Fimmta sunnudag eftir páska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 40

Fimmta sunnudag eftir páska

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Sannlega satt eg sver við trú
bls.45
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Evangelíum Jóh. xvj (23–30)
Með hymnalag
1.
Sannlega satt eg sver við trú,
sagði Jesús til bræðra nú,
í mínu nafni ef biðjið blítt
minn blíði faðir það lætur veitt.
2.
Þér hafið ei til þessa dags
þá venju haft til bænalags,
í mínu nafni svo nökkurs eins
minn náðuga föður að biðja neins.
3.
Biðjið þess vegna, bræður, nú
svo bæði styrkist í réttri trú
og fullkominn hefðuð fögnuð þér,
fyrir mitt nafn það gjörvallt sker.
4.
Í orðskviðum hef eg yður það sagt,
ef þér fengið í minni lagt:
Sú kemur tíð eg segi ei þar
í soddan málsháttum lengur par
5.
heldur yður auglýsi bert
allt hvað faðir minn hafði gjört
í nafni mínu og í það sinn
allir þér biðjið föðurinn minn.
6.
Ei segi eg yður nú það
eg muni föðurinn sækja að
yðar vegna með ástarbæn
því elskan hans til yðar er væn.
7.
Þar fyrir að þér elskið mig
og trúið frá Guði útgengi eg,
frá föðurnum eg útgenginn er
og svo kominn í heiminn hér.
8.
Eg mun og, sagði Jesús þeim,
aftur forláta þennan heim
og fara héðan sem fyrr var sagt
til föður míns heim í dýrðar makt.
9.
Blessaður sver hér börnum eið,
bænheyra oss í allri neyð.
Jesús gef vér allir nú
að sækjum þig í góðri trú.
Vísan
1.
Sonur Guðs sver þær bænir
að sönnu veitist mönnum
hvað í hans nafni biðjum,
hæst ráð föðurinn náðar
og vill að um fögnuð fullan
og frið samvisku biðjum;
leti vora ávítar,
vænar afrækjum bænir.
2.
Heit þín haldast látir,
herra Guð, svo að mein þverri;
í voða nú vér þig biðjum:
Veit þú oss iðran heita,
njótum sonar þíns sæta,
sjáðu, kirkja hans þjáðist;
þá fögnuður meiri magnast
þú mætir af oss þakklæti.