A 100 - Hymn. O, Lux Beata | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 100 - Hymn. O, Lux Beata

Fyrsta ljóðlína:Ó þú þrefalda eining blíð
bls.Bl. LXIIJr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn: Hymninn. O Lux Beata.
„Sálmurinn, tvö erindi + lofgerðarvers, er þýðing á latínskum hymna, „O lux, beata trinitas“, sem eignaður er Ambrósíusi byskupi, en mun þó nokkuru yngri. Lúther þýddi hymna þenna, „Der du bist drei in Einigkeit“; á dönsku í dönsku er og þýðing í sb. HTh., „O du trefoldig Enighed“. Allar eru þýðingarnar líkar.“ (PEÓl: Upptök sálma og sálmalaga í lútherskum sið á Íslandi, bls. 106). Þessi þýðing er trúlega gerð eftir dönsku þýðingunni.
Hymn. O, Lux Beata
[Nótur]

1.
Ó, þú þrefalda eining blíð
og einn sannur Guð eilífa tíð.
Sólin með degi dregst oss frá,
þitt dýra ljós lát hjartað sjá.
2.
Árla þig allir lofum vér,
að kvöldi biðjum náðar hér.
Lofgjörð vora þú lít nú á
og lát hana öngvan enda fá.
3.
Dýrð sé föðurnum fyrr og síð
og frelsara vorum hverja tíð.
Heilagur andi sem huggar önd,
hann þiggi lof um kristin lönd.