Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þórarinn Jónsson og Guðrún Stephánsdóttir (d.1816)

Fyrsta ljóðlína:Hvað ték eg fyrir hendur mér,
Bragarháttur:Aukið gagaraljóð
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:1816
Flokkur:Eftirmæli

Skýringar

Á undan ljóðinu stendur:
„Þórarinn var seinast prestur að Múla í Aðaldal, fæddur 1755. Hann var kallaður merkur kennimaður og skáld gott. Kona hans var dóttir Stepháns prests Halldórssonar í Laufási. Þau önduðust 1816 og hvíla bæði í einni gröf.. Erfiljóð þessi eru prentuð eptir tveim handritum.“
Lag: Bæn mína heyr þú, herra kær!
1.
Hvað tek eg fyrir hendur mér,
hrumur, vesæll og dauða nær?
verkefni það, sem víst eg er,
verðugur hvorki til né fær.
2.
En sem skyldan þó skipar fyrst,
skerpt við annarra bænastað,
og eigin hugarákefð þyrst,
að undan fellt ei verði það.
3.
Um menn burtdána lofstírs ljóð
að leiða fram, sem verðugt er,
þeir miklu fremri mínum óð
að mennt og dyggðum vóru hér.
4.
Eg þrái séra Þórarinn,
þjóðskáld og besta kennimann,
mér æ hugljúfan virkta vin,
velgjörða-bróður trúfastan.
5.
Múla-söfnuður mátti þó
ei minnur angrast við það hrun
þegar hans vörður þessi dó
er þar all-lengi saknað mun.
6.
Myrká sannlega minnist enn
og Möðruvallaklaustur hans,
allar þær kirkjur sakna senn
síns fyrrum átta kennimanns.
7.
Hvar er málsnilli mjúk og góð,
af munni hans sem, fárra lík,
í kenningunni flaut sem flóð,
fljúgandi, hrein og kraftarík?
8.
Guðrækni þessa góða manns,
gáfur og dyggðugt hugarfar,
ávinna honum ærukrans
ógleymanligrar minningar.
9.
Og hans dýrmæta dyggða-sprund
til dýrðar burt með honum flaug
lifði samhuga langa stund
uns litla dauðinn skildi þau.
10.
Hún rétt samboðin honum var,
helguð góðmennsku, dyggð og trú,
Guðrúnar heiti göfugt bar,
guðrækin Stepháns dóttir sú.
11.
Þrem dögum síðar hún en hann
holdsins endaði dapra töf,
þau fengu, laus við rauna-rann,
róligan blund í sömu gröf.
12.
Aldurs hann, þegar andaðist,
ár sextugasta og þriðja bar;
hefir það mörgum heims frá vist
hálærðum manni búið far..
13.
Sæll er hver, sem í drottni deyr,
dauðans ártal ei skammtar það,
þó holdið fúið liggi í leir
lifir sáliin í betri stað.
14.
Bæði hér talin blessuð hjón
börn eftir létu dyggðarík,
eru þau eins að sál og sjón
sínum foreldrum næsta lík.
15.
Svo endurbættist þá með þeim
það sem misstist við hinna lát
og eilífðin í öðrum heim
af hvoru tveggju þerrar grát.
16.
Við lífsins efsta staddur stig
styrkist af þeirri glöðu von
að hjá þeim fái að halda sig
á himni guðs – Jón Þorláksson.