
sem ævinlega mun standa.
Andir skiptast við engla hljóm
en illir í kvöl og vanda.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
34.
Það veiti oss, enn mæti Máríu son,
milding himins og landa,
að hljóta mættum vér heill og von
og hjálp hins helga anda,
svo drögunst aldrei í djöfla dóm
né dár hins illa fjanda.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.
35.
Óðarsmíðið Adams hér
endast nú að sinni,
lagfæri sá sem les og sér
og leggi vel í minni,
biðji allir bragnar fyr mér
svo blessun Guðs eg finni.
Allt mitt traust er undir þeim
sem með orði skapaði þennan heim.