Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Annar Kvöldsálmur

Fyrsta ljóðlína:Blessaða Jesú blessuð und
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccB
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar
Kvöldsálmur
Tón: Til þín, heilagi herra Guð, etc.

1.
Blessaða Jesú blessuð und
blessi mig, Jesús sæti.
Blessi mig Jesú blessuð hönd,
blessun þín að mér gæti.
Blessi mig Guð í svefni og sæng.
Sjálfs drottins undir hlífðarvæng
miskunn hans mig réttlæti.

2.
Kom þú og hvíl í hjarta mér,
hryggð allri burtu vendi.
Fyrir öllu mig vondu ver,
veit mér eg hjá þér lendi.
Gef mér, Jesú, gleði í nótt,
geim og vernda við kvöl og sótt
með þinni hjálparhendi.

3.
Svefnórar falli ei mig á,
öngva lát sturlan pína.
Engla þína lát að mér gá
og umkringja hvílu mína.
Geymi mig gæska græðarans,
geymi mig kraftur orða hans
fyrir mildustu miskunn sína.

4.
Mildasti Jesú Maríuson,
miskunnar herrann góði,
nákvæmust Jesú náðar von,
náð þín með rigndu blóði
yfirdreifist mín andleg mein,
er þá mín sal og hyggja hrein.
Þín helgun mitt hjartað rjóði.

5.
Helgasta Jesú hjálpar ráð
mér hlífi við öllum vanda;
það mektugasta meyjar sáð
mér virðist hjá að standa.
Hjálpi mér best þín hryggð og pín;
hans náð yfir mér jafnan skín
með hjástoð heilags anda.

6.
Sé Guði föður sungin dýrð,
syni og h(eilögum) anda,
af öllum tungum ætíð skýrð
sem oss gjörir náð að senda.
Heiður og lof í hvorri átt
með hjarta og munni syngjum kátt,
amen, já, utan enda.

(Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 4, bls. 10–13. Í útgáfunni er algerlega stuðst við JS 272 4to I, bl. 135r og hvergi tekin lesbrigði úr öðrum handritum)