Sunnudaginn í föstuinngang | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 22

Sunnudaginn í föstuinngang

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Jesús Kristur að Jórdan kom
bls.26
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Matt. iij (13–17)
Með tón: Guðs son kallar
1.
Jesús Kristur að Jórdan kom
til Jóhannem, hvörs lund var fróm,
af Galílea landi.
Skírast vildi af sveini sín
svo hann af þvægi syndir mín,
Jóhannes sem synjandi
2.
svaraði því og sagði þá:
Sannlega er mér þörf þar á
að eg skírn af þér fengi,
en þú, Kriste, með krafti þín
kemur að skírast hér til mín,
þér er þó æðri enginn.
3.
Lát nú svo vera, sagði hann,
synja ei þess eg beiðast kann,
oss hæfir upp að fylla
allt réttlæti og það sker
ef hvör gjörir það skyldugt er;
þar verður af engin villa.
4.
Skírn lét Jóhannes trúr í té,
táknin þar með að fleiri ske,
Jesús þá og nam stíga
skírður úr vatni upp á land.
Athuga þú með gott forstand
hvað sem hér að vill hníga.
5.
Yfir honum að opnast þá
allur himinn svo Jóhann sá;
andi Guðs eins og dúfa
yfir hann kom, þú akta það,
almáttug rödd af himni kvað
um son þann lyndisljúfa.
6.
Sonur minn er það, sagði hann,
sá að eg rétt af hjarta ann,
honum skulu þér hlýða.
Vakti hvör sig sem vill og kann
að veita og fylla boðskap þann;
orð hans með elsku prýða.
7.
Einn Guð sannur í þrenning þú
sem þanninn vildir birtast nú:
Gef mér náð þig svo þekkja
og þínum syni eg hlýði hér,
hann má sannleik rétt kenna mér
svo fái mig flærð ei blekkja.
Vísan
1.
Jesús kom í þann tíma
að Jórdan, þrjátíu ára,
til Jóns svo hér nú hreinsi
hann í skírn syndir manna.
Opnast loft, andi, kraftar,
í mynd dúfu sýndist,
kemur það hljóð af himni:
Hér er sonur minn kæri.
2.
Við skírn vorra barna
verður það allt hér gjörðist,
þrenning sæl, það skal inna,
þar er nær, sú er mest æra;
sver þeim sem þá skírast
sína náð, arfsynd dvínar;
sá náði á ný að fæðast
í nógu kröftugri laugu.