Á jólanóttina | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 5

Á jólanóttina

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Frá Ágústó það útgekk boð
bls.9
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkar:Sálmar , Jólaljóð
Á jólanóttina
Evangelíum Lúk. ij (1-14)
Lagið: Til þín heilagi herra Guð
1.
Frá Ágústó það útgekk boð
að allur heimurinn skyldi
afskattast og alls kyns þjóð
undir það ganga vildi.
Sú skattskrift hófst í Sýríá,
af Sýrinó landsherra þá,
fyrsta í fullu gildi.
2.
Sérhvör fór sem sett var á
til sinnar borgar vitja.
Jósef og mey Máríá
máttu ei heima sitja.
Til Davíðs borgar, Betlehem,
því bæði vóru af ættlið þeim,
í Júdea upp sig flytja.
3.
Jómfrú Máría ólétt var
sem Jósef fastnað hafði.
Hennar tíma að henni bar
hún meðan þar tafði.
Frumgetinn þar fæddi son,
í fátækt heims, sem átti von,
og veikum reifum vafði.
4.
Húsrúm fengu þau hvörgi þó
sem heyrilegt að væri.
Í asnastalli því um hann bjó
svo af honum kuldann bæri.
Næturvakt héldu hirðarar fjár,
hjá þeim stóð Guðs engill klár,
leiftur og ljóminn skæri.
5.
Óttast fjárhirðar, engill bað,
ekki þeir hræðast vildi:
Fagnaðarboð yður fær eg það
fólk allt mjög gleðja skyldi:
Í dag frelsarinn fæddur er
fram í borginni Davíðs hér,
Kristur, sá kóngurinn mildi.
6.
Hafið það teikn, þér hittið svein,
hulinn í stalli einum,
borinn til þess að bæta mein,
búinn í reifum hreinum.
Margur birtist þá himna her
hirðörum sá sem flokkum fer
meður þeim engli einum.
7.
Syngjandi Guði sæta dýrð
og sigur í hæstum hæðum.
Ljúfur friður með lýð á jörð
yfir láni og alls kyns gæðum
og viljagóðir að verði menn,
veita skyldum það allir senn
með andlegum ástarkvæðum.
8.
Sæti faðir, eg þakka þér
þína elskuna hreina,
son þinn góðan að gafstu mér,
græðarann allra meina.
Gef þú eg finni fögnuð þann,
framar sem aldrei bregðast kann,
fyrir þá elsku eina.
Vísan
1.
Hirðarar sjá og heyrðu
helgu nótt engla Drottins.
Fögnuð fengu megnan,
fæddan Krist, þar með ræddu:
Heiður Guði á hæðum,
hér friður á jörðu niðri,
mönnum mjúklátt sinni,
mæli englar fullsælir.
2.
Fæðing þín, læknir lýða,
lífgar menn þá þig kenna,
aumum hjálpar heimi,
hætt mein endurbættir.
Sól réttlætis sæla
svart hún dragi úr hjarta.
Jesús einn mér lýsi
svo ill synd fái ei blindað.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 9–10)