Þriðja dag jóla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 9

Þriðja dag jóla

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Pastor Kristur prúðan spyr
bls.13
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar
Þriðja dag jóla
Evangelíum Jóh. xxj (19b-24)
Með hymnalag
1.
Pastor Kristur prúðan spyr
Petrum þrisvar áður fyrr
hvört elski hann sig þeim öðrum meir;
um það fleira töluðu þeir.
2.
Pétur ansar þrisvar þá,
þar við sagði gjarnan já.
Hann kvað Jesúm sjálfan sjá
og sannlega hafa þar skynsemd á.
3.
Þrisvar Jesús þessi orð
þar til lagði ekki hörð:
Sú er mér þægust ástargjörð
þú alir mín lömb og sauðahjörð.
4.
Framar kvað Jesús: Fylgdu mér,
frómi Pétur, Jóhann sér
eftirfylgjandi einninn hér
að spyr til hvörs nú þessi er.
5.
Sá lærisveinn var Kristó kær,
um kvöldverð lá hans brjósti nær
og undirvísan um það fær
hvörs illt svikræði hjartað slær.
6.
Jesús svaraði: Ef svo sker
að eg vil mín hann bíði hér,
hvað snertur þig það annars er
eftir fylgja skaltu mér.
7.
Orðræðan sú útgekk þá
að ekki deyr lærisveinn sá;
en Jesús kvað þar ei svo á,
utan ef mín svo bíða má.
8.
Sá lærisveinn víst að vitni ber,
vottaði það og skrifaði hér,
svo í sannleika vitnum vér
hans vitnisburður réttur er.
9.
Gef þú, Jesús, eg unni þér,
ali þín lömb sem bauðstu mér,
öfundi ei né hnýsist hér
um hitt sem öðrum lánað er.
Vísan af þessu guðspjalli
1.
Pétur þrisvar nam neita,
nú játar glaðlátur
fölskalaust Jesúm elska,
að ala fé Guðs útvalið.
Í helgum sið sér bað fylgja
sonur Guðs, en hinn grunar
Jón postula ásthreinan
að eilífu kyrran blífa.
2.
Láttu mig, ljúfi Drottinn,
líka nú af ást ríkri
fæða og fóðra sauði,
fylgja þér en ei vera
með sorg og öfund arga
um annarra lukku manna.
Veittu, einn, öllum stéttum
ætíð þess að gæta.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 13)