Miðföstu sunnudag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 26

Miðföstu sunnudag

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Yfir fjörð svo furðu víðan
bls.30
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Miðföstu sunnudag
Evangelíum Jóh. vj (1–15)
Með tón: Dagur í austri öllu
1.
Yfir fjörð svo furðu víðan
ferðaðist Jesús þá;
lá þar við löginn þann fríðan,
landið Galíleá,
nærri borg svo nafnkenndri,
nefnist Tíberías,
í fjallshlíð væna vendi,
var þar svo nóglegt gras.
2.
Fólkið margt fylgdi Kristi
fyrir hans dýrðarverk,
þeir sjúku meina misstu,
mjög var hans lækning sterk.
Hátíð var harla nærri
heilagri páskatíð,
á fjallshlíð hinni hærri
herrann þá dvaldi við.
3.
Settist þar sjálfur herra
og sínum augum upp leit.
Fjölmennið þá ei þverrar,
þeirra nauðsynjar veit.
Við Filippum réð svo ræða,
reynd er hans gæskan enn:
Hvar fáum vér brauð að fæða
fólk þetta allt í senn.
4.
Reyna vor herra vildi
vel svinnan lærisvein,
þó vissi hans mikla mildi
máta í hvörri grein:
Tekst ei til, kvað þessi,
tvö hundruð smá penings
að kaupa brauð hvar þá hressi
að hálfu til snæðings.
5.
Andreas andsvör greinir:
Eru hér fimm byggbrauð
hjá einum ungum sveini
og tveir fiskar með.
Hvað skal það mörgum manni?
mælti vor herra þá,
setjið lýð svo hann kunni
siðlega fæðu fá.
6.
Fimm þúsundir karlkinda
komust þar niður við borð.
Blessar hann brauð að vanda
með blíðri þakkargjörð
og fiskana svo þeir fengu
fullan saðning þá
og þær leifar af gengu
svo ekkert spillast má.
7.
Lærisveinum þó sagði:
Safnið því afgangs er.
Þeir fá það fljótt að bragði
að fylla upp tólf karfir.
Það var auk þeirrar fæðu
sem þessir höfðu neytt;
þakka með þýðri ræðu
þeim sem slíkt hefur veitt.
8.
Þeir sögðu að víst hann væri
vegligi spámann sá
sem fyrir hét faðirinn kæri
og fólkinu sendast á,
hann veit þeir velja mundu
til voldugs herra þig,
í fjallið upp fór af stundu
frá þeim svo kom fyr mig.
9.
Hindri hugsýki mína,
herra Guð, mildin þín
er eg sé yfir mér skína,
eg veit þú sér til mín.
Þitt orð og andi bæði,
almáttug gæskurót,
gefi mér föt og fæði
svo fæ eg á hungri bót.
Vísan
1.
Brauð hefur fimm til fæðu
og fiska tvo án skerdiska.
Drottinn með þeim metta
mundi þó fimm þúshundir,
síðan þau blessar bæði
og braut svo að allir nutu.
Það auk var upp þeir tóku
sem Jesús bauð saman að lesa.
2.
Himnabrauð, Guðs orð góða,
girnust vér, sem ei fyrnist.
Kvíðum ei, fást mun fæði
finnist lund sú það stundar.
Því veit hann meðal og máta
mörg hjú best forsorga.
Vér lærum það í óári
að enn fremur hagnað þennan.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 30–31)