A 071 - Annar sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 071 - Annar sálmur

Fyrsta ljóðlína:Upprisinn er nú Jesú Krist
bls.xlviij-xlix
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) fer- og tvíkvætt aBaB
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn:
Annar sálmur.
Með sama lag [þ.e. Borinn er sveinn í Betlehem]
Fyrir utan Sálmabók Guðbranda 1589 er sálmurinn prentaður í: sb. 1619, bl. 46–47; gr. 1607 (í viðauka) og öllum gr. siðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 19 erindi; héldust þau óbreytt að öðru en því, að í sb. 1619 er afbrigði í upphafi („Upprisinn játum“ o. s. frv.). Upphafserindið er svo:
Upprisinn er nú Jesús Krist |: Allelúja : |
   MEIRA ↲
Annar sálmur
Með sama lag [þ.e. Borinn er sveinn í Betlehem]

1 Upprisinn er nú Jesús Krist,
Allelúja,
sá allan heiminn hefur leyst.
Allelúja.

2 Ef hann ei upprisinn væri,
Allelúja,
öll veröld þá fyrirfærist.
Allelúja.

3 Þar hann er nú upprisinn víst,
Allelúja,
allir lofum vér Jesúm Krist.
Allelúja.

4 Helgar kvinnur komu þrjár,
Allelúja,
til Kristí grafar þegar í ár.
Allelúja.

4 Leituðu hans líkama þar.
Allelúja.
Lausnarinn þá upprisinn var.
Hallelúja.

6 Heilaga engla hittu tvo.
Hallelúja.
Hryggar kvinnur þeir glöddu svo.
Hallelúja.

Engillinn.

Hræðslu lengur ei hafi þér.
Hallelúja.
Hvers nú leitið, hann er ei hér.
Hallelúja.

María.

Sæll Guðs engill, seg mér þá,
Hallelúja,
sjálfan Drottinn hvar finna má?
Hallelúja.

Engillinn.

Af gröfinni upprisinn er,
Hallelúja,
árla í dag það segi eg þér.
Hallelúja.

María.

Sætan Herrann minn sýn mér þá,
Hallelúja,
sem nú er dauðum risinn frá.
Hallelúja.

Engillinn.

Svo gangið inn og sjáið þar,
Hallelúja,
sama stað hvar lagður var.
Hallelúja.

María.

Herrann er burt, hann hér ei sést.
Hallelúja.
Ef finndi eg hann, því fagna mest.
Hallelúja.

Engillinn.

Lítið hér á líndúka strax.
Hallelúja.
Lá hann í þeim til þriðja dags.
Hallelúja.

María.

Sönnum vér þetta sjálfar víst.
Hallelúja.
Sýn oss vorn herra Jesúm Krist.
Hallelúja.

Engillinn.

Í Galíleam gangið þér.
Hallelúja.
Þar sjáið hann sem sagði fyrr.
Hallelúja.

María.

Þér engill Guðs, vér þökkum nú.
Hallelúja.
Það skal oss öllum huggun trú.
Hallelúja.

Engillinn.

Farið og segið satt þar um,
Hallelúja,
sankti Pétri og postulum.
Hallelúja.

María til fólksins.

Syngjum nú allir af hug og raust.
Hallelúja.
Upp reis vor herra efalaust.
Hallelúja.

Allt fólkið.

Af því gleðjunst nú allir vér.
Hallelúja.
Eilíf huggun vor Kristur er.
Hallelúja.