Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Guð láti söng vorn ganga nú

Fyrsta ljóðlína:Guð láti söng vorn ganga nú
Heimild:Sálmabók Guðbrands (1589) bls.xxij–xxiij
Bragarháttur:Hymnalag
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er þýskur, 21 eridi, eftir Jóhannes Zwick (1596–1542) og eru í honum heilræði til handa öllum stéttum þjóðfélagsins. Hann hefst svo á frummálinu: „Nun wolle Gott, dass unser G’sang“. Þýðingin mun vera beint úr þýsku. Sálmurinn var endurprentaður í sb 1619, bl. 22–23; grallara 1607 (í viðauka) og öllum gröllurum síðan og s-msb 1742 (Prestavillu). (PEÓl: Upptök, bls. 80–81).
Andlegur lofsöngur á nýársdag.
Að biðja Guð og óska góðs öllum stéttum.
Með tón: Heiðra skulum vér herrann Krist.
D. Johann Zuick
1.
Guð láti söng vorn ganga nú
gleðiliga af réttri trú,
fagnaðar ár þá óskum vér
af Guðs mildi að þiggið þér.
Allelúja.
2.
Engin heims stétt og enginn mann
án Guðs hjálpar standast kann.
Því biðjum af hug á hverri tíð,
hann leiði allan kristinn lýð.
Allelúja.
3.
So að valdsmenn í sinni stétt,
settir af Guði stjórni rétt,
um vandi vel og gaumgæfe,
góðir, frómir og vísir sé.
Allelúja.
4.
Höndli svo allt til heiðurs sé
hæstum Guði og hans syne,
stundi hans orð og verndi vel,
so varast megi sára kvöl.
Allelúja.
5.
Almúginn hlýðinn að þeim sé
í siðgæðum og réttlæte,
með kærleik, tryggð og fullan frið,
frómum valdsmönnum líkist við.
Allelúja.
6.
Búanda fólki biðjum vér,
bætum og eign sem hefur hver.
Gangi öllum sem gegnir best,
Guði til lofs og dýrðar mest.
Allelúja.
7.
Vinnuhjúum hlýðni og frið,
hollustu og trú sem býður Guð.
Oss þénaði Guðs sæti son,
sá því trúir er þarfur þjón.
Allelúja.
8.
Hjónum sé jafnan hjartað eitt,
hvort beri annars ljúft og leitt.
Lifi í ást sem eitt sé hold
undir Guðs náð og hlífðarskjöld.
Allelúja.
9.
Börnin frá æsku óttist Guð,
orð hans læri og haldi boð,
að lofi Guð og gagnist heim,
góð mennt og siðir aukist þeim.
Allelúja.
10.
Foreldrar best þar fylgi að,
full þörf og skylda sönn er það.
Til Guðs erum því uppalder,
að eins við börnin breytum vér.
Allelúja.
11.
Yngisfólk so sjái við
saurgan holds og ljótum sið
í hreinlífi sér haldi rétt,
heiðri og virði æðri stétt.
Allelúja.
12.
Þeim heilsubrest og þunga sótt
þoldu lengi dag og nótt
óskum vér að Guð gefi þol,
gefi linun á þeirra kvöl.
Allelúja.
13.
Þá sem freisting og fangelsi,
fjandskap, ofsókn og mótlæti
lengi hafa liðið í heim,
leysi Drottinn af þyngslum þeim.
Allelúja.
14.
Fátækum sendi sannur Guð
sína nauðþurft og daglegt brauð.
Þolinmæði í þeirra kaun
þeim gefi fyrir Krist sinn son.
Allelúja.
15.
Þeim rétt með heiðri hvern einn dag
halda sér við sitt vinnulag,
börnum og kvinnum björg að fá,
blessi drottinn og efli þá.
Allelúja.
16.
Auðugum, sem um eignir hér
áhuga bera, óskum vér,
seðji auma af sínu fé
so að í Guði ríkir sé.
Allelúja.
17.
Almúgans björg sé efling góð
og aumum veiti vernd og stoð,
láti börn stunda lærdóm mest.
Lof fá ríkir af þessu best.
Allelúja.
18.
Syndugum kvittun kjósum nú,
Krists náð girnist með réttri trú,
breyti sér eins og orð hans kýs,
að hér og síðar náð sé vís.
Allelúja.
19.
Þeim synd og villu vara við,
vel kenna trú og kristinn sið,
birta oss Jesú orð og verk,
af Guði biðjum náð og styrk.
Allelúja.
20.
Alls þessa af hjarta óskum hér,
að Guði þekkir verðum vér.
Heiðarligt fólk í hverri stétt
hann dýrki, elski, óttist rétt.
Allelúja.
21.
Verndi oss Jesú voldug hönd
við djöfli, skaða, skömm og synd.
Bregðist aldrei sú blessan klár,
byrjum vér so hið nýja ár.
Allelúja.