Fjórða sunnudag eftir þrettánda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 17

Fjórða sunnudag eftir þrettánda

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Jesús sté í þann tíma
bls.20
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Fjórða sunnudag eftir þrettánda
Evangelíum Matt. viij (23–27)
Með tón: Einn herra eg best ætti
1.
Jesús sté í þann tíma
út á skipið svo traust
með lærisveina sína,
sofnaði vært og laust
í skut á svæfli einum,
svo kom þar stormur stór,
lintrúa lærisveinum
leist þá mjög ófær sjór.
2.
Þeir vöktu hýran herra,
hræddir mjög, góðu menn,
því máttur og megn tók þverra,
mæltu svo allir senn:
Hirðir þú um það eigi
þó allt forgangi nú
eða svo sökkva megi
nema sjálfur hjálpir þú.
3.
Hann reis þá upp og ræddi,
reynd er vel gæskan sú:
Því eruð hjartahræddir
og hafið svo veika trú?
Hastar á storminn stríða,
strax var þá kyrra logn
og gjálfrið sjávarins síðan
svo að því slær í þögn.
4.
Menn það margir bera
þeir mildiverkið sjá
að máttugur víst mun vera
sá vindinn hastar á
og það til æru þýða:
Þessi er svo vel fær
honum að skyldu hlýða
höfuðskepnurnar tvær.
5.
Vér erum á veikum báti
í voða ófærum sjó.
Jesús hinn lítilláti,
ljúfur, er með oss þó.
Hræddir vér hrópum: Kæri,
hasta þú storminn á
svo að vér fáum gott færi
föðurlandinu að ná.
Amen.
Vísan
1.
Skipi út á sjó ýta
einu lærisveinar
og með þeim læknir lýða
í logni gekk að sofna;
brast á veður og byrstist
bræði sjós en þeir hræðast,
veikir bræður, og vekja;
vindmagn lét hann þagna.
2.
Bátur merkir Krists kirkju,
klungur sjós heims raun þunga;
sefur Jesús en ýfist
angur vort af mótgangi;
vekjum hann lúnir líka
að lýja storm, gefa byr nýjan,
í föðurland flytji reynda,
ferjumenn háska verji.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 20–21)