Einn nýárssálmur útaf Bænabók Þórðar Bárðarsonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn nýárssálmur útaf Bænabók Þórðar Bárðarsonar

Fyrsta ljóðlína:Ó, þú lifandi lífsins brunnur
bls.B9v (Bls. 56–61)
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) ferkvætt: AAbb
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn:
„Einn nýárs psálmur út af Bænabók Sr. Þórðar Bárðarsonar
kveðinn af Þorvaldi Magnússyni.
Tón: Líknarfullur Guð og góður, etc.“
1.
Ó, þú lifandi lífsins brunnur!
Lofi þig hvörs manns hjarta og munnur,
sú uppspretta sem aldrei þver,
ofanrignandi til vor hér.
2.
Sæti brúðgumi sálar minnar,
sigurhöfðingi kristni þinnar,
voldugi Jesús, herra hár,
sem hefur aðgreint tíma og ár.
3.
Þinn vísdómur og þitt almætti,
þar um mín sála hugsa mætti,
oss veitir blessan alla tíð
sem aldrei skeikar fyrr né síð.
4.
Árið liðna nú ent vér höfum,
er fyrir þína tilsjón lifum,
en það nýja, sem eftir fer,
í þínu nafni byrjum vér.
5.
Þanninn líður vor ævin auma
áfram sem lítum vatna strauma,
styttist hún hvörja stundu við,
stefnandi loks á grafarmið.
6.
Þér hæstum, ó, Drottni, herra vorum,
hjartans auðmjúkar þakkir gjörum
fyrir allt það gott sem oss hefur þú
auðsýnt á liðnum tíma nú.
7.
Sál og líf þú sviftir meinum,
soddan blessan kom frá þér einum.
Guðdómleg vernd þín gjörði það,
gat ei ólukkan fordjarfað.
8.
Sem hænan ungum hjúkrar sínum
hlífir þú oss með vængjum þínum
svo þess helvítska hræfugls klær
hafa oss ekki komið nær.
9.
Bevaraðir þú byggðir manna
frá blóðugu sverði ofsóknanna
og flærðarneti freistarans,
forðaðir oss við pílum hans.
10.
Ó, hvað stór var sú mikla mildi,
miskunna oss svo drottinn vildi
ekkert kunni oss illt að ske.
Að eilífu lofað nafn hans sé.
11.
Fyrirgefi oss, Guð vor sæti!
gæskan þín allt vort óþakklæti,
yfirtroðslur og afbrot ljót,
er vér drýgt höfum þér á mót.
12.
Margtt illt er gjört sem ekki skyldi
en það fátt gott sem Drottinn vildi,
af oss heimta sem hönum ber.
Heilagi faðir, væg þú mér.
13.
Margháttuð var þín miskunn ríka,
misbrúkuðum vér gáfu slíka,
fá þakkarorð (ef að er gáð)
aftur guldum vér þinni náð.
14.
Fyrirgef þú oss, faðir góður,
fyrir Jesúm, vorn kæra bróður,
fyrir hans bæn og blóðug sár,
blessað gef oss og farsælt ár.
15.
Kóróna árið kristni þinni,
kóngur dýrðar, með góðfýsinni.
Lát svo , Drottinn, þín dýr fótspor
drjúpa af feiti [?] á meðal vor.
16.
Vorar sálir þín verndin geymi
við fordjörfun og illum heimi,
meinsemd líkamans varna við,
veit oss heilbrigði, ró og frið.
17.
Æru vora frá vansemdinni
vernda þú, Guð, með tilsjón þinni,
geym vor heimkynni, hús og fé
við hættri neyð og skaðræðe.
18.
Eignum vorum svo ekki grandi
áhlaup og rán í þessu landi,
elds- og vatnstjón lát ekki ske.
Allt það í Jesú nafni sé.
19.
Vertu konungsins vernd og prýði,
varna þú öllu hættu-stríði,
vertu kristninnar verndar slot,
vor hjálp, ó Drottinn Zebaoth.
20.
Veri þín blessan, frelsi og friður
föðurlandsins svo haldist viður
ljós kennidóms sem ljómar best,
lukka og farsæld blómgist mest.
21.
Vertu upplýsing valdsmannanna,
viska og speki dómaranna,
hússtjórnar efling haltu við,
henni veit jafnan björg og lið.
22.
Vora atvinnu ætíð blessa,
uppfylltu, Drottinn, nauðsyn þessa.
Varna þú hungri, harðindum,
hættri stórsótt og landplágum.
23.
Varðveit þitt orð svo hreint það hljómi
hjá oss í þínum kristindómi
eins og þú hefur sjálfur sett
og sakramentanna tíðkun rétt.
24.
Syndugum öllum iðran veittu,
endurnær, Jesú, hina þreyttu,
vertu lækning þeim veiku nú,
viðhalt frómum í réttri trú.
25.
Sértu þeim hrelldu svölun og frelsi
sem og herteknum í fangelsi.
Láttu þá finna lausn úr því
líknsama Jesú nafni í.
26.
Blessuð nýárs gáfan góða,
græðarinn besti allra þjóða,
umskurnar blóð þitt, sviði og sár
sé þeim freistuðu lækning klár
27.
sem hér andvarpa oft í hljóði,
í þeirra sorg og táraflóði,
velkjast og þjást í vondum heim,
vertu, ó, Jesú, styrkur þeim.
28.
guðhræddar ekkjur Guð bevari,
Guð þeirra ráð og mál forsvari,
huggi svo þeirra grátið geð,
geymi föðurlaus börnin með.
29.
Þar um gjörum vér þig að biðja,
þungaðar kvinnur virðstu styðja,
bænarhróp þeirra heyrðu, Guð,
hryggðinni snú þú í fögnuð.
30.
Þér svo befölum öll vor efni
og nú biðjum í Jesú nafni,
samhuga allir segjum vær:
Sértu vor Guð, ó, faðir kær.
31.
Ó, að vér kynnum oss svo haga
á vorra tíða stund og daga,
að til þess nýja árs hjá þér
innganga mættum síðar vér.
32.
Og hjá þér svo um aldir alda
eilífs fagnaðar sambúð halda
þig Drottinn einn og þrennur sjá
þakkir, heiður og lofgjörð tjá.