Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Tóbaksvísur

Fyrsta ljóðlína:Tóbak nef neyðir
Ætlaður höfundur:Hallgrímur Pétursson
Viðm.ártal:≈ 1650
Neftóbak
Tóbak nef neyðir,
náttúru eyðir,
upp augun breiðir,
út hrákann leiðir,
minnisafl meiðir,
máttleysi greiðir
og yfirlit eyðir.

Píputóbak
Tóbak róm ræmir,
remmu framkvæmir,
tungu vel tæmir,
tár af augum flæmir,
háls með hósta væmir,
heilann fordæmir
og andlit afskræmir.

Tuggutóbak
Tóbak góm grætir,
gólf tíðum vætir,
veislu vel gætir,
vessann upprætir,
kappa oft kætir,
komendum mætir,
amann uppbætir.

-8-

Tóbakið hreint,
fæ gjörla greint,
gjörir höfðinu létta,
skerpir vel sýn,
svefnbót er fín,
sorg hugarins dvín,
sannprófað hef eg þetta.