Sjöundi vikusálmur: Miðvikudags morgunn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 7

Sjöundi vikusálmur: Miðvikudags morgunn

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Drottinn heilagi herra minn
bls.D4v – (bls. 24–27) Í stafrænni endurgerð: 28 [24]
Bragarháttur:Aukin ferskeytla án forliðar
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar
Tón: Herra guð í himaríki, etc.
1.
Drottinn heilagi herra minn
heiður sé þér og æra,
aftur er nóttin umliðin
upprunnið ljósið skæra.
2.
Af hjartans rót eg heiðra þig
sem hafðir á mér gætur,
höndin þín bjó svo hægt um mig,
heill komst eg enn á fætur.
3.
Framar bið eg þig faðir minn
fyrir vorn líf-gjafara,
sætasta Jesúm, soninn þinn,
svo mig í dag bevara.
4.
Láttu þá sömu, sætu náð
sem þú mér jafnan gefur
enn í dag blessa allt mitt ráð
eins og fyrr verið hefur.
5.
Stjórna þú mínu sinni og sál
svo að allt mitt framferði,
hegðun, vit, gjörðir, hugur og mál,
herra, til lofs þér verði.
6.
Þíns heilaga anda hjástoð best
hjarta mitt virðist þiggja,
svo illt eg ekkert aðhafest
í dag sem kann þig styggja.
7.
Yfirgef þú mig ei, þitt barn
umsjón þín góð mér hlífi,
þú sem mig hefur gæskugjarn
geymt allt frá móðurlífi.
8.
Allt hvað eg líð um æviskeið
allt fram að burtför minni,
öll mín lukka og öll mín neyð
er víst í hendi þinni.
9.
Þóknist, minn herra, þér í dag
þannig við mig að breyta,
og miskunna enn þá mínum hag
og meðlæti nokkurt veita.
10.
Láttu mitt hjarta, þakklátt þér,
þiggja vel ljúfa mildi
og þínar góðar gáfur mér
gefnar, brúka sem skyldi.
11.
En skuli nokkuð ama að,
illt sem mér kunni að gera,
láttu mig, drottinn, þýður það
þolinmóðlega bera.
12.
Mér veittu líka mildi, guð,
mín verk af þessum degi
í þínu nafni uppbyrjuð
öll vel framkvæmast megi.
13.
Velgjörðir þær þú veittir mér
vil eg í allan máta
sem hlýðin barnkind þakka þér
og þær mér næga láta.
14.
Dag hvern svo bið ég, drottinn, þig,
drag mig frá veröldenni,
vondum syndum og villu stig
sem vilja fylgja henni.
15.
Þess bið eg einnig þína náð
þó að eg hrasa megi,
við réttu, guð, mitt veika ráð
vertu mér strangur eigi.
16.
Nær ég hefi þér, herra, náð
og haldið í trúarfangi,
hirði eg hvorki um himin né láð
heims þó öll makt forgangi.
17.
Æ, hvað þú ert fyrir augum mér,
unnusti sálar minnar,
dýrmætari en allt hvað er
æðst hnoss veraldarinnar.
18.
Ó, þú sætasta elskan mín,
aldrei lát mig þér gleyma,
heldur ástúðleg orðin þín
í mínu hjarta geyma.
19.
Önd og líkama, æru og fé,
öll verk og gjörðir mínar
í dag befalað enn nú sé
einn guð í hendur þínar.
20.
Leið þú svo áfram lífið mitt
og laga til himnaferða
að eg í ríkið elíft þitt
inntekinn megi verða.
21.
Hjartans faðir að himna trón
fyrir hjartans son þinn kæra,
heyr þú nú mína hjartans bón!
Heiður sé þér og æra.