Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Veni Sancte Spiritus

Fyrsta ljóðlína:Kom Guð helgi andi hér
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sekvenza þessi kemur næst á eftir sálminum „Heilagan anda áköllum nú“. Hún er þýðing latnesku sekvensunnar Veni Sancte Spiritus eins og fram kemur í fyrirsögn: „Sequent. Veni Sancte Spiritus“. Sekvenzunni fylgja hér nótur.
Sekvenza þessi var síðan prentuð í sb. 1619, grallara 1721 og öllum gröllurum síðan, svo og s-msb 1742.
(Sjá: PEÓl: „Upptök sálma og sálmalaga í Lútherskum sið á Íslandi.“ Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1923–1924. Fylgirit. Reykjavík 1924, bls. 104).
1.
Kom Guð helgi andi hér
og af himne hingað ber
ljós það sem ljómar af þér.
2.
Kom volaðra faðir fús,
kom greiðandi gáfur oss,
kom hjartanna helgast ljós.
3.
Huggari sem hjálpar best
heill fær sálir af .... gest
endurnæring mjúk og mest.
4.
Í erfiði ert þú hvíld,
í ofhita stilling mild,
í harminum huggun gild.
5.
Blessað ljós þig biðjum nú
brjóstið innsta fyllir þú
hjá þeim sem þér þér halda trú.
6.
Guðdóm þínum geindum frá
gott ekkert er manni hjá.
Ei má nokkuð syndlaust fá.
7.
Lauga það sem saurugt sér
vökva þínum sem visnað er.
Lækna það sem lemstur ber.
8.
Mýk þú stirðnað mjög og fyllt,
verm það sem er forsti fyllt.
Greið þess veg sem gengur villt.
- - -
9.
Veit þeim sem þér vel trúa
von allri til þín snúa
signaða Guðs sjöfalda.
Gef dyggðanna gleðileg not
gef hjálpræðis æfiþrot.
Gef föguð um aldir alda.