Hjónasinna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hjónasinna

Fyrsta ljóðlína:Æðstur einvalds herra
bls.115–119
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbcoc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
1.
Æðstur einvalds herra,
eðla skaparinn hreinn;
þín dýrð ei má þverra,
þrennur bæði og einn.
Skaparinn gef þann skilning mér,
eilíf náð og elskan sæt,
að unna mætta eg þér.
2.
Auktu orðgnótt mína,
eilíft viskuráð,
svo dýrð og dásemd þína,
Drottinn, fengi eg tjáð,
hvörja þú hefur heimi veitt,
eina af mörgum eg hefi mest
oft í hug mér leitt.
3.
Því má eg ekki þagna,
það hefur Davíð kennt;
trúin vill málið magna,
mér er í sinni tvennt
að vekja af svöfni sjálfan mig;
einkum bið eg þess alla menn
þeir athugi líka sig.
4.
Adams eftirlæti
eg vil minnast á
og þau alls kyns mæti
er hann af Drottni þá
sem kristnu fólki kunnugt er;
þó er sú ein af gáfum Guðs
sem greina vilda eg hér.
5.
Þá Adam einn í heimi
eðla skaparinn sá,
gæddan góðum seimi,
Guðs son mælti þá:
Ekki er gott að einn hann sé,
eg vil gjöra honum unaðarsemd
svo öll sé gleðin í té.
6.
Herrann veit hvað hæfir
heitri ástar grein;
af því hann Adam svæfir
og eitt hans síðubein
tekur og lykur með holdið hreint;
af því rifinu Evu skóp
sem oss hefur Móyses greint.
7.
Leidd var lystug kvinna
lífs af hæsta smið
föður vorn, Adam, finna,
frá eg hann kannast við
að hún væri tekin af holdi sín;
karlinna því kennist þú
að komstu af beinum mín.
8.
Þau réð blessa bæði
blessuð guðdóms hönd
með svo margföld gæði
minnti á tryggðarbönd;
með frjóvgan býður að fjölgist þau;
eru samtengd fyr orðið Guðs
í einu holdi tvö.
9.
Þetta er það eg meina
að þylja í kvæði nú
um hjónabandið hreina
sem helgaðir, Drottinn, þú
í paradís með prýði og dyggð;
hér fyrir skulu heiðruð stétt
í heimsins allri byggð.
10.
Því hvað má hærra róma
en himnakóngsins náð;
hvör veit soddan sóma
sem það óskaráð
er lifandi Guð hefur sjálfur sett,
heitir að vísu heilagt líf,
ef haldið yrði rétt.
11.
Öll var eilíf sæla
áður en kvinnan braut;
þá ljúgarann lét sig tæla
lífsins blómann þraut;
fyr syndina hreppti sorg og neyð,
útlæg gjörð í ánauð heims
undir líkams deyð.
12.
Þó fyrstu hjónin fengi
fárlegt auðnu bann
og nú vér niðjar lengi
næmir á glæpinn þann,
aldin sætt varð raunar rammt,
þá hét þeim Drottinn huggan víst
ef hjúskap geymdu samt.
13.
Svo linaði líknar gætir
langri þeirra pín
þó hljóti hægt mótlæti
að hafa fyr afbrot sín,
hvað ekki að sinni allt eg tel,
þá er í hvörju huggun vís
ef hjónin unnast vel.
14.
Manninn skal það mæða,
meir er sökin en nóg,
með lúa á lífið að fæða,
lítinn oft fær plóg;
þó gleður hann hitt sem greini eg hér
að nógleg skal honum næring vís
og neyðin stundleg er.
15.
Konuna margt að mæðir,
mest sú hryggðar grein
að fleira getnað fæðir
en fyrirheits börnin ein;
henni gefin er huggun sú,
fyrir þá barna fæðing verður
frelst í réttri trú.
16.
Hér mega hjónin bæði
huggast jafnan við
að eftir eymdar mæði
eiga þau vísan frið
fyr það mæta meyjar sáð,
fyr Jesúm Krist er angrið bætt
og eilíf fengin náð.
17.
Svo er nú háttað heimi,
hörmung er það mest,
hann sefur í synda eimi,
sjálfur eg allra verst,
því Guðs er öngri gáfu sinnt
og hjónabands er heiðri gleymt,
svo hefur oss villan ginnt.
18.
Því hef eg þrettán greinir
í þessi ljóðin sett
svo læri nú lyndishreinir
að lofa þá hjóna stétt;
einninn meyjar og yngismenn
fyr boðorðið Guðs er besta ráð
að binda hjúskapinn.
19.
Skylt er að skepnan geymi
skaparans hæsta boð,
hjónabandið í heimi
hefur þá fyrstu stoð,
það skipaði Guðs son góður og vís
en bannaði alla saurgan senn
í sælu paradís.
20.
Annað er aðstoð hjóna
er ei má dragast í hlé,
hvört þarf öðru þjóna
þó þau fullrík sé
og ber þeim Guðs að geyma ráð,
í eymd og gleðinni unnast jafnt,
með allri að fylgjast dáð.
21.
Þriðja er þú skalt gæta
í þessari hjóna tryggð,
guðdóms sinnið sæta
sæmdi hreinlífs dyggð;
svo er hans hjarta saurgan leið
en hvör sem biður með hreinum hug
af honum fær andsvör greið.
22.
