Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

* Bæn iðrandi og trúaðs manns

Fyrsta ljóðlína:Syng þú lof drottni sála mín
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccB
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1650
Tímasetning:1650
Flokkur:Sálmar
1.
Syng þú lof drottni, sála mín,
sem er þinn guð og herra,
víst því hann gjörði vel til þín,
velgjörða minnstu þeirra,
gaf þér eingetinn soninn sinn
sem fyrir þig var líflátinn,
hvert ástverk er öllu stærra.
2.
Lær þú og stunda líka fremst
lof syngja þínum Guði
eins sem Davíð að orði kemst
í sínu sálms atkvæði.
Mín önd og allt hvað með mér er,
minn drottinn, heiður vandi þér
fyrir þín gefin gæði.
3.
Mig angrar það í minni sál
að mót syndgaði eg drottni.
Ein synd forskuldar eilíft bál
eftir lögmálsins vitni...
Hver kann að reikna syndir sín?
Sjá, fleiri eru afbrot mín
sandi á sjávarbotni.
4.
Álít mig drottinn auman þræl
augum miskunnar þinnar.
Álít og heyr mitt eymdavæl.
Álít vein sálar minnar.
Í Jesú nafni aumka mig.
Í Jesú nafni eg bið þig,
drottinn, guð dýrðarinnar.
5.
Í hans helgustu sárum sjá
synda forlíkun mína
hvað þungt þín reiði á hönum lá,
hvörskyns kvalir og pína,
djöful, helvíti og dauða vann,
með dýrðligum sigri uppreis hann,
endurleysti svo sína.
6.
Auma syndara hér í heim
hann til iðrunar kallar
svo staðfestandi sjálfur þeim
sínar velgjörðir allar
í sakramenti altares
ef rétttrúaðir neytum þess
svo sem postulinn spjallar.
7.
Viðurkennandi vor afbrot,
verðuga stærstu nauða
utan vér höfum eilíf not
af Jesú pínu og dauða.
Berum oss vort að bæta ráð,
biðjum drottin um sína náð,
vor gæti veikra sauða.
8.
Eg má það játa, aum mannkind,
eins sem kóng Davíð ræðir,
mér fyrirgefur hann mína synd,
meinsemdir allar græðir.
Jesú útrunnið blessað blóð
bót og lækning er harla góð
þeim syndaþunginn mæðir.
9.
Hjálpa þú mér, ó, herra Guð,
hjálpa þú sálu minni,
hjálpa þú mér í himna frið,
hjálpa þú skepnu þinni,
hjálpaðu mér frá heljar neyð,
hjálpa þú mér fyrir jesú deyð,
hjálp þín mér huggun vinni.
10.
Vægt hefur mér þín verndarhönd,
veitt hirting föðurliga,
það hrís reikna eg vægan vönd
viðlíkast barna aga.
Kraftur þíns anda kenni mér
kærleika þinn að stunda hér
og minnast þess mína daga.