A 069 - Kristur lá í dauðans böndum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 069 - Kristur lá í dauðans böndum

Fyrsta ljóðlína:Guðsson í grimmu dauðans bönd
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.bl. xlvij-r-v
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt ABABccdd
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn:
Kristur lá í dauðans böndum.
D. Mart. Luth.
Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er þessi þýðing sálmsins í sb. 1619, bl. 45-6; gr. 1594 (á annan í páskum) og allir gr. síðan; s-nisb. 1742 — Lag er við sálminn í sb. 1619 og gr.
Sálmurinn er eftir Lúther eins og fram kemur í fyrirsögn, ’Christ lag in Todesbanden’. Hjá honum var hann reyndar einungis sjö erindi en hér hefur verið bætt við því 8. og í grallara 1594 eru erindin orðin 10. Viðbótarerindin eru sótt í danska þýðingu sálmsins, ’Christ laa i Dödsens   MEIRA ↲
Kristur lá í dauðans böndum
D. Mart. Luth.

1.
Guðs son í grimmu dauðans bönd,
gefinn fyrir syndir manna,
uppreis nú ljóst með lífi og önd.
Lífið gaf oss það sanna.
Fyrir það skulum vér föðurinn nú
fagnandi lofa af ást og trú
og syngja Allelújá,
Allelújá.
2.
Dauðann gat enginn sigrað sá,
er sjálfur var löstum bundinn.
Af sonum manna, satt skal tjá,
syndlaus varð enginn fundinn.
Því kom sú dapra dauðans pín,
deyddi allt með krafti sín.
Í herfjötrum svo hélt oss þá.
Allelújá.
3.
Eingetinn Guðs son, Jesús Krist,
í vorn stað er nú genginn.
Syndina vann hann svo með list,
sigur er á dauðanum fenginn.
Hans grimmleik allan burtu bar,
svo börn Guðs skaðar nú ekki par.
Hægur svefnhöfgi heita má.
Allelújá.
4.
Eitt stríðið var mjög undarligt,
það átti líf og dauði.
Lífið svipti hann sinni mekt
og sigraði hans beisku nauðir.
Jesú dauði eyddi hér
þeim eilífa deyð sem Skriftin tér.
Eitt gabb af dauðanum gjörðist þá.
Allelújá.
5.
Vort páskalamb mjög prýðiligt
plögum vér Jesúm að kalla,
af kærleikshita á krossi steikt
í kvölinni fyrir oss alla,
hvers blóð er dreift um hjartans rót.
Það heldur trúin dauðanum mót,
oss kann eigi skaða, kvalarinn sá.
Allelújá.
6.
Þessa hátíð svo höldum vær
með hjartans gleði og yndi
því sjálfur Jesús, sólin skær,
sigurveg lífs oss kenndi.
Hann uppkveikir hjartans þel,
huggandi rétt af sorgum vel,
syndanna myrkrum svipti oss frá.
Allelújá.
7.
Sálina skulum vér seðja fyrst
með sönnu páskabrauði.
Af hjarta elskum Herrann Krist
því hungur er burt og dauði.
Það gamla súrdeig er horfið hér,
hans orðið klárt sú fæðan er
sem lifandi trúna lífga má.
Allelújá.
8.
Leysti hann oss af langri neyð
loks frá syndum og dauða
með sinni pínu og sárum deyð,
svo vér ei kenndum nauða.
Því rísum nú upp af syndasið,
saurgun alla skiljunst við,
svo hljótum fögnuð himnum á.
Allelújá.