Fyrst hinn fjórði sómi
frægri hjóna stétt,
hún er sem akur með blómi
eður aldingarður rétt;
af eplum viðarins ilmar sætt;
svo er af bænum barna Guðs
sem blíð hafa hjónin fætt.
23.
Til heiðurs hjónabandi
hefur og Drottinn sett
lögin í hvörju landi
að lækna þessa stétt.
Kirkjuvald og kónglegt sverð
af henni þennan ávöxt fær
og er hún því sæmda verð.
24.
Fimmta fordild hjóna
finnst í ritning enn;
allir þar til þjóna
þeir enu* helgu menn [Ath.]
að lofa það góða lífsins kyn
og heilagur andi í hvörri grein
að hugarins eflir skyn.
25.
Sjötta sameign hjóna
segir þar glöggt í frá
hvað Kristur kenni að þjóna
kristni jörðu á;
það teiknar þetta tryggðarband
að oss er heimil öll hans náð
svo ekki skaðar nú grand.
26.
Hér vil eg helst á minna
hvörn sem giftir sig:
Minnstu karl og kvinna
hvað Kristur vann fyrir þig;
bið þú hann vera þinn brúðkaups gest;
Jesús nafn í allri neyð,
það er vor lækning best.
27.
Sú er hin sjöunda prýði
ens siðuga hjónabands;
eg held það heiti og þýði
hjálpin móðurlands,
dyggðaskóli og handverks hús,
þar venjast börn á viskumennt
svo verði á gæsku fús.
28.
Enn í átta sinni
oss það gleðja má
í ektaskapnum inni
ekki eru launin smá
því blessan Guðs er börnum vís
en guðhrædd kona og mjúklynd með
mestan fær þó prís.
29.
Í níundu grein má gleðja
gifta menn og sprund
að skal þá hvörki skeðja
né skaða á neina lund;
sú hefndar plága hinum er send
fyr hórunar synd og saurugt líf
að Sódóma var brennd.
30.
Hér vil eg hræðslu kenni
hvör sem þekkir sig
svo í þeim eldi ei brenni;
eg veit sjálfan mig
gengið hafa þá glæpa slóð;
leitum friðar og látum af
fyr lausnarans rauða blóð.
31.
Tel eg hinn tíunda sóma
sem tignar hjónaband
að af því leggur ljóma
langt um sérhvört land,
það er dýrleg dæmin góð
heiðrar þessa hjónastétt
heiðin líka þjóð.
32.
Elleftu skal inna
ektaskaparins frægð;
fátæk hjónin finna
fulloft herrans vægð;
í búinu kann þau bresta margt,
þá leggur Drottinn líkn með þraut,
hans liðsemd er svo vart.
33.
Tólfta brullaups blóma
birti eg Jesúm Krist;
hann kemur með sínum sóma
og situr að þeirri vist;
í Kana gaf hann það klára vín,
svo mun hann hjónunum hvörn dag enn
hægja og létta pín.
34.
Þrettánda skal þylja
það er oss varðar mest;
hér mega hjónin skilja
hvað þeim gegnir best,
að eftir þessa veraldar vist
þau fara til Guðs með flokkinn sinn
fyrir hann Jesúm Krist.
35.
Þessara greina gæti
þeir gifta vilja sig
hvörsu að margs kyns mæti
og miskunn innilig
veitist þeim sem halda hreint
tryggðaband við brúði sín
bæði ljóst og leynt.
36.
Yngisfólkið ætti
að athuga kvæði mitt
ef geyma ei meinlaust mætti
meydóms blómstrið sitt;
í nafni Guðs sig gifti sá
með forsjó góðri og frænda vild
svo hann flekki ei trúna þá.
37.
Hvör er nú heimskan meiri
en hafna Drottins náð,
gefa svo gull við eiri
að girnast svikarans ráð
sem margur dárinn dirfist nú
að bregða heit við brúði þá
hann batt með fullri trú.
38.
Svo tekur synd að geysa
og saurgan heimi í
að ei má rönd við reisa,
raun er sönn á því;
fáir af öllum finnast þeir
sem hirði meir um hjónaband
heldur en þrekk og leir.
39.
Ef segja skal allt í einu
áform var það mitt
að ljóða af lífi hreinu
svo ljótara yrði hitt
hórdóms kyn sem heimurinn ann
sem bæði er synd og svívirðing
og sálar ferlegt bann.
40.
Hætt trú eg heimur standi
svo hefur oss Satan villt
frá því brúðlaups bandi
og blómstri slíku spillt;
því biðjum Guðs hið góða ráð
að hjálpa á fætur hjónastétt
til heiðurs sinni náð.
41.
Leiðist lýð að heyra
ef langt er kveðið í senn
þó er til þúsund fleira
að þylja um hjúskapinn
því enginn fær það orðum greint
hvað setning Guðs og Satans skilur
saurugt lífið og hreint.
42.
Kennið ei málsnilld minni
mærðar þetta vers
því Guð með gæsku sinni
gaf mér náð til þess
að fræða þanninn fávís hjón:
Af þeim svipti allri neyð
Jesús, það er mín bón.
42.
Heitir Hjónasinna
hagfelld orðalist.
Hér skal ljóðunum linna,
lofum vér Jesúm Krist
sem allt hefur bætt vort andarmein,
sé honum heiður, sómi og dýrð,
það syngi öll hjörtun hrein.