Þriðja sunnudag eftir trínitatis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 49

Þriðja sunnudag eftir trínitatis

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Þann tíð allmargir aumir
bls.53
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Þriðja sunnudag eftir trínitatis
Evangelíum Lúk. xv (1–10)
Með lag: Einn herra eg best ætti
1.
Þann tíð allmargir aumir
æpandi glæpamenn,
frá tollbúð og svo sumir
sóttu að Kristi senn,
hvað sérgæðingarnir sáu
samt í þessum stað
og honum á hálsi lágu
harla mjög fyrir það.
2.
Þeir sögðu að Jesús sæti
með syndugum þar við borð,
fyr auðmjúkt lítillæti
leið hann þá smánarorð;
meintu hann mundi slíkur
sem mötunautar hans
en hann af því víkur
á yfirbót syndugs manns.
3.
Eftirlíking eina,
Jesús þeim sagði þá:
Hvör er sá, hann réð greina,
sem hundruð sauða á,
ef missir einn af öllum
er það ei svo til sanns
hann skilur við féð á fjöllum
en fer og leitar hans?
4.
Síðan ef sauð má finna
á sínum herðum ber
heim til húsa sinna;
hann kveður til með sér
vini og góða granna,
gleðjast þá einna best,
við yfirbót aumra manna
englar samfagna mest.
5.
Eða það eitthvört kvendi,
sem átti peninga sér
tíu og einum týndi,
tendrar ljós og svo sker:
Hún sópar hús og hittir
hann þá í samri stund
svo af henni angri léttir
og er með glaðri lund.
6.
Vinkonur sér samfagna
síðan og granna bað;
eins munu englar magna
allir gleði við það
einn gjörir iðran sanna
sem áður í syndum lá
heldur en við hundrað manna
sem henni ei þurftu ná.
7.
Jesú, vor hirðir hæðsti,
hvað má nú bresta mig;
sá fögnuður einn er æðsti,
vér eigum nú sjálfan þig.
Þína rödd lát mig þekkja
og því haglendi ná
hvar eigi mega úlfar blekkja
eða mig skelfa frá.
Vísan
1.
Góður hirðir mun gleðjast
ef getur fundið sauð týndan;
móðir mun hrör sig gleðja
megi sinn pening finna;
faðir þó fénu eyði
fagnar sonarins gagni;
englar Guðs fögnuð fanga
ef fallinn til náðar kallast.
2.
Gleðjum oss, Guð[s] son ræðir,
um gagn vort englar fagni
yfirbót ef vér grátum
af innstri rót glæpi ljóta.
Send mér iðranar anda
alla stund svo að ei falli
frá þér faðirinn kæri,
fengi hjá þér líf engla.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 53–54)