Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fjórði morgunsálmur

Fyrsta ljóðlína:Vökumanns varfær lund
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) þríkvætt aaaa
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar
1.
Vökumanns varfær lund
vonar á morgunstund;
guð á þinn friðarfund
flý ég í sama mund.
2.
Önd mína eftir þér
einmana í heimi hér,
faðir sæll forlenger,
flýt til þín aumum mér.
3.
Háska ég hjari í
hér á jörð meðan bý,
aldrei fyrir ónáð frí
á hvern veg sem mér sný.
4.
Himneski herra trúr,
hjálpa mér raunum úr,
vertu minn verndar múr,
vek mig af synda dúr.
5.
Lát mig í ljósi þín
leiða fram ævi mín,
en helst þegar hérvist dvín
hjá sneiða eymd og pín.
6.
Þér segist þökkin þýð,
þrennur guð ár og síð,
þín náð og blessan blíð
bjargi nú kristnum lýð.