Á annan dag páska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 34

Á annan dag páska

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Á páskadaginn sem æðstur er
bls.38
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aabbb *
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Lúk. xxiiij (13–35)
Með lag: Mitt hjarta, hvar til hryggist þú.
1.
Á páskadaginn sem æðstur er
til Emaus göngu tóku sér,
frá Jórsölum, litla leið,
Kleofas einn og annar með,
ein sextigi renniskeið.
2.
Það skeði svo í þeirra ferð,
þeim varð talað um Júða gjörð
og Jesú dapran deyð.
Hann sjálfur gekk á sagðri leið
samfara þeim og andsvara beið.
3.
Ókenndan þeim sig sýndi svá
sem þeirra hugskot dimmt var þá,
augun einneginn sljó,
að þeir hann ekki þekktu þó,
því spyr hvað í huganum bjó.
4.
Hvaða samtali höndli þið,
hryggvir menn sem hér ræðast við.
Kleofas sagði svá:
Ertu svo einn hér öllum frá
ókenndur til Jórsala þá
5.
að vitir þú ei hvað við bar hér
vikuna þá sem enduð er?
Hann spyr: Hvað nú þá?
Þeir segja að Jesús oss var hjá
af Nasaret, meistarinn sá,
6.
sá spádómsmaður með máttug orð,
milda og góða líknargjörð.
Fyr Guði og ljúfum lýð
af höfuðsmönnunum heljar stríð
honum var dæmt á þessari tíð.
7.
Margir af oss það meintu vel
að mundi hann frelsa Ísrael;
það er nú þennan dag,
hinn þriðji síðan þann harða hag
sá herra leið og kvalaraslag.
8.
Oss skelfdu kvinnur nökkrar nú,
nóg furðanleg er ræða sú;
til grafar hans gengu þær
og þeim sagði engill skær
að upprisinn sé herrann kær.
9.
Og nökkrir af oss þar njósnast um,
nærri fór þeim sem kvinnunum
við gröfina svo til sanns,
oss furðar um hag þess fróma manns,
þeir fundu hvörgi líkamann hans.
10.
Fyr blindleik þennan, þegar í stað,
þeir fá straff og andsvar það.
Jesús ávítar þá:
Hjartans dofi og heimskan sjá
hindri svo þeir trúi ekki spá.
11.
Hlaut ei Kristur að kveljast svá
og komast í dýrð og vegsemd há;
lagði út allt um hann
það Móyses skrifar og mæla vann
merkilega og hvör spámann.
12.
Sem þeir kómu í kauptún heim
kveðst hann vilja í burt frá þeim.
Þeir báðu af blíðri trú:
Með oss, herra, til hvíldar snú
því hnígur dagur og kvöldar nú.
13.
Hann gekk nú inn og gisti þar;
það gjörðist senn þá borðað var
að þeir þekktu hann þá
því að hann brauðið braut þeim hjá
og blessar, síðan hverfur þeim frá.
14.
Sín á millum þá sögðu þeir,
sannlega brann vort hjartað meir
á veginum víst af því
að skriftina oss hann skýrði frí
svo skilningsljós kom huginn vorn í.
15.
Aftur sneru til Jórsala heim
og það sögðu bræðrum þeim
allt sem að er nú téð;
hinir það líka hermdu með
að herrann hefði Símon séð.
16.
Herra Jesú, þú hjálpa mér
að hafa mitt sinni allt hjá þér
og iðka vel orðið þitt
og það gefi með eðlið sitt
ástarbruna í hjartað mitt.
Vísan
1.
Til Emaus áður en kómu
einir tveir lærisveinar
Guðs son vill þá gleðja,
gengur því með þeim lengi
í annarri mynd og innir
allt um Krist frá því fyrsta;
báðir í brotning brauða,
af brennandi ást, hann kenna.
2.
Oft af orðsins krafti
enn svo hjörtun brenna,
ást Guðs ef að hugfestist
innilega í minni;
hjartalag hans sem birtist
hér í græðarans ræðu,
sá venur sig best til bæna
betur veit af þeim hita.