Kvöldsálmur. Líknsami Guð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvöldsálmur. Líknsami Guð

Fyrsta ljóðlína:Líknsami Guð og herra hár
bls.83
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1650
Með lag: Einn Guð skapari allra sá, og etc:

1.
Líknsami Guð og herra hár,
hvörs magt og vald um eilífð stár,
eg bið í Jesú nafni nú
náðarheyrn þinni til vor snú.

2.
Ljósið dagsins oss dregst nú frá,
dimmu náttmyrkri yfir brá.
Líkaminn hvíldar leita fer,
léttir þjáningar svefninn er.

3.
Þakkargjörð blíða börn þín nú
bjóða þér öll með sannri trú.
Þóknist þér, faðir, fórn sú víst
fyrir vorn herra Jesúm Krist.

4.
Lof sé þér, Guð, fyrir liðinn dag,
líknin þín góð vorn auma hag
verndað hefur frá hryggð og neyð,
háskasemd lífs og bráðum deyð.

5.
Forlát þú oss nú, faðir kær,
fjölda synda sem gjörðum vær,
leynd og opinber afbrot vór
afpláni nú þín gæska stór.

6.
Erfiði vort og vinnulag
sem vér nú höfum gjört í dag
eftir sérhvörs eins embætte
í Jesú nafni blessað sé.

7.
Gef oss nú, drottinn, góða nótt,
geim og vernda frá kvöl og sótt,
bráðum dauða og beiskri pín,
bevari alla náðinn þín.

8.
Freistingum djöfuls frá oss snú
forynjur vondar burtrek þú,
óværðardrauma ógnir þær
aldrei lát þú oss koma nær.

9.
Lát þú oss dagsins ljóma hinn
líta að morgni, drottinn minn,
so með fagnaði þjónum þér,
þess nú af hjarta óskum vér.

10.
Góss, heiður, lífið, æru og önd,
ó, drottinn Guð, í þína hönd
befölum vér með traustri trú,
til vor náð þinni jafnan snú.

11.
Guðs föðurs mildi, gæska og náð,
Guðs sonar Jesú hjálpar ráð,
Guðs heilags anda hlífðin traust
hjá oss staðnæmist endalaust.

12.
Heilög Guðs þrenning hlífi oss nú,
haldi jafnan við rétta trú
so hljótum síðar himnavist
hjálparann fyrir Jesúm Krist.

13.
Amen, þess allir óskum vér,
amen, vor drottinn, lof sé þér,
amen, sé það sem eg um bað,
amen, Jesús bænheyri það.

Amen.

(Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 4, bls. 75—81. Í útgáfunni er sálmurinn tekinn eftir JS 208 8vo, bls. 75–77, og er þeim texta algerlega fylgt hér)