A 049 - Á Maríumessu conceptionis. Lofsöngur um holdgan Kristí | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 049 - Á Maríumessu conceptionis. Lofsöngur um holdgan Kristí

Fyrsta ljóðlína:Í Paradís þá Adam var
Höfundur:Michael Weiße
bls.xxvij–xxviiij
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccDeeD
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

„Sálmurinn er eftir Michael Weisse [1488–1534], „Als Adam im Paradies“ og er 17 erindi (13.–14. er. frumsálmsins dregið saman í eitt).“ Sálmurinn var endurprentaður í sb. 1619, bl. 27–28 og sb. 1671, bl. 18–20; einnig í grallara 1607, og 1623 í viðauka. Lagboði: Dies est lætitiæ. (PEÓl: „Upptök sálma og sálmalaga í Lútherskum sið á Íslandi.“ Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1923–1924. Fylgirit. Reykjavík 1924, bls. 84–85)
Á Maríumessu conceptionis. Lofsöngur um holdgan Christi*
Með tón: Dies est laeticiae

1.
Í Paradís þá Adam var
af orminum svikinn,
missti frið og frelsi þar,
féll í voða mikinn.
Alls kyns neyð kom yfir hann,
erfði dauða tvefaldan,
hafði hugraun stríða.
Hefndardóminn hræddist mest,
herrans fund því forðaðest.
Hann kvaldist í þeim kvíða.
2.
Guð honum þá huggun gaf,
hét því kvinnu sæði,
sem frelsaði hann falli af,
frið svo aftur næði.
Adam trúði og hans börn;
orðin þessi náðargjörn
settu sér til næmis.
Til andláts geymdu orðin þau,
í Guði svo sofnuðu
væntandi þess afkvæmis.
3.
Guð sór síðan Abraham
sæði það að gefa.
Við Ísaak eins kom fram
og Jakob án efa.
Í því skyldi frelsi fá,
frið og blessan eilífa,
þjóð í öllum heimi.
Við ætt Júða var svo sagt,
valdstjórnar ei missti makt
þangað til það kæmi.
4.
Þeirri heill er yfirlýst
oft um tíma langa.
Því hefur til hennar fýst
helga spámenn og kónga.
Kölluðu með klökkum hug,
kærðu sínar raunir mjög;
á því ætíð klifa.
Ó, að Kristur sendur sé,
sá með sínu meinleyse
veitti lausn eilífa.
5.
En þá tíminn uppfylldist
af Guðs miskunnsemi
að hingað kæmi heill sú best
til hjálpar aumum heimi.
Engil þann Gabríel hét
í borgina Nazaret
sjálfur Guð útsendi,
í það hús, sem inni var
ein meyja María klár,
karlmann öngvan kenndi.
6.
Jósep hét sá heiðursmann
hún var þá trúlofuð.
Hreinlífi sér setti hann,
sá var kominn af Davíð.
Beggja þeirra ætt var ein,
öll var þessi veglig grein
af Guði útkjörin,
að af hreinum hjúskap sé
og þó helgum meydóme
barnið, Jesús, borinn.
7.
Engill mælti: „Heil María,
mey Guðs náðarríka,
með þér er hæsti herra sá,
hræðst ei ræðu slíka.
Þér veittist Guðs gæska hrein,
geta munt þú og fæða svein.
Jesús á hann að heita.
Hæsta Guðs son haldinn skal,
honum mun hann Davíðs stól
og eilíft veldi veita!“
8.
Meyjan spyr: „Því mun það ske,
mann engan eg kenni?“
Engill Guðs þá ansaði,
um það sagði henni:
„Yfir þig kemur andi hár
og almáttugur Drottinn klár,
á þig mey mun skyggja.
Helgast barn þitt heita á
hæsta Guðs son, því ekkert má
um megn honum hyggja!
9.
Sjá, aldraða Elísabet,
að syni ólétta,
sú áður óbyrja hét,
er nú á mánuð sjetta!“
Sæl María sagði á mót
sætlig orð af hjartans rót:
„Á mér ambátt sinni,
herra Guð til heiðurs sér,
heill þá láti verða hér,
eftir ræðu þinni!“
10.
Þá urðu þau undur stærst,
aldrei þvílík heyrðust.
Með sannri meyju sonur gast,
sjálft Orðið hold gjörðist.
Heilags anda var það verk.
Varð af hreinum guðdóm[s]styrk
meyjarson myndaður,
eðalligur á allan hátt
og með sínum guðdómsmátt
heim og himni ræður.
11.
Þá Guðs sonur getinn var,
Gabríel skilst við hana.
Á þeim dögum umhugsar
Elísabet að þéna.
Um fjallbyggð gekk hún hart sem kann,
húsið Sakarías fann,
Elísabet kvaddi;
strax sem heyrði heilsun þá,
í hennar lífi barn við *brá
og glögglega sig gladdi.
12.
Af helgum anda uppfylld nú
Elísabet kallar:
„María, ein ert blessuð þú
yfir kvinnur allar.
Blessaður þinn ávöxtur er,
óvart kom sá heiður mér,
mín vitji Guðs móðir.
Merki fann eg mildilig,
með mér barnið gladdi sig
af þinnar kveðju hljóði.
13.
Sæl ert þú að trúðir traust,
tign sem Guð þér sendi.
Á þér fyllist efalaust
allt sem engill kenndi!“
Mjúkt lofaði Maríá
mildan Guð fyrir blessan þá
og hjá henni tafði
þrjá mánuði og þénar best,
þangað síðan ferðaðest,
sem heimili áður hafði.
14.
Heima Jósep fróman fann,
þeim fyrri var hún játuð.
Fyrir Guði og heimi hann
hreinn var og réttlátur.
Merkti hann að ólétt var,
en um þetta ei vissi par;
hugði samt að hylja,
svo ófrægð ei fengi hún,
fyrir setti sér á laun
við hana að skilja.
15.
Í þeim huga einn þá svaf,
engill honum segir:
„Jósep Davíðs ættum af,
óttast skyldir eigi
til eignar að taka nú
trúlofaða Maríu frú
og við hana að búa.
Af heilögum anda er
ávöxtur sem meyjan ber.
Vit því vel að trúa.
16.
Jesús heiti sætur son
sem jómfrúin fæðir,
því hann einn bætir andartjón
og allan lýð sinn græðir!“
Við það Jósep vaknar nú,
á vitrun þeirri hafði trú
og þar eftir breytti.
Af hreinlífi aldri brá,
en þó tók við Maríá,
ást og umsjón veitti.
17.
Jesú Christe, þú ert sá einn,
útvaldir girntust lengi.
Af mey fæddur maður hreinn,
mannkynið lausn svo fengi.
Hug vorn kveiki kraftur þinn,
svo kenning þín þar rætist inn
og alvarliga trúum.
Frá hlutdeild þinni helgustu
og hjálpræði því eilífu,
að oss aldri snúum.

* Samkvæmt efnisyfirlitinu og yfirskrift á hverri opnu ætti hér að koma millifyrirsögn á nýjum bálki (þ.e. sálmar „Um holdganina Jesú Kristí“) en slík millifyrirsögn er ekki hér og heldur ekki 1619.


* 11.9 brá] < bar í Sálmabók 1589. (Leiðrétt vegna ríms).