Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kyrie Fons Bonitatis

Fyrsta ljóðlína:Kyrie Guð faðir sannur
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) þríkvætt AABB
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1575

Skýringar

Fyrirsögn:
„Kyrie / Fons Bonitatis.
Eptir latinunne“
Næst á eftir sekvenunni, Veni Sancte spiritus (Kom, Guð, helgi andi hér) í Sálmabók Guðbrands 1589 kemur „Kyrie, guð faðir sannur“ og er einnig í: sb. 1619; grallara 1721 og öllum gröllurum síðan, og einnig í s-msb. 1742 .
Páll Eggert lýsir kveðskap þessum í eftirfarandi orðum:
„Er hér um að ræða einn hluta úr hinni fornu kaþólsku messu, er kallaður var „kyrie“ og hófst næst á eftir messuupphafi (introitus). Er það nafn dregið af grísku (þ. e. drottinn), sem   MEIRA ↲
1.
Kyrie, Guð faðir sannur,
gæsku og mildi brunnur.
Af þér einum flýtur
allt gott sem hver hlýtur.
- Eleison.
2.
Kristur, Guðs son kæri,
kirkju sína bænheyri,
þeim af hug hreinum
hér á jörð trúum, játum og þjónum.
Á þig Jesú alleina vonum.
- Eleison.
3.
Kyrie, ljós guðdómlega,
ljóma og verm þú vorn huga.
Að þér, helgi andi,
öll Guðs börn jafnan lof mest vandi.
- Eleison.