Upp, upp mín sál og ferðunst fús | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Upp, upp mín sál og ferðunst fús

Fyrsta ljóðlína:Upp, upp mín sál og ferðunst fús
bls.198–204
Bragarháttur:Sextán línur (tvíliður) fer- og þríkvætt ababcacaddefefef
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar


Í útgáfunni er sálmurinn prentaður eftir handritinu JS 208 8vo, bls. 257–262. Sálmurinn er auk þess varðveittur í sjö eftirtöldum handritum sem vitað er um: Lbs 1927 4to, bls. 398–401; Lbs 883 8vo II, bl. 7v–9r; Lbs 1119 8vo, bls. 642–645; Lbs 1724 8vo, bls. 203–206 (óheilt); JS 141 8vo, bl. 230r–231v; ÍB 138 8vo, bl. 130r–131r, og MS Boreal 113, bl. 581r–582v. Hér er útgáfu Ljóðmæla alveg fylgt.

Þessi sálmur sem fjallar um eilífa sælu útvaldra er varðveittur í átta handritum sem kunnugt er um, en hann er auk þess   MEIRA ↲
LXXV. psalm. Um dýrð og vegsemd
útvaldra Guðs barna í eilífu lífi.
Ton: Mikillri farsæld mætir sá. etc: Thenor.
1.
Upp, upp mín sál og ferðunst fús
fríðri Guðs borg að ná
þar ununarsamleg eru hús
æskileg hönum hjá,
þar sáluhjálp án enda er,
án dauða líf eilíft,
án hryggðar gleðin aldrei þver,
angri þar verður svipt,
án myrkra ljósið aldrei dvín,
eilífur gleðidagur skín,
veikleiki, ótti, víl né þrá
verður ei nokkur þar,
harmurinn öngvan mæða má,
mein *ekkert snertir par.
Gefi oss öðlast gleði þá,
Guð, drottinn allsherjar.
2.
Maður enginn hér mæla *slíkt,
meta né skynja kann
hvað fagnaðarlíf er farsælligt
fríðum í himnarann.
Herrann, vor Kristur, sú er sól
sem að oss forklárar,
ljómum þar fyrir lambsins stól
líka sem stjörnurnar,
augnanna sífelld er þar lyst
álíta herrann Jesúm Krist,
eyrun vor heyra ætíð fá
ilmandi raddirnar.
Sætur hljóðfæra söngur sá
sífelldlega hljómar.
Glaðir æ syngjum Gloríá
Guði til eilífðar.
3.
Þar er prísuð í þeirri borg
þrenningin guðdóms há,
hennar um gjörvöll heyrist torg
hljómfögur músíká.
Þar er án elli æskan hrein,
án veiki heilsan klár.
Þar snertir ei hið minnsta mein
mann neinn um eilíf ár.
Allri drottins með englahirð
útvaldir búa í þeirri dýrð
hvörra gleðinnar yndið er
auglitið Guðs að sjá.
Ódauðleikanum íklædder,
eilífri birtu há,
kólrónu þeirra hefur hver
höfðum gulllegar á.
4.
Ó, hvað farsæl að er sú tíð
þá erum komnir þar
og eftir liðna heimsins hríð
heitum Guðs borgarar.
Frá allri mæðu, eymd og þrá
erum vér loksins frí,
heiður, dýrð, gleði hljómar þá
himneska landi í.
Æ, hvað fagnaðar vegsemd vór
vera mun háleitlega stór
þá endurlausnarinn afhendir
ástkærum föður oss,
faðminn á móti blítt breiðir,
býður fram elskukoss.
Hryggð og mæða þá horfin er,
hörmung og tárafoss.
5.
Heilagan selskap höldum þar
himneskum Guði með,
forfeður, spámenn fullglöggt *vær
fáum þar alla séð;
æskilegustu umgengni
einninn þeim höfum hjá,
sífellda elsku og samþykki
sýnir hvör öðrum þá;
ásamt ókenndum öllum glöggt
ástmenn vora vér fáum þekkt.
Frændur og vinir finnast þá
fögnuði meður þar.
Blómleg og svo með blíðu sjá
börnin sín foreldrar.
Fagnaðar verður fundur sá
framar en mann skynjar.

6.
Þessi að öðlast gæðin góð
gef þú mér, drottinn minn.
Fyrir þíns sonar blessað blóð
bænheyr mig, þrælinn þinn.
Þegar heiminum frá eg fer
mig frelsa af andarpín,
skrýð mína sál í himnaher,
herra, með blóði þín
að eg útvöldum öllum með
eilífar þakkir fái téð.
Andlit þitt blíða unn þú mér,
alvaldur Guð, að sjá,
einninn að búa um alder
eilífar sjálfum hjá
svo eg án enda syngi þér
Sanctus og Gloríá.
Amen.


Athugagreinar

Lesbrigði:
1.14 ekkert] þannig 1724, 141, 1927, 1770, 1773. eckirt 208.
2.1 slíkt] þannig 1927, 1770, 1773, 883, 1119, 113, 138. freckt 208, 1724. gløgt 141.
5.3 vær] þannig 1927, 1770, 1773, 883, 1119, 113. var 208.