Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Tuttugasti og þriðji sálmur Davíðs

Fyrsta ljóðlína:Drottinn, minn hirðir held ég þig
Viðm.ártal:≈ 1650
Tímasetning:1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Einnig pretnað í: Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 3, bls. 35–38. Í útgáfunni er sálmurinn prentaður eftir Lbs 399 4to II, bl. 6r, og er þeim texta algerlega fylgt hér. Sálmurinn var fyrst prentaður í Hallgrímskveri 1773.
Hvað morgunstjarnan etc.
1.
Drottinn, minn hirðir held eg þig,
hér fyrer ekkert brestur mig.
Mín gleði síst því sjatni.
Leiðir mig gæska Guðs með sann
grashaga út í lystugan
fram að fersku vatni,
sá mest má best
andann hræra, endurnæra
og rétt leiða
vegna síns nafns og veginn greiða.
2.
Og þó að eg í dauðans dal
döprum ráfi og myrkrasal
ólukkan ei mig hræði,
víst því með mér er vernd þín hýr.
Vöndurinn þinn og stafur skýr
heita mín huggun bæði.
Trúr hýr tilbýr
sitt því orðið, sætt matborðið
sálu minni
á móti þeim mig hrella kynni.
3.
Mitt höfuð smyr þín mildin klár
með viðsmjörinu síð og ár
og fullt á fyrir mig skenkir.
Gæska þín, Guð, og miskunn mest
mun mér fylgja um ævina best.
Minn hugur þar á þenkir.
Eia, eia.
Í húsi þínu elskufínu
eg mun blífa.
Veittu mér hjá þér vist eilífa.
Amen


Athugagreinar

Handrit: Auk aðalhandrits, Lbs 399 4to II, er sálmurinn varðveittur í eftirtöldum handritum: Lbs 199 8vo, bls. 441; Lbs 739 8vo, bls. 78–79; Lbs 1245 8vo, bls. 289, og JS 342 4to, bl. 79v.