Sextánda sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 64

Sextánda sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Til Naíms borgar beina
bls.68–69
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Lúk. vij (11–-17)
Með lag: Jesús Guðs son eingetinn
1.
Til Naíms borgar beina,
blessaður, lagði leið,
ljúfur með lærisveina
lausnarinn um það skeið.
Við staðarins hlið þeir hitta,
hermir guðspjall þetta,
líkför gjör var greið.
2.
Útborinn einn var dauður
ungur maður þar sá,
einka sonur sinnar móður,
sú var ein ekkja þá;
múgur borgar með henni
margur frá eg út rynni
hafandi harm og þrá.
3.
Hana sá herrann gráta,
hrærðist miskunnar við,
harma bað hægjast láta,
höfðu líkmenn þá bið;
að börunum veik og vendi,
við þær svo hrærði hendi
og talar að sínum sið:
4.
Þú ungi sveinn, hann sagði,
snarlega rís upp hér.
Sá settist upp að bragði
sem þar framliðinn er;
talandi gegn og góður,
gaf hann svo aftur móður
að allt fólk á það sér.
5.
Óttast þá menn og inna
eilífum Guði lof.
Spámenn Kristum kenna
og kalla það heillagjöf,
láta um landið renna
lofstír af honum þennan;
mundi þó ei við of.
6.
Upprisan, Jesú góði,
ertu og lífið mitt;
sárlegum sorgarmóði
sviptir burt orðið þitt.
Auktu mér ást og trúna
með yfirbót reiðubúna,
sakfellið svo gef kvitt.
Vísan
1.
Í Naím ekkju eina
uggalaust Jesús huggar;
hartnær hofgarðs porti
hana fann og lýð annan
að hún einka son dauðan
útborinn greftra léti;
vekur hann upp og veikri
vinnur bót harma sinna.
2.
Hvað má hug vorn gleðja
hér nú meir en trúa?
Að vér eftir dauða
upprísum að vísu
og komum með björtum blóma
í blessað lið himna friðar;
þvingan þar mun engin,
þangað skyldi oss langa.