A 090 - Veni Creator spiritus; Kom skaparinn heilagi andi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 090 - Veni Creator spiritus; Kom skaparinn heilagi andi

Fyrsta ljóðlína:Kom skaparinn heilagi andi
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.Bl. LIXr-v
Bragarháttur:Hymnalag: aukið gagaraljóð
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmurinn í: sb. 1619, bl. 58–59; sb. 1671, bl. 93–94; sb. JÁ. 1742, bls. 177–178; sb. 1746, bls. 177–178; sb. 1751, bls. 296; gr. 1594 (á hvítasunnu) og öllum gröllurum síðan, og einnig í s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619 og öllum gröllurum.
Sálmurinn er 7 erindi og upphafserindið sýnt undir laginu (nr. 42 [í lagaskránni]). Fyrirsögn er: Veni, creator spiritus: D. Mart. Luth. Er þetta svo að skilja, að hér sé farið eftir stælingu Lúthers, „Komm, Gott Schöpfer, heiliger Geist“, á hinum gamla latínska   MEIRA ↲
Hymn. Veni creator spiritus
D. Mart. Luth.

1.
Kom skaparinn, heilagi andi,
í hug og hjarta trúaðra nú.
Himneskri náð uppfyllandi
hjörtun þau sem að skapaðir þú.
2.
Einn huggari, sem aldrei brást,
ertu og Guðs föður gáfa hæst.
Lifandi brunnur, eldur, ást,
andlig smurning, allrar náðar stærst.
3.
Lof þitt í vorum hug uppkveik,
ástsemd þín ætíð sé í oss rík,
eyðandi holdsins óstyrkleik.
Afl veiti oss öllum gáfa slík.
4.
Sjöföld er oss þín ástgjöf kennd,
einn fingur ert á Guðs hægri hönd.
Kröftug lofun af Kristi send,
kennandi tungumál um öll lönd.
5.
Rek frá oss Satans svik og ráð,
send þú oss nú þinn blessaða frið.
Leiði oss svo þín eilíf náð,
að allan voða vel skiljunst við.
6.
Sjálfan föður og son hans nú
svo þekkjum, veit oss vitsmune,
og beggja þeirra andi þú,
ætíð gef að vor trú stöðug sé.
7.
Sönnum föður og syni mest
sé lof, dýrð, heiður, veldi traust,
og helgum anda sem huggar best,
hvað um aldir sé endalaust.
Amen.