Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Í Jesú nafni ég upp rís

Fyrsta ljóðlína:Í Jesú nafni ég upp rís
Bragarháttur:Hymnalag
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1650–1675
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er í útgáfunni tekinn eftir Lbs 457 8vo, bls. 509–510)
XI. Morgunsálmur
Tón: Skaparinn stjarna, herra [hreinn]
1.
Í Jesú nafni ég upprís.
Jesú minn, sé þér dýrð og prís
að verndaðir mig nú í nótt
frá neyð og angist kvöl og sótt.
2.
Blessað ljós dagsins lést mig sjá,
leystir svo myrkurs ógnum frá
heill og ósjúkur að eg er;
ó, góði Jesú, lof sé þér.
3.
Blíði Jesú, nú bið eg þig
bevara þú framvegis mig
í dag frá allri sorg og synd
svo mig ei tæli vonskan blind.
4.
Lát mig brúka dagsljósið hér
til lofs og dýrðar sjálfum þér
en fjarri öll sé athöfn ljót
og allt hvað þínu nafni er mót.
5.
Um mig lát, Jesú, allt í kring
engla blessaða setja hring
svo illska djöfuls ógnarlig
með öngvu móti snerti mig.
6.
Verkin mín, drottinn, þóknist þér,
þau láttu öll vel takast mér.
Ávaxtarsöm sé iðjan mín,
yfir mér hvíli blessan þín.
7.
Mína kvinnu og börnin blíð
blessa þú, Jesús, alla tíð,
vert þeirra huggun hjálp og hlíf,
hjástoð og vernd fyrir sál og líf.
8.
Eg fel so allt í faðminn þinn,
frelsari góður, Jesú minn,
og alla þá sem óttast þig,
við orð þín blessuð halda sig.
9.
Lof sé föðurnum lesið og tjáð,
lof sé vors herra Jesú náð,
lof helgum anda alla tíð.
Amen, lof sé þér þrenning blíð.
Amen.