A 065 - Enn einn sálmur út af pínunnar historíu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 065 - Enn einn sálmur út af pínunnar historíu

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð, vor faðir eilífe
bls.xliiij-v–xlvi-r
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn: Enn einn sálmur út af pínunnar historíu.
Sálmur þessi er þýðing á þýskum sálmi, „O Gott Vater in Ewigkeit“, eftir ókunnan höfund. Sálmurinn er einnig í sb. 1619, bl. 42–44, með smámægilegum breytingum í 7. erindi. Þá er hann og prentaður í sb. 1671, bl. 24–26. Páll Eggert telur að Passíusálmar Hallgríms hafi rutt sálminum út þegar þeir voru teknir upp í sálmabækur. (PEÓl: „Upptök sálma og sálmalaga í Lútherskum sið á Íslandi.“ Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1923–1924. Fylgirit. Reykjavík 1924, bls. 92)
Enn einn sálmur út af pínunnar historíu
Má syngja svo sem: Faðir vor sem á himnum ert

1 Ó, Guð, vor faðir eilífe,
andi þinn jafnan hjá oss sé.
Kröftugliga oss kenni það
kynnum minnast í hverjum stað
þíns sonar Jesú kvöl á kross,
að kveiki ávöxt sinn í oss.

2.
Af hástóli Guðs föðurs fór
frelsarinn Jesús í heim til vor.
Helgust jómfrú hann hingað bar,
hér var þrjú og þrjátíu ár.
Síns föðurs sannleik sýndi hann,
saklaus fyrir það ofsókn fann.
3.
Í kvöldmáltíð, sem seinast var,
sitt testament innsetti þar.
Sitt hold og blóð oss bífalar,
blessaður sér til minningar,
að tökum, etum, drekkum oft
og minnust á hans pínu kraft.
4.
Eftir kvöldmáltíð upp stóð brátt,
en þó hann hefði mestan mátt
með sínum höndum herra kær
sinna postula fætur þvær,
bauð þeim að fylgja sínum sið,
samkristnum veita ást og lið.
5.
Síðan predikun sæta gaf,
sem Jóhannes einn skrifar af,
fræðir og huggar fylgdarlið
freistni og kross að standast við
sem fyrir lærdóm frelsarans
fá mundu eftir burtför hans.
6.
Upp til himna þá herrann leit,
hjálpar biðjandi sinni sveit,
að í Guði sé ætíð ein
og í hans orði helg og hrein,
svo hún í ríki himnanna,
hans dýrð sjái eilíflega.
7.
Yfir þann læk gekk út í stað,
öllum postulum sagði það:
„Þér munuð eftir holdsins hátt
hneykslast á mér um þessa nátt
sem sundur dreifist sauðahjörð
sjálfum hirðir þá raun er gjörð!“
8.
Hryggur í anda herrann varð,
hann gekk með sveinum í þann garð.
Þrisvar sinn föður beiddi hann,
blóðsveiti af hans holdi rann.
Góðfús til Júða gekk hann þar,
grimmliga af þeim bundinn var.
9.
Fyrir Kaífam færður var,
fréttur að sinni kenning þar.
Kinnpústur leið þá lausnarinn,
lýttu, hæddu hann undirmenn.
Smán gjörði honum heimsins dramb,
hann þagði eins og meinlaust lamb.
10.
Pétur í biskupssalnum sat,
sína lofun ei haldið gat.
Þrisvar synjaði að þekkti Krist,
þá gól annað sinn haninn fyrst.
Með náð lausnarinn til hans leit,
lærisveinn því beiskliga grét.
11.
Blessaðan Guðs son bundu þó,
burtleiddan færðu Pílató.
Húðstrýktur, krýndur þyrni þar,
þjáður, hrakinn og hæddur var.
Fólkið krafði hann krossfestist,
kvittun Barraba girntust mest.
12.
Þá Júdas, sá sem sveik hann fyrr,
saklausan Jesúm dæmdan spyr,
ólíðanlig hans hugraun var,
heim til Gyðinga silfrið bar.
Í kirkju þeirra kastar því,
kvalinn hengdi sig snöru í.
13.
Fyrir Heródem herrann fór,
honum var gjör áklögun stór.
Um margt frétti forvitni hans,
fékk þó af Drottni ekkert ans.
Í hvítu klæði til háðungar
heim til Pílató sendur var.
14.
Sinn kross bar í aftökustað,
um þriðju dagsins stund var það.
Á krossinn negldu Jesúm þá
og með honum tvo illvirkja,
mæltu og gjörðu honum háð.
Hann bað sinn föður þeim um náð.
15.
Móðir Kristí stóð krossi hjá,
Herrann mælti þá hana sá:
„Sjá, kvinna, sá er sonur þinn.“
Svo talar við lærisveininn:
„Sjá þú, þín móðir þessi er.“
Þaðan af tók sá hana að sér.
16.
Annar ræninginn iðraðist,
í sinni pínu beiddi Krist:
„Herra, virstu að minnast mín
mildlega í ríki þín.“
Þeim hét: „Í dag skal vist þér vís
vera með mér í paradís.“
17.
Á öllu landi mjög myrkt var,
missti sinn ljóma sólin klár.
Herrann sagði af hárri raust:
„Heill minn Guð, því mig forlést?
Eg finn mannkynsins illgjörðer
allar liggja nú þungt á mér.“
18.
Hér eftir sagði herra vor:
„Hart mæðir mig nú þorsti stór.“
Gall, edik honum gefið var.
Græðarinn síðan andsvarar:
„Endað er nú á allan veg,
allt sem Ritning segir um mig.“
19.
Síðast kallaði herrann hátt,
hérvist sína þá endar brátt:
„Ó, faðir kær, í faðminn þinn
fel eg og gef nú anda minn.“
Hneigði niður sitt höfuð þá,
holdi svo skildist andinn frá.
20.
Kirkjutjaldi í tvennt var skipt,
titrar jörð, grjóti var í sundur svipt.
Grafir dauðra opnast þar af,
uppreis margur sá sem svaf.
Höfðinginn þýddi þessa sjón,
þar vottar réttlátan Guðs son.
21.
Frómir menn komu þá um kvöld,
af krossi tóku Jesú hold,
lögðu í steinþró holdið hans,
heiðarliga sem tignarmanns.
Dýrðliga smurður Drottinn var,
dægur þrjú síðan hvíldi þar.
22.
Ó, Guð faðir, vér þökkum þér,
þíns sonar písl vor lífgjöf er.
Gef oss leysi af löstum sú,
leiði í hlýðni, ást og trú,
svo hér lifum heilaglega
og heiðrum þig eilíflega.