Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Tittlingskvæði

Fyrsta ljóðlína:Ektamakinn elskulegi
Viðm.ártal:≈ 1650
1.
Ektamakinn elskulegi,
útvalinn á gleðidegi,
kær skal mér, en öðrum eigi,
ann eg meðan lifir sá.
2.
Þegar vetrarkuldinn kemur,
krapahríðum yfir lemur;
æskilega okkur semur,
inni’ í hreiðri kúrum þá.
3.
Sumarblíða sefar mæði,
sofum við þá úti bæði,
og þó á vetrum vart sé fæði,
vöktum það sem frekast má.
4.
Í sparsemi af því neytum,
um annarra ei ríkdóm skeytum,
unum hag og hvergi breytum,
hagkvæm þykir byggðin smá.
5.
Skorti brauðs ei skulum kvíða,
skaparinn vill það ekki líða;
dreifir hann um foldu fríða
fræi því, er seðjumst á.