A 043 - Ein andlig vísa út af guðspjalligri historiu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 043 - Ein andlig vísa út af guðspjalligri historiu

Fyrsta ljóðlína:Þá barnið Jesú í Betlehem
Höfundur:Michael Weiße
bls.xxiiij–xxv
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccDccD
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccDccD
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er þýðing á þýska sálminum „Als Jesus geboren war“ eftir Michael Weisse (f. um 1488 – d. 1534). Sálmurinn var einnig birtur í sb 1619, bl. 23–24; sb 1671, bl. 15–16; sb JÁ 1742, bls 36–38; sb 1746, bls. 36–38; sb 1751, bls. 36–38; gr. 1594 (messuupphaf á 13) og öllum gröllurum síðan. Hann var og í s-msb 1742. Þá var síðasta erindi sálmsins tekið upp í sb 1801–1866. (PEÓl: Upptök, 82)
Rímskipun í þessum sálmi er einnig í mörgum erindum aBaBccDeeD
Ein andleg vísa út af guðspjalligri historíu á opinberunarhátíð. Math. ij.
Með þeim nótum: Dies est leticiae.
Ein andlig vísa út af guðspjalligri historiu
Math. II [2].
Með þeim nótum: Dies est leticiae.

1.
Þá barnið Jesús í Betlehem
borið var í heiminn
Heródes á dögum þeim
hélt Júða kóngdóminn.
Vitringar í austri þá
yfrið fagra stjörnu sjá.
Þetta teikn svo þýða:
Kóngur einn, sem öllum má,
er nú fæddur Júðum hjá;
þeim öll lönd eiga að hlýða!
2.
Tignargáfu tóku nú,
töfðu ekki lengi
honum að játa holla trú
Herrans náð svo fengi.
Í Jerúsalem sóttu þá,
sögðu: „Hvar er kóngur sá,
nú er fæddur Júðum?
Stjörnu hans vér höfum séð,
hér komum því fórnir með,
að hlýðni honum bjóðum!“
3.
Að Heródes ótta sló
og öllu borgarliði.
Heiftarráð í brjósti bjó
barn að svipta friði.
Kirkjuráð og kennimenn
kallar til sín alla senn,
svo með svikum spurði,
þá Kristur fæðist hér í heim,
sem heitinn er til lausnar þeim,
í hverri borg það yrði?
4.
Allir svara á eina lund:
„Í Betlehem Júða!“
segja honum á sömu stund,
svo spádóminn hlýða:
„Betlehem, þú Júðajörð,
best ertu af borgum verð
á Gyðingalandi.
Einn sá Herra af þér skal
útkoma sem Ísrael
rétt verði ráðandi!“
5.
Vitringa í leyni lét
líka til sín koma.
Af þeim nam sem glöggvast gat
gang og stjörnu tíma.
Bauð þeim: „Farið í Betlehem,
bíðið ei að sveini þeim
með allri list að leita.
Þá barn það finnið birtið mér,
bráðlega so komum vér
virðing að veita!“
6.
Ferðast nú sem sagt var þeim,
sönnum kóngi að þéna.
Stjarna sú í austurheim
áður höfðu séna
á þeim vegi undan fór.
Allmjög var sú gleði stór
þá kom þeim í sinni.
Svo gaf staðar stjarnan björt,
stóð yfir því húsi þvert,
sem blessað barn var inni.
7.
Í því húsi ungan svein
og hans móðir finna.
Þeirra trú var helg og hrein,
heims fátækt ei sinna.
Fram fyrir barnið féllu þar
fórna gáfur vegligar,
gull, myrru, reykelsi.
Meðalgangara, mann og Guð,
mjúkt báðu að heiðnum lýð,
veitti frið og frelsi.
8.
Í draumi var þeim andsvarað
annan veg heim snúa.
Heródes þá heyrði það,
hermenn lét útbúa.
Um alla borgina Betlehem
og byggð fylgjandi staðnum þeim
saklaus sveinbörn deyddi
tvævetur og eldri öll
eftir tíð, sem syndaþræll,
af vitringunum veiddi.
9.
Jósef veittist vitran trú,
veik því fyr úr landi
með Jesúm og Maríu frú,
mætti öngvu grandi.
Hjá egyptskum um árin sjö,
allt til þess Heródes dó,
dvelst að drottins ráðum.
Annað sinn ávísa lét,
aftur fór í Nazaret
og bjuggu þar í náðum.
10.
Ó, Jesú, þitt er orðið oss
andlig leiðarstjarna,
kristni þína þetta ljós
þiggja láttu gjarna
svo að hún til þín snúi sér,
sig með hjarta gefi þér,
óvinum ei hlýði,
ástverk þín að eignust vér,
í þá dýrð, sem eilíf er,
og förum í friði.